Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tónlistarhátíðin sem átti að vera brandari

Tón­list­ar­há­tíð­in Aldrei fór ég suð­ur verð­ur hald­in í fjór­tánda skipti á Ísa­firði um pásk­ana. Vest­firski dú­ett­inn Between Mountains er á með­al þeirra sem munu stíga á svið, en hljóm­sveit­in fór með sig­ur úr být­um á Mús­íktilraun­um 2017.

Tónlistarhátíðin sem átti að vera brandari
Between Mountains Hin fjórtán ára gamla Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Suðureyri og Ásrós Helga Guðmundsdóttir, sextán ára, frá Núpi í Dýrafirði stofnuðu hljómsveitina fyrir um mánuði síðan.

Ár hvert er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður haldin hátíðlega á Ísafirði. Rokkstjóri hátíðarinnar, Kristján Freyr Halldórsson, segir fjölbreytt úrval í tónlistarstefnu og straumum vera sérstöðu hátíðarinnar þar sem hátíðargestir geta upplifað rokk, rapp og pönk á sama kvöldinu. Mikið er af ungum listamönnum og á ári hverju er sigurvegurum Músíktilrauna boðið að taka þátt. Í þetta sinn þurfa sigurvegararnir ekki að sækja langt því unglingsstúlkurnar í vestfirsku hljómsveitinni Between Mountains sigruðu keppnina í ár. Hljómsveitin er skipuð þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur frá Suðureyri og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði.

Tónlistin rennur í blóðinu

Stúlkurnar í Between Montains æfa nú stíft fyrir Aldrei fór ég suður heima hjá hinni fjórtán ára gömlu Kötlu Vigdísi á Suðureyri. Stúlkurnar syngja báðar en Katla spilar á hljómborð og Ásrós, sem er sextán ára, spilar á xylófón. „Við erum mjög spenntar fyrir Aldrei fór ég suður,“ segir Ásrós í samtali við Stundina. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár