Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sá sjálfur til þess að símtal hans við Geir H. Haarde forsætisráðherra þann 6. október árið 2008 var hljóðritað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hringdi Davíð hvorki úr eigin farsíma né vinnusíma heldur notaði hann eitt þeirra símtækja Seðlabankans sem sjálfkrafa eru hljóðrituð og ekki ætluð til persónulegra nota.
Geir vissi ekki að símtalið væri tekið upp, en viðmælendur blaðsins innan úr Seðlabankanum fullyrða að í ljósi aðstæðna og atvika sé beinlínis útilokað að Davíð hafi ekki gert sér grein fyrir því.
Athugasemdir