Enn stendur til að flytja Þorrasel, sem er dagdeild fyrir aldraða, yfir í félagsmiðstöð aldraðra að Vesturgötu 7, þrátt fyrir kæru til innanríkisráðuneytisins. Í húsnæði Þorrasels stendur til að vera með skrifstofur fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar vegna heimaþjónustu Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Sú starfsemi brýtur í bága við upphaflegt hlutverk húsnæðisins en því er ætlað að hýsa starfsemi fyrir aldraða. Mikill hitafundur var haldinn að Vesturgötu 7 í dag og ljóst að megn óánægja er með breytingarnar, bæði meðal íbúa í Þorragötu og þeirra sem sækja félagsmiðstöðina að Vesturgötu. Velferðarráð Reykjavíkurborgar var meðal annars gagnrýnt fyrir skort á samráði við íbúa og notendur og ákvörðunni líkt við breytingarnar sem áttu sér stað í ferðaþjónustu fatlaðs fólks nú um áramótin. „Þið eigið að sjá sóma ykkar í því að hætta við þetta,“ kallaði einn fundargesta yfir salinn.
Ætla í mál við borgina
Ástæða breytingannar er halli á rekstri Þorrasels. Að sögn Berglindar …
Athugasemdir