Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Lista­mað­ur­inn Alm­ar S. Atla­son, sem dvel­ur nú nak­inn í gler­kassa í beinni út­send­ingu í heila viku, er við hesta­heilsu þrátt fyr­ir hafa kast­að upp fyrr í dag. Hann er bind­ind­is­mað­ur og af­þakk­ar allt áfengi. Alm­ar seg­ist engu ráða í við­tali við Stund­ina. #nak­inni­kassa hef­ur vak­ið heims­at­hygli.

Almar er bindindismaður: „Ég ræð engu“

Blaðamenn Stundarinnar heimsóttu Almar S. Atlason, þar sem hann dvelur í glerkassa í húsnæði Listaháskólans við Sæbraut. Almar bar sig vel, og átti í einföldum bréfaskriftum við blaðamenn, þar sem þeir færðu honum pakka af sígarettum, síðasta tölublað Stundarinnar, og áfengi, sem hann reyndar afþakkaði, enda bindindismaður.

Almar er í einskonar þagnarbindindi og svarar að mestu með því að yppta öxlum, kinka kolli, eða hrista hausinn. Þegar hann var spurður að því hvort það væri einhver möguleiki að fá eitthvað meira upp úr honum skrifaði hann á miða orðin „ég ræð engu.“

Almar leit út fyrir að vera hress, hló og lét vel af sér. Hann sagði að sér liði betur í maganum, þrátt fyrir að hafa kastað upp stuttu áður, og afþakkaði boð um að fá imodium, lyf, sem oft er gefið við magaónotum eða hefta hægðir. Á einum tímapunkti teiknaði Almar merki anarkista og bar upp við glerið.

Almar í kassanum
Almar í kassanum Almar situr í lótusstellingu og reykir rafrettu

Innan í kassanum kennir ýmissa grasa. Þar er að finna: Fjölbreytt lesefni, snakkpoka, fjölda ávaxta á hinum ýmsu stigum rotnunar, nammi (m.a. Kinder egg sem Almar gæddi sér á á meðan blaðamenn spjölluðu við hann), fjöldi drykkja og drykkjaríláta, þvagflaska, og stórt, þykkt ullarteppi, sem Almar liggur á og hallar sér upp að á meðan hann les og hvílist.

ÚT lúgan
ÚT lúgan Lúgan sem Almar gubbaði út um, og bakkinn sem tók við

Á kassanum eru tvær lúgur, önnur merkt INN og hin ÚT. Við INN lúguna stendur stútfull ruslatunna, og ofan á henni borðvifta, sem að vísu var ekki í gangi. Undir ÚT lúgunni er hvítur bakki, sem Almar meðal annars notar til að gubba í. 

Það kemur kannski áhorfendum á óvart en kassinn hans Almars er í rauninni í miðjum skólagangi. Bak við hann eru verk annarra fyrstu árs nema, sem fá þó minni athygli.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár