Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar S. Atla­son, sem dvel­ur nú nak­inn í gler­kassa í beinni út­send­ingu í heila viku, er við hesta­heilsu þrátt fyr­ir hafa kast­að upp fyrr í dag. Hann er bind­ind­is­mað­ur og af­þakk­ar allt áfengi. Alm­ar seg­ist engu ráða í við­tali við Stund­ina. #nak­inni­kassa hef­ur vak­ið heims­at­hygli.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Blaðamenn Stundarinnar heimsóttu Almar S. Atlason, þar sem hann dvelur í glerkassa í húsnæði Listaháskólans við Sæbraut. Almar bar sig vel, og átti í einföldum bréfaskriftum við blaðamenn, þar sem þeir færðu honum pakka af sígarettum, síðasta tölublað Stundarinnar, og áfengi, sem hann reyndar afþakkaði, enda bindindismaður.

Almar er í einskonar þagnarbindindi og svarar að mestu með því að yppta öxlum, kinka kolli, eða hrista hausinn. Þegar hann var spurður að því hvort það væri einhver möguleiki að fá eitthvað meira upp úr honum skrifaði hann á miða orðin „ég ræð engu.“

Almar leit út fyrir að vera hress, hló og lét vel af sér. Hann sagði að sér liði betur í maganum, þrátt fyrir að hafa kastað upp stuttu áður, og afþakkaði boð um að fá imodium, lyf, sem oft er gefið við magaónotum eða hefta hægðir. Á einum tímapunkti teiknaði Almar merki anarkista og bar upp við glerið.

Almar í kassanum
Almar í kassanum Almar situr í lótusstellingu og reykir rafrettu

Innan í kassanum kennir ýmissa grasa. Þar er að finna: Fjölbreytt lesefni, snakkpoka, fjölda ávaxta á hinum ýmsu stigum rotnunar, nammi (m.a. Kinder egg sem Almar gæddi sér á á meðan blaðamenn spjölluðu við hann), fjöldi drykkja og drykkjaríláta, þvagflaska, og stórt, þykkt ullarteppi, sem Almar liggur á og hallar sér upp að á meðan hann les og hvílist.

ÚT lúgan
ÚT lúgan Lúgan sem Almar gubbaði út um, og bakkinn sem tók við

Á kassanum eru tvær lúgur, önnur merkt INN og hin ÚT. Við INN lúguna stendur stútfull ruslatunna, og ofan á henni borðvifta, sem að vísu var ekki í gangi. Undir ÚT lúgunni er hvítur bakki, sem Almar meðal annars notar til að gubba í. 

Það kemur kannski áhorfendum á óvart en kassinn hans Almars er í rauninni í miðjum skólagangi. Bak við hann eru verk annarra fyrstu árs nema, sem fá þó minni athygli.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár