„Aron Már Ólafsson missti systur sína árið 2011 og gekk þá í gegnum erfiða tíma en hann glímdi við mikið þunglyndi í kjölfarið. Hann hefur verið að vinna sig hægt og rólega í gegnum þetta en það tekur alla ævina að komast í gegnum svona missi,“ segir vinur hans, Orri Gunnlaugsson, sem stundar viðskiptafræðinám við Háskóla Íslands og semur tónlist, en hann sér um öll kynningarmál og fleira í tengslum við verkefnið. Auk þeirra tveggja stendur einnig kærasta Arons Más, Hildur Skúladóttir, að verkefninu en hún starfar hjá Icelandair og er með B.sc. gráðu í sálfræði.
„Hann hefur útskýrt fyrir krökkunum hvernig tilfinningar virka. Síðan hafa þeir spurt hann spjörunum úr.“
„Aron Már, sem er vinsæll á Snapchat og með um 30.000 fylgjendur, var í nóvember í fyrra með beina útsendingu á Facebook-síðu sinni og fylgdust með nokkur þúsund manns. Þetta átti að vera skemmtiefni en síðan fór þetta út …
Athugasemdir