Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar S. Atla­son, sem dvel­ur nú nak­inn í gler­kassa í beinni út­send­ingu í heila viku, er við hesta­heilsu þrátt fyr­ir hafa kast­að upp fyrr í dag. Hann er bind­ind­is­mað­ur og af­þakk­ar allt áfengi. Alm­ar seg­ist engu ráða í við­tali við Stund­ina. #nak­inni­kassa hef­ur vak­ið heims­at­hygli.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Blaðamenn Stundarinnar heimsóttu Almar S. Atlason, þar sem hann dvelur í glerkassa í húsnæði Listaháskólans við Sæbraut. Almar bar sig vel, og átti í einföldum bréfaskriftum við blaðamenn, þar sem þeir færðu honum pakka af sígarettum, síðasta tölublað Stundarinnar, og áfengi, sem hann reyndar afþakkaði, enda bindindismaður.

Almar er í einskonar þagnarbindindi og svarar að mestu með því að yppta öxlum, kinka kolli, eða hrista hausinn. Þegar hann var spurður að því hvort það væri einhver möguleiki að fá eitthvað meira upp úr honum skrifaði hann á miða orðin „ég ræð engu.“

Almar leit út fyrir að vera hress, hló og lét vel af sér. Hann sagði að sér liði betur í maganum, þrátt fyrir að hafa kastað upp stuttu áður, og afþakkaði boð um að fá imodium, lyf, sem oft er gefið við magaónotum eða hefta hægðir. Á einum tímapunkti teiknaði Almar merki anarkista og bar upp við glerið.

Almar í kassanum
Almar í kassanum Almar situr í lótusstellingu og reykir rafrettu

Innan í kassanum kennir ýmissa grasa. Þar er að finna: Fjölbreytt lesefni, snakkpoka, fjölda ávaxta á hinum ýmsu stigum rotnunar, nammi (m.a. Kinder egg sem Almar gæddi sér á á meðan blaðamenn spjölluðu við hann), fjöldi drykkja og drykkjaríláta, þvagflaska, og stórt, þykkt ullarteppi, sem Almar liggur á og hallar sér upp að á meðan hann les og hvílist.

ÚT lúgan
ÚT lúgan Lúgan sem Almar gubbaði út um, og bakkinn sem tók við

Á kassanum eru tvær lúgur, önnur merkt INN og hin ÚT. Við INN lúguna stendur stútfull ruslatunna, og ofan á henni borðvifta, sem að vísu var ekki í gangi. Undir ÚT lúgunni er hvítur bakki, sem Almar meðal annars notar til að gubba í. 

Það kemur kannski áhorfendum á óvart en kassinn hans Almars er í rauninni í miðjum skólagangi. Bak við hann eru verk annarra fyrstu árs nema, sem fá þó minni athygli.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár