Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir auk­inn fjölda er­lendra borg­ara á Ís­landi á með­al þess sem hafi kall­að á auk­inn vopna­burð lög­reglu. Rík­is­lög­reglu­stjóri get­ur ein­hliða ákveð­ið að auka vopna­burð sér­sveit­ar­inn­ar.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen segir árásirnar í Lundúnaborg hafa orðið til þess að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri nefnir bæði mannskæðar árásir í erlendum borgum og aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi sem ástæður þess að lögregla hafi þurft að auka viðbúnað sinn á fjöldasamkomum. Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Haraldur segir ljóst að sami viðbúnaður verði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní um næstu helgi og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Hann segir að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt eftir að óðir menn hafi gengið og ekið um götur Lundúnaborgar fyrir skemmstu og myrt þar saklausa borgara. Hann nefnir einnig árásir í Stokkhólmi, Manchester og í París, en að nýjustu árásirnar í Lundúnum hafi gert útslagið. „Það var sá atburður sem varð til þess að við óskuðum eftir mati greiningadeildar ríkislögreglustjóra á því hvort við myndum bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti og niðurstaðan varð sú að sérsveitarmenn, sem að öllu jöfnu eru með vopnin sín í sérsveitarbílunum, eru núna með skammbyssur á lærinu. Þeir eru þá tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl á samkomum, nú aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem tugir þúsunda eru samankomnir á skemmtunum sem eru haldnar hérna,“ segir Haraldur. Um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, sem sé endurmetin frá degi til dags. 

„Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Aðspurður hvort það liggi ekki fyrir mat á innlendum aðstæðum minnir Haraldur á að viðbúnaðarstigið sé enn í meðallagi. „Þessir atburðir erlendis hafa beinst að almennum borgurum og þegar við erum að skoða ástandið hér á landi, þar sem fjöldi fólks kemur saman, þá vill lögreglan vera viðbúin til þess að grípa inn í án tafar, án þess að þurfa að hörfa af vettvangi, leita að sínum vopnum og koma svo aftur inn á vettvang sem kannski er lokaður og tugir þúsunda manna samankomnir. Þannig það er mjög erfitt fyrir lögreglu að nálgast viðburð sem á sér stað í slíkri mannþröng. Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Almenningur margoft séð sérsveitina undir vopnum

Haraldur segir að það sem geti gerst annars staðar geti hugsanlega gerst á Íslandi. Ekki sé hægt að útiloka að atburðir líkt og þeir sem áttu sér stað í London, París, Brussel og víðar í Evrópu geti átt sér stað hér á landi. Hann nefnir voðaverk Anders Breivik í Noregi árið 2011, en fáir hafi talið líklegt að slíkir atburðir gætu gerst í Noregi. „Við verðum að ganga út frá því að lögreglan geti tryggt öryggi borgaranna og verndað borgarana gagnvart óðum mönnum sem hugsanlega kunna að birtast hér eins og þeir birtust í London,“ segir hann. 

En hvers vegna núna? Þú nefnir til dæmis Noreg, en margir telja íslenskt samfélag mun líkara því norska. Hvers vegna varð ekki þessi viðbúnaður eftir voðaverkin í Noregi?

„Menn töldu það vera mjög sérstæðan, einstakan atburð sem myndi ekki eiga hliðstæðu á Norðurlöndunum,“ svarar Haraldur. „Síðan koma þessi hryðjuverk hvert á fætur öðru, og ekki alltaf hryðjuverkamenn heldur morðóðir menn. Þetta hefur verið að færast nær okkur, eins og ég segi þá hefur þetta verið í þessum borgum og þessu er beint að almennum borgurum. Það virðist ekki skipta máli hvort það eru konur og börn, það virðist bara vera tilgangurinn að myrða sem flesta og valda sem mestum skaða og óróa í samfélaginu. Þannig við viljum reyna allt sem við getum hér, íslenska lögreglan, til þess að tryggja öryggi borgaranna og öruggt samfélag. Það er tilgangurinn með þessu.“

En hvað segirðu þá við þá borgara sem hafa lýst yfir óánægju með þetta og segja að sýnileiki vopna sé ekki til þess fallinn að vekja með þeim öryggiskennd? 

„Ég vil nú segja almennt séð að íslensku almenningur þekkir vel hina vopnuðu lögreglu, þekkir vel vinnubrögð sérsveitarinnar og hefur margoft séð sérsveitina undir vopnum.“ 

Vopnaútköll sérsveitarinnar stóraukist

Haraldur segir að Ríkislögreglustjóri geti einhliða ákveðið að auka vopnaburð lögreglunnar. Ekki þurfi að fá samþykki hjá dómsmálaráðherra eða þjóðaröryggisráði, svo eitthvað sé nefnt. „Sérsveitin er á ábyrgð ríkislögreglustjóra. Þetta er eina vopnaða lögreglan í landinu og hún heyrir undir ríkislögreglustjóra. Og það er hans að vega og meta og taka ákvarðanir um það með hvaða hætti sérsveitin starfar,“ segir hann. 

„Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara.“

Þá segir hann verkefni sérsveitarinnar, sem kalli á vopnaburð, hafa aukist gríðarlega í ár. „Bara núna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs þá eru eitt hundrað tilvik þar sem vopnuð sérsveitin er kölluð til. Það er jafnmikill fjöldi og var allt árið 2016. Þannig þessi vopnaútköll sérsveitarinnar hafa stóraukist.“ 

Hvers vegna heldurðu að það sé?

„Ætli það sé ekki í fyrsta lagi vegna þess að lögreglumenn eru orðnir meðvitaðri um að það þurfi að tryggja vettvang, það þurfi að tryggja lögreglumenn og starfsemi þeirra á vettvangi. Verkefnin eru orðin erfiðari. Það er til dæmis töluvert um hnífamál sem lögregla þarf að takast á við. Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara, bæði þeirra sem starfa hér og dvelja hér, ferðamenn, hælisleitendur og svo framvegis. Þannig að samsetningin hér á hverjum tíma af því fólki sem er í landinu hefur breyst mjög verulega undanfarin tíu, fimmtán ár.“ 

Og það kallar á þessi viðbrögð?

„Allt kallar þetta, bæði þróunin í nágrannalöndunum, breytt samfélag hér, allt hefur þetta kallað á að lögreglan þarf að aðlagast breyttum tíma.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár