Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal

Huldu­fé­lag í Lúx­em­borg hef­ur auk­ið við rétt­indi sín í einni fræg­ustu lax­veiðiá lands­ins. Tals­mað­ur James Ratclif­fe þver­tek­ur fyr­ir að hann komi að kaup­un­um.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal
James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson Mikil viðskipti og samstarf hafa verið á milli félaganna sem halda utan um jarðirnar.

Félag sem tengst hefur jarðakaupum breska auðkýfingsins James Ratcliffe á Norðausturlandi hefur aukið hlut sinn í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal. Talsmaður Ratcliffe hafnar því að hann sé að reyna að eignast réttindi í ánni sem er ein þekktasta laxveiðiá landsins.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Félagið Aðaldalur ehf. er í eigu félagsins Dylan Holdings SA í Lúxemborg, en eignarhald þess er ekki þekkt. Talið er að Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, sé meðal eigenda, en hann situr í stjórnum margra dótturfélaga þess. Félagið átti fyrir hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal, en keypti í september hluta jarðarinnar Austurhaga.

Félög í eigu Dylan Holdings hafa áður verið seld Ratcliffe ásamt jörðum og samstarf hefur verið þeirra á milli, meðal annars í gegnum Veiðiklúbbinn Streng. Framkvæmdastjóri hans og talsmaður Ratcliffe á Íslandi, Gísli Ásgeirsson, segir Ratcliffe hins vegar ekki eiganda Dylan Holdings og að hann seilist ekki til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Hann hyggist einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í.

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe, Jóhannes og viðskiptafélagar þeirra hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Samanlögð stærð landsins sem þeir eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu