„Menn hafa togast á um orðanotkun í þessum málum en nú liggur fyrir að fram fór samtal við kröfuhafa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag þegar rætt var um stöðugleikaskatt og losun gjaldeyrishafta. „Það liggur fyrir að fulltrúar stjórnvalda áttu samtal við kröfuhafa. Þar var hlustað eftir sjónarmiðum kröfuhafa og stöðugleikaskilyrðin ákveðin í kjölfarið.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ítrekað þrætt fyrir að viðræður við kröfuhafa hafi átt sér stað. Þann 23. janúar í fyrra birtist viðtal við Sigmund Davíð á Eyjunni þar sem fram kom að aldrei hefði staðið til að fara í viðræður við kröfuhafa. „Við erum ekki í viðræðum við þessa kröfuhafa og munum ekki vera það. Það mun aldrei verða,“ var haft eftir honum. Þá sagðist hann telja kröfuhafa bíða eftir því að ríkisstjórnin stigi inn í ferlið. Það myndi hins vegar ekki gerast: „Þetta er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar. Eina hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta hvort þeir komi fram með lausn sem gerir afnám gjaldeyrishafta mögulegt.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því hins vegar á Alþingi í gær hvernig stjórnvöld handvöldu áhrifamikla kröfuhafa til samtals við sig.
„Við höfum fengið vísbendingar um að nauðasamningar kunni að vera sú leið sem kröfuhafar fallinna fjármálafyrirtækja muni kjósa fremur en sú leið að fá á sig skattinn,“ sagði hann og bætti við: „En við skulum hafa í huga í því sambandi að þar eru ekki kröfuhafar að tala í krafti atkvæðagreiðslu en þó er þar um að ræða hóp kröfuhafa í hverju slitabúi fyrir sig sem stjórnvöld handvöldu eiginlega til samtals um þessi mál vegna þess að fyrir lá að þeir færu með áhrifamikinn hlut í hverju búi um sig.“
Tafðist um ár
Í nýlegri skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar, sem unnin var að beiðni slitastjórnar Glitnis, kemur fram
Athugasemdir