Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“

Mót­mæli gegn kyn­ferð­isof­beldi og launam­is­rétti í mið­borg Reykja­vík­ur.

Boðað til mótmæla: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“
Frá mótmælum kvenna Mótmæli hafa tíðkast á Kvennafrídaginn 24. október.

Boðað hefur verið til mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Yfirskrift mótmælanna er: „Engin helvítis blóm: Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“.

Í mótmælunum er fólk hvatt til að mála andlit sitt í appelsínugulum eða gulum lit í samræmi við prófílmyndir á Facebook. „Appelsínugular og gular prófílmyndir stíga út úr netheimum og mæta fólki í raunheimum. Tökum hinn fagra gjörning Eddu Ýr Garðarsdóttur lengra og mætum á Austurvöll 19. júní með appelsínugul eða gul andlit. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þau okkar sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða ef við viljum sýna brotaþolum samstöðu. Gular myndir eru líka fyrir þau okkar sem ekki eru tilbúin að opinbera sig því að til þess að galopna sig á þennan hátt er þörf á mikilli úrvinnslu. En sýnum samstöðu og berjumst gegn því ofbeldi sem þöggun er. Appelsínugular og gular prófílmyndir: Mætum á Austurvöll í allri okkar dýrð!“

Appelsínugular prófílmyndir á Facebook merkja að viðkomandi hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, en þær gulu merkja að viðkomandi þekki einhvern sem orðið hefur fyrir því.

Tilefni mótmælanna er ekki síst ákvörðun stjórnvalda að setja lög til að stöðva verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Konur hafa kvartað undan lágum launum í áraraðir, okkur er sagt að við þurfum að vera ákveðnar og sækja okkur. Hvað gerist þá? Það eru sett á okkur lög.“

Mótmælastaðan kemur í kjölfar „skrúðgöngu“ sem hefst klukkan 15.45 frá Miðbæjarskóla. Hér má kynna sér mótmælin.

Ræða frá karli í tilefni dagsins

Einn þátttakenda í mótmælunum, María Lilja Þrastardóttir, gagnrýnir opinbera hátíðardagskrá Kvenréttindadagsins á Facebook. „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði. Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af (með fullri virðingu) íhaldsamri forréttindakonu.“ 

„Í stað þess að mæta kröfum kvenna og 100+ ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni.“

Í dag á milli klukkan 16 og 17 verður athöfn við Austurvöll í Reykjavík, og víðar um land. Dagskrána má sjá hér. Í Reykjavík mun Einar K. Guðfinsson veita ávarp frá svölum Alþingishússins. Þá mun Vigdís Finnbogadóttir flytja „ávarp til æskunnar“. Auk þess verður afhjúpuð höggmynd af fyrstu alþingiskonunni, Ingibjörgu H. Bjarnason, við Skála Alþingis. Nánari dagskrá í Reykjavík má sjá hér.

Fjölbreytt dagskrá ungra femínista

Auk athafnar á Austurvelli er fjölbreytt dagskrá á vegum UngFem í Ráðhúsinu undir slagorðinu: „Engin helvítis blóm“. Á dagskránni eru eftirfarandi atburðir:

- Hljómsveitt 
- Uppistand: Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir
- Myndband frá Kitty Von Sometime
- Fyrirlestur Eydísar Blöndal og Bjarkar Brynjarsdóttur um drusluskömmun
- Fyrirlestur Steinunnar Ólínu Hafliðadóttur um brotaþolendaskömm
- Skiltagerð í samvinnu við Druslugönguna
- Helstu tíðindi úr byltingum vetrarins, #konurtala og #freethenipple (bolir til sölu til styrktar Stígamótum!)
- Myndlist eftir Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur, Hildi Ásu Henrýsdóttur og Camillu Reuter
- Opinn míkrófónn, ljóðlist og ýmislegt fleira

Lokanir í tilefni dagsins

Þá verður starfsfólki Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga gefið frí í tilefni dagsins. „Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan 12.00. Þjónustuver Reykjavíkurborgar lokar klukkan 12 en opið verður í símaverinu til 16.15.

Lokað verður hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti en símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður opin.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn verða opin að venju.

Starfsfólk sorphirðunnar verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfastöðvum, þeir sem sinna öryggisþjónustu, svo sem umferðarljósaeftirliti ofl. Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00-18.00

Sundlaugarnar verða opnar.

Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu og í Höfðatorgi 12 – 14 verða lokaðar frá klukkan 12.00.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár