Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Dómarinn stöðvaði spurningar um mistök lögreglunnar í máli Mirjam

Lög­regl­an er sök­uð um mis­tök í tál­beitu­máli sem hefði getað upp­lýst um höf­uð­paur­inn í máli Mirjam van Twuyer. Yf­ir­menn lög­regl­unn­ar benda hver á ann­an. Lög­mað­ur Mirjam seg­ir að dóm­ar­inn, Ástríð­ur Gríms­dótt­ir hafi stöðv­að spurn­ing­ar um mál­ið. Hún hef­ur ver­ið gagn­rýnd fyr­ir harða dóma í mál­um burð­ar­dýra.

Dómarinn stöðvaði spurningar um mistök lögreglunnar í máli Mirjam
Mirjam van Twuyver Dóttir hennar hefur verið klippt út af myndinni. Mynd: Úr einkasafni.

Lögmaður Mirjam van Twuyver, Jóhannes Árnason, segir að dómarinn í málinu hafi stöðvað spurningar verjenda um hvers vegna Atla Frey Fjölnissyni var ekki veitt eftirför af lögreglu í máli sem Mirjam hjálpaði til við að upplýsa. Þannig hefði mögulega verið hægt að koma upp um höfuðpaurinn sem stóð að baki þessum málum.

Mirjam fékk á dögunum einn þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi þegar hún var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir smygl á um 20 kílóum af fíkniefnum. Mirjam var burðardýr í málinu, en líkt og fram hefur komið sýndi hún fádæma samstarfsvilja sem fólst meðal annars í því að taka þátt í tálbeituaðgerð lögreglu. Lögmenn Mirjam og Atla Freys benda á að lögreglan hafi gert mistök þegar Atli Freyr var handtekinn skömmu eftir að Mirjam afhenti honum fíkniefnin í stað þess að honum væri veitt eftirför. Því er ekki vitað hver stóð að baki innflutningi fíkniefnanna laus og höfuðpaurinn gengur enn laus.

Í dómnum kom fram að Atli Freyr átti að sækja töskuna og fara með hana á Grand Hótel. Ljóst var að Atli Freyr kom hvergi að skipulagningu smyglisins en líkt og fyrr segir var hann handtekinn fljótlega eftir að hann tók á móti töskunum, eftir að lögreglan hafði skipt fíkniefnum út fyrir gerviefni og staðsetningar- og upptökubúnað. Það er því ljóst að mistök voru gerð þegar lögreglan fylgdi Atla Frey ekki eftir.

„Þegar ákærða Mirjam hafi verið komin inn á hótelið aftur hafi ákærði Atli verið handtekin,“ er það eina sem kemur fram í dómnum sjálfum um klúður lögreglu.

Þetta gagnrýnir Jóhannes, og eins það að Ástríður Grímsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjaness, hafi stöðvað spurningar verjenda um þetta atriði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár