Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“

Mót­mæli gegn kyn­ferð­isof­beldi og launam­is­rétti í mið­borg Reykja­vík­ur.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“
Frá mótmælum kvenna Mótmæli hafa tíðkast á Kvennafrídaginn 24. október.

Boðað hefur verið til mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Yfirskrift mótmælanna er: „Engin helvítis blóm: Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“.

Í mótmælunum er fólk hvatt til að mála andlit sitt í appelsínugulum eða gulum lit í samræmi við prófílmyndir á Facebook. „Appelsínugular og gular prófílmyndir stíga út úr netheimum og mæta fólki í raunheimum. Tökum hinn fagra gjörning Eddu Ýr Garðarsdóttur lengra og mætum á Austurvöll 19. júní með appelsínugul eða gul andlit. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þau okkar sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða ef við viljum sýna brotaþolum samstöðu. Gular myndir eru líka fyrir þau okkar sem ekki eru tilbúin að opinbera sig því að til þess að galopna sig á þennan hátt er þörf á mikilli úrvinnslu. En sýnum samstöðu og berjumst gegn því ofbeldi sem þöggun er. Appelsínugular og gular prófílmyndir: Mætum á Austurvöll í allri okkar dýrð!“

Appelsínugular prófílmyndir á Facebook merkja að viðkomandi hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, en þær gulu merkja að viðkomandi þekki einhvern sem orðið hefur fyrir því.

Tilefni mótmælanna er ekki síst ákvörðun stjórnvalda að setja lög til að stöðva verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Konur hafa kvartað undan lágum launum í áraraðir, okkur er sagt að við þurfum að vera ákveðnar og sækja okkur. Hvað gerist þá? Það eru sett á okkur lög.“

Mótmælastaðan kemur í kjölfar „skrúðgöngu“ sem hefst klukkan 15.45 frá Miðbæjarskóla. Hér má kynna sér mótmælin.

Ræða frá karli í tilefni dagsins

Einn þátttakenda í mótmælunum, María Lilja Þrastardóttir, gagnrýnir opinbera hátíðardagskrá Kvenréttindadagsins á Facebook. „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði. Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af (með fullri virðingu) íhaldsamri forréttindakonu.“ 

„Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni.“

Í dag á milli klukkan 16 og 17 verður athöfn við Austurvöll í Reykjavík, og víðar um land. Dagskrána má sjá hér. Í Reykjavík mun Einar K. Guðfinsson veita ávarp frá svölum Alþingishússins. Þá mun Vigdís Finnbogadóttir flytja „ávarp til æskunnar“. Auk þess verður afhjúpuð höggmynd af fyrstu alþingiskonunni, Ingibjörgu H. Bjarnason, við Skála Alþingis. Nánari dagskrá í Reykjavík má sjá hér.

Fjölbreytt dagskrá ungra femínista

Auk athafnar á Austurvelli er fjölbreytt dagskrá á vegum UngFem í Ráðhúsinu undir slagorðinu: „Engin helvítis blóm“. Á dagskránni eru eftirfarandi atburðir:

- Hljómsveitt 
- Uppistand: Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir
- Myndband frá Kitty Von Sometime
- Fyrirlestur Eydísar Blöndal og Bjarkar Brynjarsdóttur um drusluskömmun
- Fyrirlestur Steinunnar Ólínu Hafliðadóttur um brotaþolendaskömm
- Skiltagerð í samvinnu við Druslugönguna
- Helstu tíðindi úr byltingum vetrarins, #konurtala og #freethenipple (bolir til sölu til styrktar Stígamótum!)
- Myndlist eftir Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur, Hildi Ásu Henrýsdóttur og Camillu Reuter
- Opinn míkrófónn, ljóðlist og ýmislegt fleira

Lokanir í tilefni dagsins

Þá verður starfsfólki Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga gefið frí í tilefni dagsins. „Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan 12.00. Þjónustuver Reykjavíkurborgar lokar klukkan 12 en opið verður í símaverinu til 16.15.

Lokað verður hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti en símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður opin.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn verða opin að venju.

Starfsfólk sorphirðunnar verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfastöðvum, þeir sem sinna öryggisþjónustu, svo sem umferðarljósaeftirliti ofl. Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00-18.00

Sundlaugarnar verða opnar.

Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu og í Höfðatorgi 12 – 14 verða lokaðar frá klukkan 12.00.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár