Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Sam­herji seg­ir að fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur hafi far­ið til Namib­íu og gert út­tekt á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Um er að ræða Jón Ótt­ar Ólafs­son, sem var rek­inn frá Sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir brot í starfi. Sam­herja­skjöl­in sýna að hann var full­ur þátt­tak­andi í starf­sem­inni, fund­aði með Þor­steini Má Bald­vins­syni og namib­ísku mútu­þeg­un­um og fékk af­rit af póst­um um milli­færsl­ur til skatta­skjóls.

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
Jón Óttar Ólafsson og Bernhardt Esau Maðurinn sem Samherji segir hafa rannsakað málin árið 2016 hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu, sem Jóhannes Stefánsson uppljóstrari segir að hafi þegið mútur frá Samherja. Jón Óttar er lengst til vinstri á myndinni, en Atli Þór Ragnarsson og Jóhannes til hægri.

Rannsóknarlögreglumaður fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson sat fundi með namibískum mútuþegum Samherja og fékk afrit af tölvupóstum þar sem rætt var um greiðslur í skattaskjól. Forsvarsmenn Samherja segja hann hafa farið til Namibíu árið 2016 til að taka starfsemina í gegn. Hann var þvert á móti í innsta hring Namibíuveiðanna og starfaði með Jóhannesi Stefánssyni, sem síðar gerðist uppljóstrari, að verkefnum þar sem kvóti hafði fengist frá namibískum yfirvöldum með mútugreiðslum.

Í yfirlýsingu áður en umfjöllun Stundarinnar, RÚV, Wikileaks og Al Jazeera fór í loftið héldu forsvarsmenn Samherja því fram að fyrirtækið hefði farið eftir öllum lögum og reglum í Namibíu. Var í því samhengi sérstaklega nefnt að Jón Óttar, sem áður starfaði hjá sérstökum saksóknara sem rannsóknarlögreglumaður, hefði rannsakað starfsemina á vettvangi.

„Það sem við teljum rétt að koma á framfæri á þessum tímapunkti er að þegar við urðum þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu sendum við fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá sérstökum saksóknara til Namibíu,“ sagði í yfirlýsingunni og er þar átt við Jón Óttar og Jóhannes. „Eftir nokkurra mánaða vinnu hans var niðurstaðan að segja umræddum starfsmanni upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar. Mikill tími hefur farið í að ná tökum á rekstrinum en starfsmaðurinn fyrrverandi hefur samhliða, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, krafist hárra fjárhæða frá Samherja.“

Samherjaskjölin, sem Stundin hefur undir höndum, sýna hins vegar glöggt að Jón Óttar var hátt settur starfsmaður við Namibíuútgerð Samherja. Í maí árið 2016 snæddi hann til dæmis með Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, um borð í togara Samherja, Heinaste.

Jón Óttar sat meðal annars fund um starfsemina með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, Baldvini syni hans, Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kötlu Seafood, Örnu Bryndísi Baldvins McClure, yfirlögfræðingi Samherja, og Jóhannesi. Fundurinn var haldinn 11. apríl 2016 og hann sóttu einnig namibísku þremenningarnir James og Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala, sem allir hafa þegið mútur frá fyrirtækinu til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta. Samkvæmt fundargerð var rætt um starfsemina í Namibíu, yfirvofandi leiðtogakjör í SWAPO flokknum í Namibíu sem þeir eru allir meðlimir í og væntanlegar þingkosningar í lok árs 2019. Einnig var talað um verkefni í Angóla og Suður-Afríku.

Þremenningarnir komu til Íslands á árshátíð Samherja sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri tveimur dögum áður, þann 9. apríl, og greiddi Samherji fyrir þá flug og hótel í tengslum við komuna á árshátíðina.

Í skjali til undirbúnings fyrir fundinn með þremenningunum er fjallað um sýn þeirra á framtíð mála í Namibíu, en ekki skráð hvaða Íslendingar fengu það í sínar hendur.

„Þeir hafa lagt mikið í að koma okkur þangað sem við erum (breytt lögum og farið með það í gegnum þingið),“ segir í skjalinu. „Þetta er að sjálfsögðu pólitískt. Það er margt búið að gerast á bakvið tjöldin. Við erum í dag með 3ja stærsta kvótann ekki af ástæðulausu [sic].“

„Það er margt búið að gerast á bakvið tjöldin. Við erum í dag með 3ja stærsta kvótann ekki af ástæðulausu“

Þá er lýst pólitísku mikilvægi mannanna, en James er stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor og Sacky var á þessum tíma ríkissaksóknari, en síðar dómsmálaráðherra Namibíu. „Þeir vilja vinna með okkur en tíminn er á þrotum,“ segir ennfremur. „Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið og þá er betra að segja það strax.“

Eftir að Jóhannes hætti hjá fyrirtækinu í júlí 2016 héldu mútugreiðslurnar áfram. Síðustu millifærslurnar sem heimildir eru fyrir eru frá því í byrjun þessa árs, frá 9. og 31. janúar 2019 en þá var Jóhannes búinn að setja sig í samband við Wikileaks út af Namibíumálinu með það fyrir augum að upplýsa um millifærslurnar. 

Vann náið með uppljóstraranum

Úr fundargerðJón Óttar starfaði með Jóhannesi uppljóstrara að verkefnum sem tengd voru mútugreiðslunum.

Í fundargerð frá 28. júní 2016 kemur fram að Jón Óttar hafi aðstoðað Jóhannes Stefánsson uppljóstrara við ákveðna þætti sem varðar Angólaverkefnið svokallaða. Verkefnið snérist um misnotkun á milliríkjasamningum á milli tveggja Afríkulanda, Namibíu og Angóla, til að tryggja félagi í eigu Samherja kvóta í Namibíu sem ekki var talið verjandi að yrði gefinn út einhliða í Namibíu. Þá kemur einnig fram að hann hafi hjálpað við Fishcor verkefnið, sem snéri að kvóta sem Samherji fékk frá ríkisfyrirtækinu Fishcor, sem James Hatuikulipi, einn af namibískum mútuþegum Samherja, var stjórnarformaður hjá.

Í fundargerðinni segir einnig að Jón Óttar sé „byrjaður að bakka upp“ Jóhannes í vinnu við lobbíisma. Þar eru nefndar leiðir til hagsmunagæslu, meðal annars að halda sambandi við þá sem skipta máli, bjóða ráðherranum um borð í skip Samherja og til Íslands. Loks unnu Jóhannes og Jón Óttar hlið við hlið að fyrirhugaðri útgerð Samherja í Suður-Afríku sem ekkert varð að lokum úr, en hafði verið rædd með Þorsteini Má og þremenningunum eftir árshátíðina.

GlæpasagnahöfundurJón Óttar Ólafsson er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og hefur skrifað glæpasögur um löggur sem liggja á hleri.

Í tölvupóstsamskiptum má einnig sjá að Jón Óttar fékk afrit af póstum þar sem fjallað var um greiðslur sem renna áttu í skattaskjólið Máritíus. Einn póstanna sendir Ingvar Júlíusson, framkvæmdastjóri Esju Shipping á Kýpur, til Jóhannesar og Jóns Óttars og fjallar hann um greiðslu upp á 41 milljón króna til félags Samherja, Mermaria Investments á Máritíus.

Samherji tók hluta af hagnaðinum af fiskveiðum sínum í Namibíu út úr landinu í gegnum lágskattasvæðið Kýpur og skattaskjól eins og Marshall-eyjar og Máritíus til að koma sér undan því að greiða lögbundna skatta og gjöld til namibísks samfélags. Mermaria Investments gerði samning við útgerð Samherja í Namibíu, Arcticnam Fishing, árið 2014 um að fá greiddar 5 prósent af tekjum fyrirtækisins sem sérleyfisgjöld (e. royalty). Samtals námu greiðslurnar til félagsins um 640 milljónum króna á þremur árum.

Jón Óttar Ólafsson starfaði áður hjá embætti sérstaks saksóknara, en var rekinn þaðan árið 2012 fyrir meint brot á þagnarskyldu. Var hann kærður í málinu, en ríkissaksóknari taldi það ekki nægjanlegt til sakfellis og lét það falla niður árið 2013. Hann hefur einnig skrifað tvær glæpaskáldsögur sem heita Hlustað og Ókyrrð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár