Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dómarinn stöðvaði spurningar um mistök lögreglunnar í máli Mirjam

Lög­regl­an er sök­uð um mis­tök í tál­beitu­máli sem hefði getað upp­lýst um höf­uð­paur­inn í máli Mirjam van Twuyer. Yf­ir­menn lög­regl­unn­ar benda hver á ann­an. Lög­mað­ur Mirjam seg­ir að dóm­ar­inn, Ástríð­ur Gríms­dótt­ir hafi stöðv­að spurn­ing­ar um mál­ið. Hún hef­ur ver­ið gagn­rýnd fyr­ir harða dóma í mál­um burð­ar­dýra.

Dómarinn stöðvaði spurningar um mistök lögreglunnar í máli Mirjam
Mirjam van Twuyver Dóttir hennar hefur verið klippt út af myndinni. Mynd: Úr einkasafni.

Lögmaður Mirjam van Twuyver, Jóhannes Árnason, segir að dómarinn í málinu hafi stöðvað spurningar verjenda um hvers vegna Atla Frey Fjölnissyni var ekki veitt eftirför af lögreglu í máli sem Mirjam hjálpaði til við að upplýsa. Þannig hefði mögulega verið hægt að koma upp um höfuðpaurinn sem stóð að baki þessum málum.

Mirjam fékk á dögunum einn þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi þegar hún var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir smygl á um 20 kílóum af fíkniefnum. Mirjam var burðardýr í málinu, en líkt og fram hefur komið sýndi hún fádæma samstarfsvilja sem fólst meðal annars í því að taka þátt í tálbeituaðgerð lögreglu. Lögmenn Mirjam og Atla Freys benda á að lögreglan hafi gert mistök þegar Atli Freyr var handtekinn skömmu eftir að Mirjam afhenti honum fíkniefnin í stað þess að honum væri veitt eftirför. Því er ekki vitað hver stóð að baki innflutningi fíkniefnanna laus og höfuðpaurinn gengur enn laus.

Í dómnum kom fram að Atli Freyr átti að sækja töskuna og fara með hana á Grand Hótel. Ljóst var að Atli Freyr kom hvergi að skipulagningu smyglisins en líkt og fyrr segir var hann handtekinn fljótlega eftir að hann tók á móti töskunum, eftir að lögreglan hafði skipt fíkniefnum út fyrir gerviefni og staðsetningar- og upptökubúnað. Það er því ljóst að mistök voru gerð þegar lögreglan fylgdi Atla Frey ekki eftir.

„Þegar ákærða Mirjam hafi verið komin inn á hótelið aftur hafi ákærði Atli verið handtekin,“ er það eina sem kemur fram í dómnum sjálfum um klúður lögreglu.

Þetta gagnrýnir Jóhannes, og eins það að Ástríður Grímsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjaness, hafi stöðvað spurningar verjenda um þetta atriði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár