Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Arnþrúður ásakar starfsmann um kynferðisáreitni í fjöldapósti

Hösk­uld­ur var rek­inn af Út­varpi Sögu og er svo ásak­að­ur um áreitni. Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir reidd­ist vegna frétt­ar af brottrekstr­in­um.

Arnþrúður ásakar starfsmann um kynferðisáreitni í fjöldapósti

Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Útvarps sögu, sendi tölvupóst um brottrekinn starfsmann á aðra starfsmenn stöðvarinnar þar sem hún sakaði hann um kynferðislega áreitni.

Tölvupósturinn var sendur á starfsmanninn, Höskuld Höskuldsson, og aðra starfsmenn í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar á dögunum, en hefur síðan verið sendur víðar. Stundin hefur tölvupóstinn undir höndum.

„Þú skalt líka hafa í huga að ég hef þagað yfir ýmsu sem þig varðar eins og kvörtunum frá kvenfólki sem hefur starfað þarna í gegnum árin,“ segir Arnþrúður í tölvupóstinum. Höskuldur hafði starfað á Útvarpi Sögu í um sjö ár og var hann með vikulegan síðdegisþátt, Bixið.

Höskuldur segir í samtali við Stundina að þessi orð séu lýsandi fyrir hvernig Arnþrúður hagi sér og að þau dæmi sig sjálf. Hann segist ekki nenna að fara í meiðyrðamál við Arnþrúði. „Ég hef aldrei áður fengið svona viðbjóð í andlitið og þeir sem þekkja mig vita að ég er heiðarlegur í alla staði. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Höskuldur.

Ég hef aldrei áður fengið svona viðbjóð í andlitið og þeir sem þekkja mig vita að ég er heiðarlegur í alla staði. 

Þegar Stundin ræddi við Arnþrúði í dag var hún ósátt við fyrri frétt af uppsögn Höskuldar. „Birtu bara bréfið. Ég hef ekkert um þetta að segja annað en það að ég skulda þessum manni ekki krónu. Þetta var engin uppsögn, honum var tilkynnt þetta í janúar þegar við fengum Gallup-könnunina. Þetta eru bara ómerkilegheit,“ segir Arnþrúður. 

Hún vildi ekki gefa upp hvaða konur hafa kvartað undan Höskuldi, líkt og fram kemur í bréfinu sem hún sendi á starfsfólk.  

Tölvupósturinn í heild sinni

„Höskuldur.

Alveg gat ég búist við skít frá þér eins og komið hefur á daginn. Hlaupa beint í fjölmiðla. Frímúrarinn sjálfur sem er ávallt að gera góðverk og hjálpa þeim sem um sárt eiga að binda. Hvað heldur þú eiginlega að þú sért? 

Ég gerði þér grein fyrir því í janúar s.l. að það yrðu breytingar á Stöðinni, eftir að ég fékk Gallup niðurstöðurnar. Málið er að þú varst ekki með nokkra hlustun og hefur svo verið lengi. Þrátt fyrir það hef ég leyft þér að delera að vild og ALDREI reynt að hafa áhrif á efnistök né annað hjá þér, öll þau 10 ár sem þú hefur verið með þátt þinn. 

Hvað varstu eiginlega að gera þarna? 

Þú vildir styðja Stöðina, í upphafi og hafðu þakkir fyrir EN gerðu þér grein fyrir að utanaðkomandi þættir kosta. Þú hefur sannarlega fengið að njóta þín fyrir allan peninginn og GOTT BETUR. 

Þú skalt líka hafa í huga að ég hef þagað yfir ýmsu sem þig varðar eins og kvörtunum frá kvenfólki sem hefur starfað þarna í gegnum árin. 

Ég get líka sagt frá opinberlega ef þú vilt. Þú ættir að skammast þín ærlega fyrir þessa framgöngu þína Höskuldur.  

Með kveðju, Arnþrúður“

Algjörlega klumsa

Höskuldur telur raunverulegu ástæðu uppsagnarinnar tengjast pólitískum skoðunum sínum öðru fremur. Hann hafi fjallað á gagnrýnin hátt um bæði lekamálið og Evrópusambandsaðild, en það telur hann að hafi ekki fallið í geð Arnþrúðar. „Ég var algjörlega klumsa. Það er bara spurning hvað maður á að eyða tíma og annað í fólk sem er meira og minna galið. Það sem hún gerir ofan í annað er að hún notar útsendingartímann hjá sér til þess að hjóla í fólk, þar sem maður getur ekki varið sig. Guðmundur Ólafsson, Sigurður G. Tómasson og Siggi stormur fengu að finna fyrir þessu, og fleiri og fleiri,“ segir Höskuldur.

Ég veit ekki hvað maður á að vera að rótast í henni. Hún grípur til hvaða ráða sem er til að réttlæta gjörðir sínar.

Segist hafa haft fantahlustun

Hann segist hafa fulla ástæðu til að fara í meiðyrðamál en líkt og fyrr segir segist Höskuldur ekki hafa áhuga á að munnhöggvast við Arnþrúði. „Þegar þú ert að eiga við fólk sem er ekki normal, þá verða viðbrögðin ekki eins og hjá normal fólki. 

Þetta var náttúrlega alveg svakalegt sem hún sendi á mig, alveg rosalegt. Eins og ég segi, ég veit ekki hvað maður á að vera að rótast í henni. Hún grípur til hvaða ráða sem er til að réttlæta gjörðir sínar,“ segir Höskuldur, en hann gefur ekki mikið fyrir þá skýringu að hann hafi ekki haft mikla hlustun. 

„Ég veit að ég var með fantahlustun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár