Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meiðyrðadómi áfrýjað til Hæstaréttar

Tvær kon­ur sök­uðu lög­reglu­þjón á Eski­firði um óeðli­lega hátt­semi í vitna­leiðsl­um fyr­ir Hér­aðs­dómi Aust­ur­lands. Em­il Thor­ar­en­sen kærði lög­reglu­mann­inn fyr­ir meint einelti og mis­beit­ingu valds en var dæmd­ur fyr­ir meið­yrði gegn hon­um stuttu seinna.

Meiðyrðadómi áfrýjað til Hæstaréttar
Emil Thorarensen Var dæmdur í héraði fyrir ummæli um lögreglumann á Facebook.

Mál Emils K. Thorarensen, íbúa á Eskifirði sem Héraðsdómur Austurlands dæmdi fyrir meiðyrði gegn lögreglumanni á Facebook í sumar, verður tekið fyrir í Hæstarétti.

Ákæruvaldið höfðaði meiðyrðamálið gegn Emil vegna aðdróttana í garð opinbers starfsmanns árið 2013. Þann 16. júlí síðastliðinn var hann sakfelldur fyrir ummæli um lögreglumanninn Þór Þórðarson sem hljóðuðu svo: 

„Hefur að sögn, sent táningum og unglingsstelpum kynferðisleg skilaboð og jafnframt boðið þeim upp á „afslátt“ gegn ???“ Ekki voru færðar sönnur á ummælin fyrir rétti svo Emil var gert að greiða 30 þúsund króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna ellegar sæta fangelsi í fjóra daga. Auk þess var hann dæmdur til að greiða Þór 150 þúsund krónur í miskabætur og 504 þúsund krónur í sakarkostnað. 

Áfrýjunarleyfi veitt

Emil kærði lögreglumanninn til ríkissaksóknara þann 18. janúar á þessu ári vegna meints eineltis og misbeitingar valds. Saksóknari tilkynnti Emil að ekki yrði tekin afstaða til kærunnar fyrr en niðurstaða Héraðsdóms Austurlands lægi fyrir, enda yrði þar fjallað um atvik skyld þeim sem kæra Emils snýst um. Emil sendi ríkissaksóknara fyrirspurn um málið þann 16. júní síðastliðinn og spurði meðal annars: „Er eðlilegt að ríkissaksóknari sé með ákæru á hendur mér en rannsaki jafnframt mína beiðni um rannsókn á Þórði Þórðarsyni?“ 

Eftir að dómur Héraðsdóms Austurlands var kveðinn upp þann 16. júlí sótti Gísli M. Auðbergsson, lögmaður Emils, um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Í bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar var tekið undir röksemdir héraðsdóms fyrir sakfellingu Emils og því sjónarmiði lýst að ákærði hefði ekki sýnt fram á að skilyrði fyrir veitingu áfrýjunarleyfis væru uppfyllt. „Að öllu virtu er það mat ríkissaksóknara að ekki séu efni til að verða við beiðni ákærða um leyfi til áfrýjunar,“ segir í bréfinu. Hæstiréttur Íslands komst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu og í lok september var Emil tilkynnt að hann fengi leyfi til að áfrýja dóminum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár