Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Milljónir í lekamálsráðgjöf en „ekki til neinn peningur í ráðuneytinu“

Not­uðu skatt­fé til að kanna grund­völl mál­sókna gegn blaða­mönn­um en vildu ekki að­stoða Erlu Hlyns­dótt­ur

Milljónir í lekamálsráðgjöf en „ekki til neinn peningur í ráðuneytinu“

Innanríkisráðuneytið vildi ekki semja við Erlu Hlynsdóttur blaðakonu um málalok í neinu þeirra mála sem hún höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu undanfarin ár. Erla vann öll málin, enda töldust meiðyrðadómar Hæstaréttar ganga í berhögg við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.  

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Erlu, var gestur Vikulokanna á Rás 1 í dag. Fram kom í máli hans að þau Erla hefðu nálgast íslenska ríkið og falast eftir samkomulagi, með hliðsjón af því fordæmi sem skapaðist á síðasta áratug síðustu aldar, þegar samið var um ýmis mál sem voru á leiðinni fyrir dómstólinn. Innanríkisráðuneytið hefði hins vegar ekki viljað semja við Erlu og gefið þær skýringar að litlar líkur væru á að mál hennar ynnust. 

Gunnar greindi einnig frá því að þau Erla hefðu tvívegis leitað eftir því að innanríkisráðuneytið aðstoðaði við málareksturinn með minniháttar fjárframlögum. „Því var hafnað í öllum tilvikunum á ýmsum forsendum,“ sagði hann. 

Fram kom að þau Erla hefðu farið á fund ráðuneytisins í október í fyrra og óskað eftir aðstoð. „Þá fengust þau svör að það væri nú ekki til neinn peningur í ráðuneytinu,“ sagði Gunnar. Helgi Seljan, sem tók viðtalið, spurði hvort þetta hefði ekki verið á sama tíma og verið var að borga lögmannsstofu fyrir ráðgjöf í tengslum við lekamálið. „Ég efast ekki um að til hafi verið peningur, enda er ráðuneytið að kaupa alls kyns lögfræðiráðgjöf. Og ef það var til svona lítill peningur þá hefur hann bara farið í þetta,“ sagði þá Gunnar.

Eins og áður hefur komið fram fól innanríkisráðuneytið lögmannsstofunni LEX að kanna hvort umfjöllun fjölmiðla um lekamálið gæfi tilefni til höfðunar meiðyrðamáls sumarið 2014. Þetta var skömmu áður en Erla Hlynsdóttur falaðist eftir aðstoð vegna málarekstursins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 

Alls fékk LEX um 860 þúsund krónur frá hinu opinbera. Reikningarnir eru dagsettir 30. apríl og 31. ágúst, en Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjándóttur fyrrverandi innanríkisráðherra, stefndi tveimur blaðamönnum DV vegna rangrar fullyrðingar í frétt og krafðist hámarksrefsingar yfir þeim í byrjun október sama ár. Þá hafði frumgreiningin á því hvort grundvöllur væri fyrir slíku meiðyrðamáli þegar farið fram á kostnað skattgreiðenda. Eftir því sem Stundin kemst næst er afar óvenjulegt að ríkisstofnanir og ráðuneyti greiði kostnað af slíkri greiningu, enda eru meiðyrðamál einkaréttarlegs eðlis nema þegar ríkissaksóknari höfðar þau á grundvelli almennra hegningarlaga. Áður hefur komið fram að Argus markaðsstofa fékk 2,4 milljónir króna vegna fjölmiðlaráðgjafar í tengslum við lekamálið.

Innanríkisráðuneytið hafnaði því að styðja málarekstur Erlu Hlynsdóttur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á þeim forsendum að engir peningar væru til í ráðuneytinu. Fram kom í máli Gunnars Inga að þau Erla hefðu hins vegar talið mikilvægt að láta reyna á málin fyrir dómstólnum, enda vörðuðu þau allt starfsumhverfi fjölmiðla og ábyrgð blaðamanna. 

Hér má hlusta á Vikulokin í heild.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár