Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir auk­inn fjölda er­lendra borg­ara á Ís­landi á með­al þess sem hafi kall­að á auk­inn vopna­burð lög­reglu. Rík­is­lög­reglu­stjóri get­ur ein­hliða ákveð­ið að auka vopna­burð sér­sveit­ar­inn­ar.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen segir árásirnar í Lundúnaborg hafa orðið til þess að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri nefnir bæði mannskæðar árásir í erlendum borgum og aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi sem ástæður þess að lögregla hafi þurft að auka viðbúnað sinn á fjöldasamkomum. Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Haraldur segir ljóst að sami viðbúnaður verði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní um næstu helgi og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Hann segir að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt eftir að óðir menn hafi gengið og ekið um götur Lundúnaborgar fyrir skemmstu og myrt þar saklausa borgara. Hann nefnir einnig árásir í Stokkhólmi, Manchester og í París, en að nýjustu árásirnar í Lundúnum hafi gert útslagið. „Það var sá atburður sem varð til þess að við óskuðum eftir mati greiningadeildar ríkislögreglustjóra á því hvort við myndum bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti og niðurstaðan varð sú að sérsveitarmenn, sem að öllu jöfnu eru með vopnin sín í sérsveitarbílunum, eru núna með skammbyssur á lærinu. Þeir eru þá tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl á samkomum, nú aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem tugir þúsunda eru samankomnir á skemmtunum sem eru haldnar hérna,“ segir Haraldur. Um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, sem sé endurmetin frá degi til dags. 

„Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Aðspurður hvort það liggi ekki fyrir mat á innlendum aðstæðum minnir Haraldur á að viðbúnaðarstigið sé enn í meðallagi. „Þessir atburðir erlendis hafa beinst að almennum borgurum og þegar við erum að skoða ástandið hér á landi, þar sem fjöldi fólks kemur saman, þá vill lögreglan vera viðbúin til þess að grípa inn í án tafar, án þess að þurfa að hörfa af vettvangi, leita að sínum vopnum og koma svo aftur inn á vettvang sem kannski er lokaður og tugir þúsunda manna samankomnir. Þannig það er mjög erfitt fyrir lögreglu að nálgast viðburð sem á sér stað í slíkri mannþröng. Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Almenningur margoft séð sérsveitina undir vopnum

Haraldur segir að það sem geti gerst annars staðar geti hugsanlega gerst á Íslandi. Ekki sé hægt að útiloka að atburðir líkt og þeir sem áttu sér stað í London, París, Brussel og víðar í Evrópu geti átt sér stað hér á landi. Hann nefnir voðaverk Anders Breivik í Noregi árið 2011, en fáir hafi talið líklegt að slíkir atburðir gætu gerst í Noregi. „Við verðum að ganga út frá því að lögreglan geti tryggt öryggi borgaranna og verndað borgarana gagnvart óðum mönnum sem hugsanlega kunna að birtast hér eins og þeir birtust í London,“ segir hann. 

En hvers vegna núna? Þú nefnir til dæmis Noreg, en margir telja íslenskt samfélag mun líkara því norska. Hvers vegna varð ekki þessi viðbúnaður eftir voðaverkin í Noregi?

„Menn töldu það vera mjög sérstæðan, einstakan atburð sem myndi ekki eiga hliðstæðu á Norðurlöndunum,“ svarar Haraldur. „Síðan koma þessi hryðjuverk hvert á fætur öðru, og ekki alltaf hryðjuverkamenn heldur morðóðir menn. Þetta hefur verið að færast nær okkur, eins og ég segi þá hefur þetta verið í þessum borgum og þessu er beint að almennum borgurum. Það virðist ekki skipta máli hvort það eru konur og börn, það virðist bara vera tilgangurinn að myrða sem flesta og valda sem mestum skaða og óróa í samfélaginu. Þannig við viljum reyna allt sem við getum hér, íslenska lögreglan, til þess að tryggja öryggi borgaranna og öruggt samfélag. Það er tilgangurinn með þessu.“

En hvað segirðu þá við þá borgara sem hafa lýst yfir óánægju með þetta og segja að sýnileiki vopna sé ekki til þess fallinn að vekja með þeim öryggiskennd? 

„Ég vil nú segja almennt séð að íslensku almenningur þekkir vel hina vopnuðu lögreglu, þekkir vel vinnubrögð sérsveitarinnar og hefur margoft séð sérsveitina undir vopnum.“ 

Vopnaútköll sérsveitarinnar stóraukist

Haraldur segir að Ríkislögreglustjóri geti einhliða ákveðið að auka vopnaburð lögreglunnar. Ekki þurfi að fá samþykki hjá dómsmálaráðherra eða þjóðaröryggisráði, svo eitthvað sé nefnt. „Sérsveitin er á ábyrgð ríkislögreglustjóra. Þetta er eina vopnaða lögreglan í landinu og hún heyrir undir ríkislögreglustjóra. Og það er hans að vega og meta og taka ákvarðanir um það með hvaða hætti sérsveitin starfar,“ segir hann. 

„Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara.“

Þá segir hann verkefni sérsveitarinnar, sem kalli á vopnaburð, hafa aukist gríðarlega í ár. „Bara núna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs þá eru eitt hundrað tilvik þar sem vopnuð sérsveitin er kölluð til. Það er jafnmikill fjöldi og var allt árið 2016. Þannig þessi vopnaútköll sérsveitarinnar hafa stóraukist.“ 

Hvers vegna heldurðu að það sé?

„Ætli það sé ekki í fyrsta lagi vegna þess að lögreglumenn eru orðnir meðvitaðri um að það þurfi að tryggja vettvang, það þurfi að tryggja lögreglumenn og starfsemi þeirra á vettvangi. Verkefnin eru orðin erfiðari. Það er til dæmis töluvert um hnífamál sem lögregla þarf að takast á við. Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara, bæði þeirra sem starfa hér og dvelja hér, ferðamenn, hælisleitendur og svo framvegis. Þannig að samsetningin hér á hverjum tíma af því fólki sem er í landinu hefur breyst mjög verulega undanfarin tíu, fimmtán ár.“ 

Og það kallar á þessi viðbrögð?

„Allt kallar þetta, bæði þróunin í nágrannalöndunum, breytt samfélag hér, allt hefur þetta kallað á að lögreglan þarf að aðlagast breyttum tíma.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár