Í kjölfar fjölmargra hneykslismála sem upp hafa komið í kringum Donald Trump hefur fylgi hans dalað svo mikið að litlar sem engar líkur eru á því að hann verði næsti forseti. Sem svar við þessari þróun er nýjasta útspil Trumps að fullyrða að Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, muni ásamt stuðningsmönnum sínum svindla á kosningunum.
Hvetur hann nú kjósendur sína til þess að standa vörð á kjörstöðum daginn sem kosningarnar fara fram og að tilkynna um öll atriði sem þeim finnst orka tvímælis. Á fjöldafundi í Pensylvaníu í síðustu viku sagði hann: „Ég hef
Athugasemdir