Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ætlar að hlekkja sig við Hegningarhúsið

Rósa Jóns­dótt­ir, móð­ir kven­fang­ans í Hegn­ing­ar­hús­inu, er mið­ur sín eft­ir að hafa heim­sótt dótt­ur sína í dag. Páll Win­kel seg­ir að kon­an þurfi að vera í Hegn­ing­ar­hús­inu þar til kyn­ferð­is­brota­menn hafi ver­ið færð­ir.

Ætlar að hlekkja sig við Hegningarhúsið
Móðir fangans Rósa Jónsdóttir ætlar að mótmæla fyrir utan Hegningarhúsið á morgun. Mynd: Samsett

Rósa Jónsdóttir ætlar að hlekkja sig við Hegningarhúsið á Skólavörðustígnum frá og með morgundeginum til að mótmæla því að dóttir hennar sitji þar inni í kjölfar þess að Kvennafangelsinu var lokað á föstudag.

„Þetta er algjört mannréttindabrot,“ segir Rósa. „Við vitum ekkert hvað hún á að vera þarna lengi. Hún hélt kannski að það yrði fundur í dag, en hún er alein á gangi og lokuð inni í smáklefa. Þeir fela sig svo á bak við það að það sé opið fram á gang, sem er þrjú skref,“ segir Rósa.

Dóttir hennar var síðasti fanginn sem var fluttur úr Kópavogsfangelsi, eða Kvennafangelsinu, þegar því var lokað á föstudag. Í dag er ekkert fangelsi starfrækt fyrir konur.

„Ég byrja örugglega í fyrramælið,“ segir Rósa um fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir. „Þá mæti ég þarna fyrir utan Skólavörðustíginn með keðju og lása og ætla að hlekka mig þarna fyrir framan.“

„Hún á sér ekki langa sögu. Hún villtist af braut og fór að nota mjög hörð efni.“

Braut af sér í neyslu

Dóttir Rósu hlaut dóm fyrir ýmsa smáglæpi sem áttu sér stað frá miðbiki síðasta sumars og fram á haust. Hún var dæmd fyrir noktun á stolnu greiðslukorti, ölvunarakstur og þjófnað. Dómur féll í lok síðasta árs og hún hóf afplánun í janúar.

Tíminn sem leið frá því að brotin voru framin og afplánun hófst var því óvenju stuttur, miðað við það sem almennt gengur og gerist á Íslandi. „Hún á sér ekki langa sögu. Hún villtist af braut og fór að nota mjög hörð efni á núll einni. Hún var hneppt í síbrotagæsluvarðhald. Það var eitt og annað sem fylgdi neyslunni, hún framdi ekki líkamsárás heldur var hún í því að redda sér næsta skammti með þessum hætti,“ útskýrir Rósa.

Segir dóttur sína standa sig vel

Rósa segir að dóttir sín hafi staðið sig vel í fangelsinu þar sem hún hafi stundað skóla og vinnu. Hún hafi enn fremur tekið líf án vímuefna alvarlega og ætlað sér að fara í meðferð að aflpánun lokinni.

„Hún hefur ekkert til þess unnið að vera vistuð þarna í afplánun. Hún er búin að standa sig eins og hetja, var orðin kokkur í Kvennafangelsinu og verkstjóri í vinnunni þar. Hún hefur ekki brotið af sér í fangelsi og verðskuldar ekki að klára afplánun þarna inni. Ég er ekki að segja að hún sé einhver engill en hún á þetta ekki skilið,“ segir Rósa.

Hún segir að á Skólavörðustígnum sé hvorki vinna né nám í boði. „Hún hefur verið lyfjalaus í fangelsinu en nú á að setja hana á geðlyf svo hún tóri þar inni.“ 

 „Hún er alein þarna og telur mínúturnar.“

Engin heimsókn fram á sunnudag

Samkvæmt Rósu má dóttir hennar aðeins ræða við móður sína og lögmann sinn. Reglur um farsímanotkun fanga eru mismunandi en í flestum tilfellum fá fangar aðgang að farsíma, nema þeir hafi brotið reglur fangelsins.

Raunar hittir dóttir hennar enga nema fangaverði og svo móður sína, hana Rósu. „Hún er alein þarna og telur mínúturnar. Ég var bara að koma frá henni núna og þá er ég búin með heimsóknarkvótann. Það er bara ein heimsókn á viku. Ég má koma næst á sunnudaginn.“

Rýma fyrir kynferðisbrotamenn

Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstaka fanga, en samkvæmt honum stendur ekki til að vista kvenfanga í Hegningarhúsinu til frambúðar. „Við þurftum að fækka um tólf pláss á mjög stuttum tíma. Við þurfum að passa að menn sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot séu ekki vistaðir með konum. Það þýðir í raun að við þurfum að flytja fanga á millri allra fangelsa, sem er töluvert flókin aðgerð. Því hitti þannig á að ein kona þurfti að stoppa í Hegningarhúsinu,“ segir Páll.

„Við þurfum að passa að menn sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot séu ekki vistaðir með konum.“

Einangrun fyrir konur

Engar konur munu hefja afplánun fyrr en í apríl á næsta ári þegar fangelsið á Hólmsheiði verður opnað. Konur sem lenda í gæsluvarðhaldið fram að því standa því frammi fyrir einskonar einangrun. Kvenfangar verða vistaðir í Hegningarhúsinu, þar til því verður lokað á næstu misserum. Þegar Hegningarhúsinu verður lokað verða konur vistaðar í einangrun á Litla Hrauni, þar sem þær eru í klefa sínum í 23 tíma á sólahring og fá svo að fara einar út í garð í klukkustund.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár