Ár hvert er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður haldin hátíðlega á Ísafirði. Rokkstjóri hátíðarinnar, Kristján Freyr Halldórsson, segir fjölbreytt úrval í tónlistarstefnu og straumum vera sérstöðu hátíðarinnar þar sem hátíðargestir geta upplifað rokk, rapp og pönk á sama kvöldinu. Mikið er af ungum listamönnum og á ári hverju er sigurvegurum Músíktilrauna boðið að taka þátt. Í þetta sinn þurfa sigurvegararnir ekki að sækja langt því unglingsstúlkurnar í vestfirsku hljómsveitinni Between Mountains sigruðu keppnina í ár. Hljómsveitin er skipuð þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur frá Suðureyri og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði.
Tónlistin rennur í blóðinu
Stúlkurnar í Between Montains æfa nú stíft fyrir Aldrei fór ég suður heima hjá hinni fjórtán ára gömlu Kötlu Vigdísi á Suðureyri. Stúlkurnar syngja báðar en Katla spilar á hljómborð og Ásrós, sem er sextán ára, spilar á xylófón. „Við erum mjög spenntar fyrir Aldrei fór ég suður,“ segir Ásrós í samtali við Stundina. …
Athugasemdir