Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra fékk mótframbjóðanda sinn á fund

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vék stutt­lega af þing­fundi á þriðju­dag með­an fjár­mála­áætl­un hans var til um­ræðu til að funda með mót­fram­bjóð­anda sín­um til for­manns Holl­vina­fé­lags Mennta­skól­ans í Reykja­vík. „Þetta kall­ast nefni­lega að sitja beggja vegna borðs­ins, og er ein­fald­lega ekki í lagi,“ seg­ir þing­kona Pírata.

Ráðherra fékk mótframbjóðanda sinn á fund

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vék stuttlega af þingfundi á þriðjudag meðan fjármálaáætlun hans var til umræðu til að funda með mótframbjóðanda sínum til formanns Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík

„Það var ánægjulegt að hitta Benedikt og áttum við málefnalegt samtal um framtíð og tilgang Hollvinafélagsins og kosningarnar sem ég tel að verði afar spennandi,“ skrifar Hrafnkell Hringur Helgason, sem býður sig fram gegn Benedikt, í stöðuuppfærslu um málið á Facebook. 

Benedikt hefur sætt gagnrýni fyrir að sækjast eftir endurkjöri sem formaður hollvinafélags framhaldsskóla meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra.

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, fullyrðir að það sé „hagsmunaárektstur með meiru að fjármálaráðherra fari með formannsstöðu í samtökum sem eru beinlínis stofnuð til þess að verja hagsmuni skólans gagnvart niðurskurði ríkisins í garð framhaldsskólakerfisins á sama tíma og hann situr sjálfur með niðurskurðarhnífinn í hendinni“. Segir hún að slíkt rýri trúverðugleika Benedikts sem fjármálaráðherra.

„Mun hann nota aðstöðu sína til þess að hygla einum framhaldsskóla umfram öðrum þar sem hann er nú kominn í stöðu til þess? Fjármálaráðherra þarf að vera hafinn yfir allan vafa í svona málum. Þetta kallast nefnilega að sitja beggja vegna borðsins, og er einfaldlega ekki í lagi,“ skrifar Ásta Guðrún á Facebook, en fleiri núverandi og fyrrverandi þingmenn hafa furðað sig á málinu á samfélagsmiðlum.

Enn hafa ekki verið birtar upplýsingar um mótframboðið gegn Benedikt Jóhannessyni á vef Menntaskólans í Reykjavík né á vef Hollvinafélags skólans. Í stöðuuppfærslu sinni á þriðjudag sagði Hringur að Benedikt hefði heitið sér „að hann myndi hlutast til um að aðalfundargögn yrðu leiðrétt og tilkynnt yrði um framboð“ hans. Ekki hefur ræst úr því. 

„Það kemur mér á óvart og mér finnst þetta vont. Ég hélt að venjan væri sú, þegar kosið er í stjórn og formennsku félaga, að tilkynnt væri um framkomin framboð þegar framboðsfrestur rynni út. Hér sýnist mér að ekki sé gætt jafnræðis milli framboðs míns og framboðs fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Hrafnkell Hringur í samtali við Stundina. 

„Hér sýnist mér að ekki sé gætt jafnræðis milli framboðs míns og framboðs fjármála- og efnahagsráðherra“

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Þá hefur ríkisstjórnin einnig sætt gagnrýni vegna áforma um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. 

Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundurinn fer fram á laugardaginn á hátíðarsal skólans. 

Uppfært kl. 19:30: Upplýsingar um aðalfundinn á vef MR voru leiðréttar að frumkvæði skólastjórnenda eftir að fréttin birtist. Nokkru seinna var skjalinu á vef Hollvinafélagsins einnig breytt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár