„Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum,“ skrifaði Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Facebook í gær meðan Secret Solstice-hátíðin stóð yfir í Laugardal.
Ummæli lögregluþjónsins hafa vakið nokkra athygli og er lögreglan látin svara fyrir þau á Facebook. „Ég hef ekki séð né skoðað ummæli Guðmundar né samhengið sem það stendur í en hann má líkt og aðrir hafa persónulegar skoðanir og er þá sjálfur ábyrgur fyrir þeim,“ skrifar þar talsmaður lögreglunnar.
Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum.
Posted by Guðmundur Fylkisson on Saturday, June 20, 2015
Stundin náði tali af Guðmundi Fylkissyni sem vildi einungis taka það fram að umrædd Facebook-færsla hefði „snúist um persónulegan harmleik“. Hann segist hafa verið staddur inni á slysadeild með nákomnum ættingja þegar hann skrifaði færsluna, „ungmenni sem lét glepjast af gylliboði einhvers sem var með neysluskammtinn sinn í vasanum, gylliboði sem var næstum búið að kosta viðkomandi barn lífið.“
Athugasemdir