Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Á átjánda degi hungurverkfalls

Af­gansk­ur flótta­mað­ur, Abdol­hamid Rahmani, hef­ur ver­ið í hung­ur­verk­falli eft­ir að hann fékk þau skila­boð að hon­um yrði vís­að úr landi og send­ur til Grikk­lands. „Þetta er eina leið­in sem ég hef til að mót­mæla stöðu minni,“ seg­ir Abdol­hamid með hjálp túlks í sam­tali við Stund­ina.

Á átjánda degi hungurverkfalls
Abdolhamid Rahmani Verður vísað aftur til Grikklands þar sem hann óttast um líf sitt.

Afganski hælisleitandinn Abdolhamid Rahmani er nú að hefja sinn átjánda dag í hungurverkfalli. „Þetta er eina leiðin sem ég hef til að mótmæla stöðu minni,“ segir Abdolhamid með aðstoð túlks í samtali við Stundina. Hann hefur verið í hungurverkfalli síðan 27. febrúar, þegar hann fékk þau skilaboð að honum yrði vísað úr landi og sendur aftur til Grikklands. Þar segist hann óttast um líf sitt. Hann býr nú í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar og síðan hann hóf verkfallið segir hann að öryggisgæslan sé orðin strangari og vinum hans sé meinað að koma í heimsókn. Abdolhamid var fámáll í samtali við blaðamann, enda örmagna af næringarskorti. „Ég er þreyttur og mér líður ekki vel. Enginn má koma að heimsækja mig og ég get ekkert gert,“ segir Abdolhamid.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár