Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Dunkin Donuts „áhyggju­efni“

Sér­fræð­ing­ur í lýð­heilsu­mál­um hjá Land­læknisembætt­inu var­ar við því að auk­ið að­gengi að sykr­uð­um og feit­um kleinu­hringj­um sé lík­legt til að auka neyslu á þeim.

Dunkin Donuts „áhyggju­efni“

Í gær opnaði Dunkin Donuts á Laugarvegi. Áformað er að tveir af 16 nýjum veitingastöðum undir merkjum Dunkin Donuts opni fyrir áramót. 

Sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Landlæknisembættinu varar við því að aukið aðgengi að sykruðum og feitum kleinuhringjum sé líklegt til að auka neyslu á þeim.

„Þetta er ekki jákvæð þróun,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnis­stjóri næringar á sviði áhrifaþátta heilbrigðis hjá Landlæknisembættinu.

Líklegt til að auka neyslu á óhollustu

„Auðvitað er það áhyggjuefni ef aðgengi að óhollustuvöru er aukið en aðgengi og verð er það sem hefur mest áhrif á neyslu. Við vildum frekar sjá að ýtt væri undir ávaxta-  og grænmetisframboðið og einnig á heilkornavörum. Neysla á þessum fæðutegundum stuðlar að góðri heilsu og vellíðan og þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess sem auðveldara er að viðhalda heilsusamlegu holdafari,“ segir Hólmfríður.

Á matseðli Dunkin Donuts má finna sykraða drykki og kleinuhringi, en einnig ýmsar samlokur. „Boðið verður upp á mikið úrval af kleinuhringjum og samlokum, meðal annars heilsusamlokum,“ segir Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri 10-11, sem á rekstur Dunkin Donuts á Íslandi. Þá verði til sölu heitir og kaldir drykkir sérstaklega fyrir börn.

Lækkun sykurskatts hafði ekki áhrif

„Í framtíðinni reiknum við með því að opna staði í 10-11 og hjá bensínstöðvum Skeljungs. Þetta mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki 10-11,“ segir hann.

Að sögn Árna Péturs hafði afnám á vörugjöldum á sykruð matvæli ekki áhrif á komu Dunkin Donuts til Íslands, en með þeim lækkaði skattur á sykur um 210 krónur.

„Afnám sykurskattsins hafði ekki afgerandi áhrif á ákvörðun okkar enda er þetta búið að vera nokkurra ára ferli að fá Dunkin Donuts til Íslands,“ segir Árni Pétur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár