Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Biggi lögga kraumar af reiði vegna úrræðaleysis

Birg­ir Örn Guð­jóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Biggi lögga, birti í gær­kvöldi hjart­næm­an pist­il um reynslu sína af ein­hverf­um 14 ára dreng. Dreng­ur­inn hafði kom­ist í áfengi og í kjöl­far þess skor­ið sjálf­an sig með hníf. Hon­um var kom­ið und­ir lækn­is­hend­ur en þar sem hann var drukk­inn voru eng­in úr­ræði fyr­ir hendi til að vista hann und­ir eft­ir­liti sér­fræð­inga.

Biggi lögga kraumar af reiði vegna úrræðaleysis

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, birti í gærkvöldi hjartnæman pistil um reynslu sína af einhverfum 14 ára dreng. Birgir segir að málið hafi setið í sér. Hann segist ítrekað hafa verið kallaður að heimili drengsins til að aðstoða foreldra hans. Steininn hafi þó tekið út á dögunum þegar við blasti algjört úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins gagnvart drengnum. Drengur hafði komist í áfengi og í kjölfar þess skorið sjálfan sig með hníf. Honum var komið undir læknishendur en þar sem hann var drukkinn voru engin úrræði voru fyrir hendi til að vista hann undir eftirliti sérfræðinga. Birgir segist ekki hafa trúað eigin eyrum þegar stungið var upp á því að drengurinn yrði sendur á Stuðla.

„Lögreglumenn fara gjarnan í mál sem erfitt er að skilja eftir þegar þeir fara heim af vaktinni. Um daginn fór ég í eitt slíkt. Það situr ekki í mér vegna þess að það var eitthvað andlega eða líkamlega erfitt, heldur frekar vegna þess að það framkallaði í mér ákveðna reiði. Það er vont,“ skrifar Birgir.

Róaði drenginn

Birgir rekur sögu sína af drengnum en í gegnum tíðina hefur hann oft þurft að hafa afskipti af honum. Hann segir að hann hafi fyrst komið á heimili drengsins þegar hann neitaði að koma út úr herbergi sínu. „Fyrir nokkru síðan fór ég í útkall á heimili þar sem 14 ára einhverfur drengur átti mjög erfitt og heimilisfólkið réð ekki við hann. Þegar við komum á vettvang hafði drengurinn lokað sig inni í herbergi. Ég fór inn til hans og ræddi við hann í góða stund. Hann róaðist og við sömdum um að ég myndi líta til hans næst þegar ég væri á vakt og taka hann með í bíltúr á löggubílnum. Ég stóð auðvitað við það og við áttum fína stund saman þar sem ég sýndi honum allar löggugræjurnar og við spjölluðum um daginn og veginn,“ skrifar Birgir.

„Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði.“

Hafði skorið sjálfan sig

Nýverið var Birgir kallaður aftur á heimilið en þá hafði drengurinn komist í áfengi. Þegar Birgir mætir á staðinn hafði drengurinn, sem aldrei hafði smakkað áfengi áður, drukkið níu bjóra. „Um daginn var lögreglan aftur kölluð á þetta heimili. Klukkan var um eitt að nóttu til og foreldrarnir höfðu vaknað við óp í drengnum. Kom þá í ljós að hann hafði komist í bjór sem faðir hans átti. Hafði þá þessi drengur sem aldrei áður hafði bragðað áfengi, drukkið níu bjóra á mjög skömmum tíma. Svo hafði hann tekið stóran eldhúshníf og skorið sig í annan handlegginn, þar á meðal einum mjög djúpum skurði. Þegar við komum á staðinn leið honum mjög illa. Hann lá á forstofugólfinu og engdist um. Það var ekki hægt að ná til hans og hann var allur útældur.

Sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn treystu sér ekki til að flytja hann á slysadeild þar sem hann var mjög æstur og ógnandi. Ég fékk því stóran lögreglubíl á vettvang og var hann fluttur með honum. Móðir hans fór líka á slysadeildina í fylgd barnaverndarfulltrúa sem einnig var kallaður á vettvang. Eftir á heimilinu var faðirinn auk sex ára systur drengsins, sem var sem betur fer sofandi allan tímann,“ skrifar Birgir.

„Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.“

Boðið að fara á Stuðla

Það var þó ekki fyrr en komið var slysadeild sem reiðin fór að krauma í Birgi. „Á slysadeild tók við honum það frábæra starfsfólk sem þar vinnur. Á meðan sárið var saumað reyndi barnaverndarfulltrúinn að finna einhver úrræði fyrir drenginn. Hann var eins og áður sagði einhverfur, leið gífurlega illa, hafði reynt að skaða sjálfan sig og talaði um að skaða sig meira. Það varð að finna bráðaúrræði fyrir hann. Það sem kom út úr símtölum barnaverndarfulltrúans var ekki neitt. Nákvæmlega ekki neitt. Þar sem hann var undir áhrifum áfengis vildi heilbrigðiskerfið ekki taka við honum. Okkur var bent á að hugsanlega væri hægt að koma honum á Stuðla. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.

Ég hef áður lent í því að þurfa til dæmis að setja veika einstaklinga í fangaklefa vegna þess að þeir passa hvergi inn í kerfið, en þarna var ég með fárveikt barn og enginn vildi taka við því. Móðir hans, sem greinilega hefur þurft að þola ýmislegt var ráðþrota. Hún treysti sér ekki til að taka hann heim þar sem systir hans var sofandi og ég skildi hana alveg. Drengurinn þurfti eftirlit og hann þurfti hjálp. Ég fann reiðina krauma í mér. Við sáum samt að það eina í stöðunni var að aka honum aftur heim. Þar tóku móðir hans og barnaverndarfulltrúinn við honum og háttuðu hann upp í rúm. Við lögreglumennirnir kvöddum og héldum áfram að sinna útköllum sem biðu,“ skrifar Birgir.

Lögreglan einhverskonar „ruslakista“

Birgir segir að málið hafi á endanum farið vel, drengurinn hafi daginn eftir fengið viðtal á BUGL. Lögreglumaðurinn bendir á allt of oft sé litið á lögregluna sem einhverskonar ruslakistu samfélagsins. „Ég heyrði í móðurinni í dag. Hún sagði að þessi uppákoma hefði eðlilega sett ýmisleg úr skorðum hjá þeim. Hann hafi samt farið í viðtal á BUGL daginn eftir sem er gott. Hún sagði samt að sonur hennar hafi sjálfur verið hissa á því að hann hafi farið heim aftur. Ég get ekki sagt allt það sem drengurinn sagði þann tíma sem við vorum yfir honum en ég get sagt það að hann var að kalla á hjálp. Mér finnst sú staðreynd að hann hafi verið undir áhrifum ekki breyta neinu um það að hann hafi átt rétt á þeirri hjálp strax. Fjölskyldan öll átti rétt á því. Í samtalinu við móðurina gaf hún mér leyfi til að skrifa nokkrar línur um þetta mál og hún hvatti mig meira að segja til þess. Það ætti að segja eitthvað.

Ég skrifa þetta samt alls ekki til að dæma þá sem sögðust ekki getað tekið við þessum dreng þessa tilteknu nótt. Það eru einstaklingar sem eru að gera sitt besta í kerfi sem greinilega er götótt. Því miður er lögreglan oft notuð sem einhverskonar „ruslakista“ þegar veikir einstaklingar passa ekki í mótin sem kerfið hefur búið til. Það á gjarnan við þegar um er að ræða fíkla eða geðsjúka einstaklinga. Þegar enginn vill þá enda þeir í höndunum á okkur. Ég veit ekki hver lausnin á þessum vanda er, enda er ég ekki sérfræðingur í heilbrigðismálum. Ég veit bara að veikir einstaklingar sem lögreglan er oft með í höndunum ættu oft mun frekar heima innan heilbrigðiskerfisins. Ekki vegna þess að við viljum ekki aðstoða þá, heldur vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk eru sérfræðingarnir.

Ég veit að þessi mál eru í sífelldri skoðun og lagfæringu og ég vona að þessi orð verði til þess að blása mönnum enn meiri vilja í brjóst við að halda þeirri vinnu áfram. Ölvun eða annarlegt ástand má ekki taka neinn rétt af veikum einstaklingum. Það er eitthvað rangt við það. Við erum föst í einhverjum vítahring með þessi mál. Það er samstarfsverkefni okkar allra að lagfæra þessi mál til þess að þeir sem minnst mega sín fái þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Kerfið og hugarfarið í þessum málum þarfnast lagfæringar,“ skrifar Birgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár