„Merkilegast finnst mér að hún skyldi hafa uppgötvað þessi ummæli eftir fjögur ár og þá ákveðið að stefna mér,“ segir Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sem Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi Fjölskylduhjálparinnar, hefur stefnt til greiðslu tveggja milljóna króna vegna ummæla sem fyrir tæpum fimm árum birtust á bloggi Eiðs.
Annað meiðyrðamál Ásgerðar
Þetta er í annað sinn á tæpum mánuði sem Ásgerður Jóna rekur meiðyrðamál fyrir dómstólum. Aðeins er rúmur mánuður síðan hún tapaði máli gegn fyrrverandi ritstjóra DV. Þar krafðist hún hárra bóta vegna frétta um að hún hefði tússað á bíl nágranna síns. Hún unir dómnum og hefur þegar greitt 750 þúsund krónur sem henni var gert að greiða hinum stefnda í málinu.
Mál Ásgerðar gegn Eiði snýst um ummæli sem hann lét falla á bloggi sínu um að Ásgerður Jóna, sem stýrði útvarpsþætti á Útvarpi Sögu, væri „ekki talandi“ og „ætti aldrei að komast í námunda …
Athugasemdir