Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir auk­inn fjölda er­lendra borg­ara á Ís­landi á með­al þess sem hafi kall­að á auk­inn vopna­burð lög­reglu. Rík­is­lög­reglu­stjóri get­ur ein­hliða ákveð­ið að auka vopna­burð sér­sveit­ar­inn­ar.

Tengir aukinn vopnaburð við fjölgun útlendinga og hælisleitenda
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen segir árásirnar í Lundúnaborg hafa orðið til þess að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri nefnir bæði mannskæðar árásir í erlendum borgum og aukinn fjölda erlendra borgara á Íslandi sem ástæður þess að lögregla hafi þurft að auka viðbúnað sinn á fjöldasamkomum. Mikil umræða varð eftir að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur á meðan fjölskylduhátíðin Color Run fór fram um síðustu helgi. Haraldur segir ljóst að sami viðbúnaður verði fyrir hendi á hátíðarhöldunum vegna 17. júní um næstu helgi og eins á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Þá sé til skoðunar að sérsveitin annist eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.

Hann segir að verklagi sérsveitarinnar hafi verið breytt eftir að óðir menn hafi gengið og ekið um götur Lundúnaborgar fyrir skemmstu og myrt þar saklausa borgara. Hann nefnir einnig árásir í Stokkhólmi, Manchester og í París, en að nýjustu árásirnar í Lundúnum hafi gert útslagið. „Það var sá atburður sem varð til þess að við óskuðum eftir mati greiningadeildar ríkislögreglustjóra á því hvort við myndum bregðast við með einhverjum ákveðnum hætti og niðurstaðan varð sú að sérsveitarmenn, sem að öllu jöfnu eru með vopnin sín í sérsveitarbílunum, eru núna með skammbyssur á lærinu. Þeir eru þá tilbúnir í mjög skjót viðbrögð ef einhver hætta stafar að almenningi sem kemur saman í stórum stíl á samkomum, nú aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem tugir þúsunda eru samankomnir á skemmtunum sem eru haldnar hérna,“ segir Haraldur. Um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, sem sé endurmetin frá degi til dags. 

„Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Aðspurður hvort það liggi ekki fyrir mat á innlendum aðstæðum minnir Haraldur á að viðbúnaðarstigið sé enn í meðallagi. „Þessir atburðir erlendis hafa beinst að almennum borgurum og þegar við erum að skoða ástandið hér á landi, þar sem fjöldi fólks kemur saman, þá vill lögreglan vera viðbúin til þess að grípa inn í án tafar, án þess að þurfa að hörfa af vettvangi, leita að sínum vopnum og koma svo aftur inn á vettvang sem kannski er lokaður og tugir þúsunda manna samankomnir. Þannig það er mjög erfitt fyrir lögreglu að nálgast viðburð sem á sér stað í slíkri mannþröng. Það er mat lögreglu að það þurfi að geta gripið mjög skjótt til aðgerða.“

Almenningur margoft séð sérsveitina undir vopnum

Haraldur segir að það sem geti gerst annars staðar geti hugsanlega gerst á Íslandi. Ekki sé hægt að útiloka að atburðir líkt og þeir sem áttu sér stað í London, París, Brussel og víðar í Evrópu geti átt sér stað hér á landi. Hann nefnir voðaverk Anders Breivik í Noregi árið 2011, en fáir hafi talið líklegt að slíkir atburðir gætu gerst í Noregi. „Við verðum að ganga út frá því að lögreglan geti tryggt öryggi borgaranna og verndað borgarana gagnvart óðum mönnum sem hugsanlega kunna að birtast hér eins og þeir birtust í London,“ segir hann. 

En hvers vegna núna? Þú nefnir til dæmis Noreg, en margir telja íslenskt samfélag mun líkara því norska. Hvers vegna varð ekki þessi viðbúnaður eftir voðaverkin í Noregi?

„Menn töldu það vera mjög sérstæðan, einstakan atburð sem myndi ekki eiga hliðstæðu á Norðurlöndunum,“ svarar Haraldur. „Síðan koma þessi hryðjuverk hvert á fætur öðru, og ekki alltaf hryðjuverkamenn heldur morðóðir menn. Þetta hefur verið að færast nær okkur, eins og ég segi þá hefur þetta verið í þessum borgum og þessu er beint að almennum borgurum. Það virðist ekki skipta máli hvort það eru konur og börn, það virðist bara vera tilgangurinn að myrða sem flesta og valda sem mestum skaða og óróa í samfélaginu. Þannig við viljum reyna allt sem við getum hér, íslenska lögreglan, til þess að tryggja öryggi borgaranna og öruggt samfélag. Það er tilgangurinn með þessu.“

En hvað segirðu þá við þá borgara sem hafa lýst yfir óánægju með þetta og segja að sýnileiki vopna sé ekki til þess fallinn að vekja með þeim öryggiskennd? 

„Ég vil nú segja almennt séð að íslensku almenningur þekkir vel hina vopnuðu lögreglu, þekkir vel vinnubrögð sérsveitarinnar og hefur margoft séð sérsveitina undir vopnum.“ 

Vopnaútköll sérsveitarinnar stóraukist

Haraldur segir að Ríkislögreglustjóri geti einhliða ákveðið að auka vopnaburð lögreglunnar. Ekki þurfi að fá samþykki hjá dómsmálaráðherra eða þjóðaröryggisráði, svo eitthvað sé nefnt. „Sérsveitin er á ábyrgð ríkislögreglustjóra. Þetta er eina vopnaða lögreglan í landinu og hún heyrir undir ríkislögreglustjóra. Og það er hans að vega og meta og taka ákvarðanir um það með hvaða hætti sérsveitin starfar,“ segir hann. 

„Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara.“

Þá segir hann verkefni sérsveitarinnar, sem kalli á vopnaburð, hafa aukist gríðarlega í ár. „Bara núna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs þá eru eitt hundrað tilvik þar sem vopnuð sérsveitin er kölluð til. Það er jafnmikill fjöldi og var allt árið 2016. Þannig þessi vopnaútköll sérsveitarinnar hafa stóraukist.“ 

Hvers vegna heldurðu að það sé?

„Ætli það sé ekki í fyrsta lagi vegna þess að lögreglumenn eru orðnir meðvitaðri um að það þurfi að tryggja vettvang, það þurfi að tryggja lögreglumenn og starfsemi þeirra á vettvangi. Verkefnin eru orðin erfiðari. Það er til dæmis töluvert um hnífamál sem lögregla þarf að takast á við. Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara, bæði þeirra sem starfa hér og dvelja hér, ferðamenn, hælisleitendur og svo framvegis. Þannig að samsetningin hér á hverjum tíma af því fólki sem er í landinu hefur breyst mjög verulega undanfarin tíu, fimmtán ár.“ 

Og það kallar á þessi viðbrögð?

„Allt kallar þetta, bæði þróunin í nágrannalöndunum, breytt samfélag hér, allt hefur þetta kallað á að lögreglan þarf að aðlagast breyttum tíma.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár