Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hyggst ekki tjá sig um ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, forvera síns, fyrr en hann er búinn að sjá heimildarmyndina þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í stjórnarráðinu síðustu daga Jóhönnu í embætti forsætisráðherra. Myndin verður frumsýnd í næstu viku.
Í myndinni heyrist Jóhanna gagnrýna Árna Pál harðlega í samtali við Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmann sinn. Stundin fjallaði um málið í gær. „Ég held að hann sé búinn að skjóta sig mjög alvarlega í fótinn með þessu,“ segir Jóhanna. „Hann sagði sjálfur að hann hefði haft umboð þingflokksins, sem hann hafði ekki,“ bætir hún við. Þar vísar Jóhanna til ákvörðunar Árna Páls að fresta því að ljúka samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í lok apríl 2013. Svo fór að Árni Páll lýsti því yfir opinberlega í byrjun mars 2013 að Alþingi gæti ekki klárað
Athugasemdir