Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins bend­ir á að skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­fólks hef­ur auk­ist vegna launa­hækk­ana. Hjá tekju­hæstu 20 pró­sent­un­um hef­ur hins veg­ar skatt­byrð­in minnk­að þrátt fyr­ir aukn­ar tekj­ur.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur eðlilegt að skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa hafi aukist á kjörtímabilinu í ljósi þess að laun hafi hækkað. Hann gerir ekki athugasemd við að skattbyrði þeirra tekjuhæstu hafi minnkað á sama tíma jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest.

Bjarni birti Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann bregst við fréttaflutningi Stundarinnar og umfjöllun Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, um aukna skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa á yfirstandandi kjörtímabili. 

„Þessi umræða er með því daprasta sem ég hef séð lengi,“ skrifar Bjarni og bendir á að tekjuskattsprósentan hafi vissulega verið lækkuð í tíð ríkisstjórnarinnar. „Það er sama hvaða tekjur þú hefur, tekjuskatturinn hefur lækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Við höfum lækkað lægsta þrepið og afnumið miðþrepið. Fyrir langflesta hefur tekjuskatturinn lækkað um 3,3 prósentustig.“

Þá fullyrðir Bjarni að þess sé „hvergi getið að meginástæðan fyrir því að nær allar tekjutíundir greiða hærra hlutfall af launum í skatt, þrátt fyrir lægri tekjuskatt, er einföld: Launin hafa hækkað verulega“.

Í umfjöllun Stundarinnar var hins vegar skýrt tekið fram að þróun skattbyrðinnar hefði að miklu leyti ráðist „af þróun verðlags og launa og eftir atvikum af breytingum á tekjustiganum, en jafnframt af brottfalli auðlegðarskatts og auknu vægi fjármagnstekna sem skattlagðar eru minna en launatekjur“. 

Indriði H. Þorláksson bendir einnig á það í grein sinni að aukin skattbyrði geti stafað af hækkun launa; sú hafi að vissu leyti verið raunin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í kringum aldamótin. „Það er að hluta tæknilega rétt, en skýrir ekki af hverju ekki var brugðist við og komið í veg fyrir hækkun skatta og einkum því að þeir lendi í meira mæli á lágum tekjum en háum,“ skrifar Indriði sem telur að hafa þurfi í huga að afleiðingar skattkerfis eru að vissu leyti undir ytri aðstæðum komnar sem ekki eru alltaf fyrirséðar svo sem þróun í verðlagsmálum og launum. „Þau áhrif geta breytt skattbyrði og dreifingu hennar án breytinga á lögum en ætla verður að stjórnmálamenn séu meðvitaðir um þessi áhrif og bregðist við þeim eftir því sem tilefni er til,“ skrifar hann. 

Bjarni skrifar: „Hin raunverulega frétt er ekki sú að skattbyrði allra tekjutíunda sé að vaxa. Fréttin er: allir hafa mun hærri laun.“

Eins og Stundin hefur áður greint frá jókst skattbyrði beinna skatta hjá 80 prósentum framteljenda á tímabilinu 2012 til 2015 en hjá tekjuhæstu 20 prósentunum minnkaði skattbyrðin. Ljóst er að launahækkanir geta ekki skýrt lægri skattbyrði tekjuhæstu 20 prósentanna.

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár