Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins bend­ir á að skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­fólks hef­ur auk­ist vegna launa­hækk­ana. Hjá tekju­hæstu 20 pró­sent­un­um hef­ur hins veg­ar skatt­byrð­in minnk­að þrátt fyr­ir aukn­ar tekj­ur.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur eðlilegt að skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa hafi aukist á kjörtímabilinu í ljósi þess að laun hafi hækkað. Hann gerir ekki athugasemd við að skattbyrði þeirra tekjuhæstu hafi minnkað á sama tíma jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest.

Bjarni birti Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann bregst við fréttaflutningi Stundarinnar og umfjöllun Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, um aukna skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa á yfirstandandi kjörtímabili. 

„Þessi umræða er með því daprasta sem ég hef séð lengi,“ skrifar Bjarni og bendir á að tekjuskattsprósentan hafi vissulega verið lækkuð í tíð ríkisstjórnarinnar. „Það er sama hvaða tekjur þú hefur, tekjuskatturinn hefur lækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Við höfum lækkað lægsta þrepið og afnumið miðþrepið. Fyrir langflesta hefur tekjuskatturinn lækkað um 3,3 prósentustig.“

Þá fullyrðir Bjarni að þess sé „hvergi getið að meginástæðan fyrir því að nær allar tekjutíundir greiða hærra hlutfall af launum í skatt, þrátt fyrir lægri tekjuskatt, er einföld: Launin hafa hækkað verulega“.

Í umfjöllun Stundarinnar var hins vegar skýrt tekið fram að þróun skattbyrðinnar hefði að miklu leyti ráðist „af þróun verðlags og launa og eftir atvikum af breytingum á tekjustiganum, en jafnframt af brottfalli auðlegðarskatts og auknu vægi fjármagnstekna sem skattlagðar eru minna en launatekjur“. 

Indriði H. Þorláksson bendir einnig á það í grein sinni að aukin skattbyrði geti stafað af hækkun launa; sú hafi að vissu leyti verið raunin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í kringum aldamótin. „Það er að hluta tæknilega rétt, en skýrir ekki af hverju ekki var brugðist við og komið í veg fyrir hækkun skatta og einkum því að þeir lendi í meira mæli á lágum tekjum en háum,“ skrifar Indriði sem telur að hafa þurfi í huga að afleiðingar skattkerfis eru að vissu leyti undir ytri aðstæðum komnar sem ekki eru alltaf fyrirséðar svo sem þróun í verðlagsmálum og launum. „Þau áhrif geta breytt skattbyrði og dreifingu hennar án breytinga á lögum en ætla verður að stjórnmálamenn séu meðvitaðir um þessi áhrif og bregðist við þeim eftir því sem tilefni er til,“ skrifar hann. 

Bjarni skrifar: „Hin raunverulega frétt er ekki sú að skattbyrði allra tekjutíunda sé að vaxa. Fréttin er: allir hafa mun hærri laun.“

Eins og Stundin hefur áður greint frá jókst skattbyrði beinna skatta hjá 80 prósentum framteljenda á tímabilinu 2012 til 2015 en hjá tekjuhæstu 20 prósentunum minnkaði skattbyrðin. Ljóst er að launahækkanir geta ekki skýrt lægri skattbyrði tekjuhæstu 20 prósentanna.

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár