Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla

Fons, fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, var á end­an­um í eigu tveggja Tor­tóla­fé­laga í gegn­um Matt­hew Hold­ings S.A. í Lúx­em­borg. Nú hef­ur dóm­stóll í Lúx­em­borg kveð­ið upp úr­skurð um slit á Matt­hew Hold­ings sem ekki hef­ur skil­að árs­reikn­ingi frá ár­inu 2006. Eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar eru því til um af­drif 4,2 millj­arða króna arðs frá Fons sem rann tll Lúx­em­borg­ar frá Ís­landi 2007.

Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
Slóð 4.2 milljarða arðsins endar í Lúxemborg Vitað er að Landsbanki Íslands millfærði 4.2 milljarða króna inn á reikning Matthews Holdings S.A. í Lúxemborg en eftir það er ekki vitað hvað varð um peningana. Dómstóll í Lúxemborg hefur nú fyrirskipað að Matthew Holdings verði slitið.

Dómstóll í stórhertogadæminu Lúxemborg hefur ákveðið að slíta og leysa upp félagið Matthews Holding S.A. sem var móðurfélag fjárfestingarfélags Pálma Haraldssonar, Fons. Þetta kemur fram í dómsúrskurði frá Lúxemborg sem dagsettur er þann 26. febrúar 2016. Matthew Holdings S.A. var skráð í eigu tveggja félaga í skattaskjólinu Tortólu, sem Kaupþing í Lúxemborg notaði gjarnan þegar bankinn stofnaði eignarhaldsfélög þar í landi fyrir íslenska kaupsýslumenn. Þau heita Waverton Group Limited og Starbrook International Limited. 

Athygli vekur að Waverton og Starbrook eru sömu félög og Kaupþing í Lúxemborg notaði þegar bankinn stofnaði félag fyrir Gunnlaug Sigmundsson, GSSG Holding S.A., í Lúxemborg sem og aðra íslenska fjárfesta. Waverton og Starbrook virðast því hafa verið notuð til að stofna mörg félög fyrir íslenska athafnamenn. 

Í úrskurðinum um félag Pálma í Lúxemborg kemur fram að félaginu sé slitið með tilliti til 203 greinar  hlutafélagalaga í Lúxemborg. Ekki kemur fram hvort hluthafar Matthews Holding hafi óskað eftir slitum félagsins eða hvort yfirvöld þar í landi hafi ákveðið að slíta félaginu og skipa skiptastjóra yfir það. Yfirvöld í Lúxemborg geta hins vegar slitið félögum ef þau brjóta gegn hlutafélagalögum í landinu, til dæmis með því að skila ekki ársreikningum, ef félagið hefur ekki heimilisfesti eða skráða stjórnendur.

Slitið
Slitið Matthew Holdings í Lúxemborg verður slitið eftir að dómstóll þar í lendi felldi úrskurð þess efnis í lok febrúar.

Engir ársreikningar til um félagið frá árinu 2006

Matthew Holdings S.A. tók meðal annars við tæplega 4,2 milljarða króna arði út úr Fons síðla árs árið 2007 en sú arðgreiðsla byggði á tæplega 29 milljarða króna bókfærðum hagnaði Fons árið áður. Þessi arðgreiðsla var fjármögnuð með láni frá Landsbankanum sem millifærði lánið í fimm hlutum inn á reikning Matthew Holdings S.A. hjá Kaupþingi í Lúxemborg þann 14. september árið 2007. 

Síðan þá er ekkert vitað hvað varð um þessa peninga en samkvæmt yfirliti frá hlutafélagaskrá Lúxemborgar yfir ársreikningaskil Matthew Holdings S.A. hefur félagið ekki skilað ársreikningi þar í landi síðan árið 2006. Í þeim ársreikningi var félagið sagt eiga tæplega 1.800 milljóna króna eignir og var félagið sagt skulda tæplega 1.600 milljónir króna. Raunar hefur félagið ekki skilað neinum gögnum til hlutafélagaskrár í Lúxemborg sem snerta rekstur félagsins eftir það ár, ef undan er skilið skjal sem dagsett er í árslok 2010 þar sem tilkynnt er um breytingu á hluthöfum félagsins en samkvæmt því skjali afskráðu Tortólafélögin sig sem stjórnendur Matthew Holdings S.A. í árslok 2010.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár