Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson kallar hópinn sem keypti Búnaðarbankann af ríkinu „svika-hópinn“ og kallar eftir rannsókn á einkavæðingu ríkisbankanna árið 2003.
Björgólfur, sem keypti sjálfur kjölfestuhlut í Landsbankanum af ríkinu ásamt föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, og Magnúsi Þorsteinssyni, í kjölfar þess að meðlimur einkavæðinganefndar sagði af sér vegna vondra vinnubragða nefndarinnar, segir S-hóp Ólafs Ólafssonar, Finns Ingólfssonar og fleiri hafa breytt einkavæðingarferlinu.
„Hópur þjóðkunnra tækifærissinna setti saman Svika-hópinn sem átti ekkert erlent fjármagn og var skuldsettur upp að öxlum, notaðist við lánsfé og tók síðan fleiri lán til viðbótar. Allt einkavæðingarferlið breyttist strax og Svika-hópurinn kom að því. Svika-hópurinn þurfti samt að sýna fram á, að hann styddist við öflugan, erlendan banka, til að eiga von til þess að ríkið vildi selja þessum samansafni lukkuriddara ráðandi hlut í Búnaðarbankanum. Lengi vel létu þeir eins og franski stórbankinn Société Général væri með þeim í kaupunum, en að lokum reyndist stóri, erlendi …
Athugasemdir