Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal

Huldu­fé­lag í Lúx­em­borg hef­ur auk­ið við rétt­indi sín í einni fræg­ustu lax­veiðiá lands­ins. Tals­mað­ur James Ratclif­fe þver­tek­ur fyr­ir að hann komi að kaup­un­um.

Auka hlut sinn í Laxá í Aðaldal
James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson Mikil viðskipti og samstarf hafa verið á milli félaganna sem halda utan um jarðirnar.

Félag sem tengst hefur jarðakaupum breska auðkýfingsins James Ratcliffe á Norðausturlandi hefur aukið hlut sinn í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal. Talsmaður Ratcliffe hafnar því að hann sé að reyna að eignast réttindi í ánni sem er ein þekktasta laxveiðiá landsins.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Félagið Aðaldalur ehf. er í eigu félagsins Dylan Holdings SA í Lúxemborg, en eignarhald þess er ekki þekkt. Talið er að Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, sé meðal eigenda, en hann situr í stjórnum margra dótturfélaga þess. Félagið átti fyrir hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal, en keypti í september hluta jarðarinnar Austurhaga.

Félög í eigu Dylan Holdings hafa áður verið seld Ratcliffe ásamt jörðum og samstarf hefur verið þeirra á milli, meðal annars í gegnum Veiðiklúbbinn Streng. Framkvæmdastjóri hans og talsmaður Ratcliffe á Íslandi, Gísli Ásgeirsson, segir Ratcliffe hins vegar ekki eiganda Dylan Holdings og að hann seilist ekki til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Hann hyggist einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í.

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe, Jóhannes og viðskiptafélagar þeirra hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Samanlögð stærð landsins sem þeir eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár