Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Biggi lögga kraumar af reiði vegna úrræðaleysis

Birg­ir Örn Guð­jóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Biggi lögga, birti í gær­kvöldi hjart­næm­an pist­il um reynslu sína af ein­hverf­um 14 ára dreng. Dreng­ur­inn hafði kom­ist í áfengi og í kjöl­far þess skor­ið sjálf­an sig með hníf. Hon­um var kom­ið und­ir lækn­is­hend­ur en þar sem hann var drukk­inn voru eng­in úr­ræði fyr­ir hendi til að vista hann und­ir eft­ir­liti sér­fræð­inga.

Biggi lögga kraumar af reiði vegna úrræðaleysis

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, birti í gærkvöldi hjartnæman pistil um reynslu sína af einhverfum 14 ára dreng. Birgir segir að málið hafi setið í sér. Hann segist ítrekað hafa verið kallaður að heimili drengsins til að aðstoða foreldra hans. Steininn hafi þó tekið út á dögunum þegar við blasti algjört úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins gagnvart drengnum. Drengur hafði komist í áfengi og í kjölfar þess skorið sjálfan sig með hníf. Honum var komið undir læknishendur en þar sem hann var drukkinn voru engin úrræði voru fyrir hendi til að vista hann undir eftirliti sérfræðinga. Birgir segist ekki hafa trúað eigin eyrum þegar stungið var upp á því að drengurinn yrði sendur á Stuðla.

„Lögreglumenn fara gjarnan í mál sem erfitt er að skilja eftir þegar þeir fara heim af vaktinni. Um daginn fór ég í eitt slíkt. Það situr ekki í mér vegna þess að það var eitthvað andlega eða líkamlega erfitt, heldur frekar vegna þess að það framkallaði í mér ákveðna reiði. Það er vont,“ skrifar Birgir.

Róaði drenginn

Birgir rekur sögu sína af drengnum en í gegnum tíðina hefur hann oft þurft að hafa afskipti af honum. Hann segir að hann hafi fyrst komið á heimili drengsins þegar hann neitaði að koma út úr herbergi sínu. „Fyrir nokkru síðan fór ég í útkall á heimili þar sem 14 ára einhverfur drengur átti mjög erfitt og heimilisfólkið réð ekki við hann. Þegar við komum á vettvang hafði drengurinn lokað sig inni í herbergi. Ég fór inn til hans og ræddi við hann í góða stund. Hann róaðist og við sömdum um að ég myndi líta til hans næst þegar ég væri á vakt og taka hann með í bíltúr á löggubílnum. Ég stóð auðvitað við það og við áttum fína stund saman þar sem ég sýndi honum allar löggugræjurnar og við spjölluðum um daginn og veginn,“ skrifar Birgir.

„Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði.“

Hafði skorið sjálfan sig

Nýverið var Birgir kallaður aftur á heimilið en þá hafði drengurinn komist í áfengi. Þegar Birgir mætir á staðinn hafði drengurinn, sem aldrei hafði smakkað áfengi áður, drukkið níu bjóra. „Um daginn var lögreglan aftur kölluð á þetta heimili. Klukkan var um eitt að nóttu til og foreldrarnir höfðu vaknað við óp í drengnum. Kom þá í ljós að hann hafði komist í bjór sem faðir hans átti. Hafði þá þessi drengur sem aldrei áður hafði bragðað áfengi, drukkið níu bjóra á mjög skömmum tíma. Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði. Þegar við komum á staðinn leið honum mjög illa. Hann lá á forstofugólfinu og engdist um. Það var ekki hægt að ná til hans og hann var allur útældur.

Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn treystu sér ekki til að flytja hann á slysadeild þar sem hann var mjög æstur og ógnandi. Ég fékk því stóran lögreglubíl á vettvang og var hann fluttur með honum. Móðir hans fór líka á slysadeildina í fylgd barnaverndarfulltrúa sem einnig var kallaður á vettvang. Eftir á heimilinu var faðirinn auk sex ára systur drengsins, sem var sem betur fer sofandi allan tímann,“ skrifar Birgir.

„Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.“

Boðið að fara á Stuðla

Það var þó ekki fyrr en komið var slysadeild sem reiðin fór að krauma í Birgi. „Á slysadeild tók við honum það frábæra starfsfólk sem þar vinnur. Á meðan sárið var saumað reyndi barnaverndarfulltrúinn að finna einhver úrræði fyrir drenginn. Hann var eins og áður sagði einhverfur, leið gífurlega illa, hafði reynt að skaða sjálfan sig og talaði um að skaða sig meira. Það varð að finna bráðaúrræði fyrir hann. Það sem kom út úr símtölum barnaverndarfulltrúans var ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt. Þar sem hann var undir áhrifum áfengis vildi heilbrigðiskerfið ekki taka við honum. Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.

Ég hef áður lent í því að þurfa til dæmis að setja veika einstaklinga í fangaklefa vegna þess að þeir passa hvergi inn í kerfið, en þarna var ég með fárveikt barn og enginn vildi taka við því. Móðir hans, sem greinilega hefur þurft að þola ýmislegt var ráðþrota. Hún treysti sér ekki til að taka hann heim þar sem systir hans var sofandi og ég skildi hana alveg. Drengurinn þurfti eftirlit og hann þurfti hjálp. Ég fann reiðina krauma í mér. Við sáum samt að það eina í stöðunni var að aka honum aftur heim. Þar tóku móðir hans og barnaverndarfulltrúinn við honum og háttuðu hann upp í rúm. Við lögreglumennirnir kvöddum og héldum áfram að sinna útköllum sem biðu,“ skrifar Birgir.

Lögreglan einhverskonar „ruslakista“

Birgir segir að málið hafi á endanum farið vel, drengurinn hafi daginn eftir fengið viðtal á BUGL. Lögreglumaðurinn bendir á allt of oft sé litið á lögregluna sem einhverskonar ruslakistu samfélagsins. „Ég heyrði í móðurinni í dag. Hún sagði að þessi uppákoma hefði eðlilega sett ýmisleg úr skorðum hjá þeim. Hann hafi samt farið í viðtal á BUGL daginn eftir sem er gott. Hún sagði samt að sonur hennar hafi sjálfur verið hissa á því að hann hafi farið heim aftur. Ég get ekki sagt allt það sem drengurinn sagði þann tíma sem við vorum yfir honum en ég get sagt það að hann var að kalla á hjálp. Mér finnst sú staðreynd að hann hafi verið undir áhrifum ekki breyta neinu um það að hann hafi átt rétt á þeirri hjálp strax. Fjölskyldan öll átti rétt á því. Í samtalinu við móðurina gaf hún mér leyfi til að skrifa nokkrar línur um þetta mál og hún hvatti mig meira að segja til þess. Það ætti að segja eitthvað.

Ég skrifa þetta samt alls ekki til að dæma þá sem sögðust ekki getað tekið við þessum dreng þessa tilteknu nótt. Það eru einstaklingar sem eru að gera sitt besta í kerfi sem greinilega er götótt. Því miður er lögreglan oft notuð sem einhverskonar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til. Það á gjarnan við þegar um er að ræða fíkla eða geðsjúka einstaklinga. Þegar enginn vill þá enda þeir í höndunum á okkur. Ég veit ekki hver lausnin á þessum vanda er, enda er ég ekki sérfræðingur í heilbrigðismálum. Ég veit bara að veikir einstaklingar sem lögreglan er oft með í höndunum ættu oft mun frekar heima innan heilbrigðiskerfisins. Ekki vegna þess að við viljum ekki aðstoða þá, heldur vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk eru sérfræðingarnir.

Ég veit að þessi mál eru í sífelldri skoðun og lagfæringu og ég vona að þessi orð verði til þess að blása mönnum enn meiri vilja í brjóst við að halda þeirri vinnu áfram. Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum. Það er eitthvað rangt við það. Við erum föst í einhverjum vítahring með þessi mál. Það er samstarfsverkefni okkar allra að lagfæra þessi mál til þess að þeir sem minnst mega sín fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Kerfið og hugarfarið í þessum málum þarfnast lagfæringar,“ skrifar Birgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár