Samherji hefur alltaf reynt að fara frekar leynt með þá staðreynd að þeir hafa verið stórtækir í hestamakrílsveiðum í Afríku frá því árið 2007. Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Namibíumálinu, og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, segir að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi alltaf verið mjög skýr með að segja ekki of mikið um starfsemina í Namibíu. „Þegar ég hélt kynningu á stjórnendafundi Samherja þá átti að reyna að halda sem mestu leyndu fyrir öðrum stjórnendum Samherja. Hann vildi samt grobba sig aðeins af þessu. Namibía og Kanada voru lönd sem varð að segja eitthvað um en passa sig að segja ekki of mikið. Þorsteinn Már er náttúrlega mikill narsissisti. Það er ekki eins og ég hafi getað sett hvað sem var í kynninguna.“
„Þegar ég hélt kynningu á stjórnendafundi Samherja þá átti að reyna að halda sem mestu leyndu fyrir öðrum stjórnendum Samherja.“
Árið 2007, þegar Samherji keypti útgerð Sjólaskipa sem …
Athugasemdir