Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal

Huldu­fé­lag í Lúx­em­borg hef­ur auk­ið við rétt­indi sín í einni fræg­ustu lax­veiðiá lands­ins. Tals­mað­ur James Ratclif­fe þver­tek­ur fyr­ir að hann komi að kaup­un­um.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal
James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson Mikil viðskipti og samstarf hafa verið á milli félaganna sem halda utan um jarðirnar.

Félag sem tengst hefur jarðakaupum breska auðkýfingsins James Ratcliffe á Norðausturlandi hefur aukið hlut sinn í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal. Talsmaður Ratcliffe hafnar því að hann sé að reyna að eignast réttindi í ánni sem er ein þekktasta laxveiðiá landsins.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Félagið Aðaldalur ehf. er í eigu félagsins Dylan Holdings SA í Lúxemborg, en eignarhald þess er ekki þekkt. Talið er að Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, sé meðal eigenda, en hann situr í stjórnum margra dótturfélaga þess. Félagið átti fyrir hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal, en keypti í september hluta jarðarinnar Austurhaga.

Félög í eigu Dylan Holdings hafa áður verið seld Ratcliffe ásamt jörðum og samstarf hefur verið þeirra á milli, meðal annars í gegnum Veiðiklúbbinn Streng. Framkvæmdastjóri hans og talsmaður Ratcliffe á Íslandi, Gísli Ásgeirsson, segir Ratcliffe hins vegar ekki eiganda Dylan Holdings og að hann seilist ekki til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Hann hyggist einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í.

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe, Jóhannes og viðskiptafélagar þeirra hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Samanlögð stærð landsins sem þeir eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár