Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

Lækn­ir Kvenna­deild­ar Land­spít­al­ans skrif­aði upp á vott­orð þar sem hann mælti gegn löngu flugi.

Þungaða konan komin til Albaníu eftir 19 tíma ferðalag
Á lögreglustöðinni Samtökin No Borders birtu þessa mynd rétt eftir miðnætti í nótt en þar má sjá hinn tveggja ára albanska dreng á lögreglustöð í heimalandinu.

Albanska fjölskyldan sem var send úr landi í gærmorgun er komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag. Þau voru á lögreglustöð í heimalandinu þegar Stundin náði tali af þeim og sögðust örþreytt eftir ferðalagið. Líkt og Stundin greindi frá í gær þá millilentu þau í Berlín í Þýskalandi um hádegisbil í gær. Eftir nokkurra klukkustunda bið lá leiðin til Vínarborgar í Austurríki, þaðan sem þeim var loks flogið til Albaníu.

Öllum reglum fylgtÞorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar sagði í Kastljósi í kvöld að öllum settum reglum hefði verið fylgt þegar konunni var vísað úr landi.

Konan, sem er gengin 36 vikur á leið, maður hennar og dveggja ára drengur, voru öll stödd á lögreglustöð í Albaníu þegar Stundin náði tali af þeim. Þau höfðu þá verið á ferðalagi í nítján stundir og lítið sem ekkert sofið nóttina á undan.

Í vottorði frá Kvennadeild Landspítalans frá því í fyrrinótt kemur fram að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum „og ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun hefur gefið út að konan hafi verið ferðafær.

Vottorðið breyti engu

„Þegar við lásum yfir þetta vottorð í morgun þá fannst okkur það einfaldlega benda á að það væri erfitt að fara í langt flug og það er ekkert, eins og við lásum út úr því, og erum sammála mati starfsmanni í nótt, að það eitt og sér hefði ekki átt að leiða til þess að það væri hætt við framkvæmdina,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar í Kastljósi í gærkvöldi.

„Þegar við lásum yfir þetta vottorð í morgun þá fannst okkur það einfaldlega benda á að það væri erfitt að fara í langt flug“

Þá sagði hann að það hefði verið mat stoðdeildar Ríkislögreglustjóra að umrætt vottorð frá Kvennadeild Landspítalans „breyti ekki fyrra mati þeirra“, sem byggði á vottorði Kai Blöndal, trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar. Þorsteinn gat hinsvegar ekki svarað því hvort sá læknir hefði nokkru sinni framkvæmt læknisskoðun á konunni, en fullyrt hefur verið að það hafi hann í raun aldrei gert.

Alvarlegt að ráðleggingum sé ekki fylgt

Sjónarvottar hafa lýst því að konunni hafi verið mikið niðri fyrir í fyrrinótt, hún hafi verið stressuð og þá hafi byrjað að blæða mikið úr nefi. Eva Jónasdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, sagði í samtali við Stundina í gær að það væri óskynsamlegt að hunsa ráðleggingar lækna.

“Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa“

„Það er einhver ástæða fyrir því að gefið var út vottorð hjá okkur og það er óskynsamlegt að fara ekki eftir þeim ráðleggingum,“ sagði hún. „Það eru tvö líf í húfi þegar þungaðar konur eru að fljúga og ef þeim er ráðlagt að gera það ekki fylgir því ákveðin áhætta.”

Landlæknisembættið metur konuna „í áhættuhópi og mjög viðkvæmri stöðu“. Samkvæmt svörum embættisins til Stundarinnar er það litið „alvarlegum augum“ að ráðleggingum sérfræðinga Landspítalans hafi ekki verið hlýtt.

Ráðherra segir öllum reglum fylgt

Samkvæmt reglum Útlendingastofnun fór eftir þeim reglum sem þau hafa, segir dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var spurð út í það í fréttum RÚV í gærkvöldi hvort hún hefði verið í sambandi við Útlendingastofnun vegna málsins og hvort hún væri sátt við þau svör sem hún hefði fengið þar. „Já, ég hef rætt við þau í dag og það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa,“ sagði ráðherrann. 

Aðspurður um það í Kastljósi hvort stofnuninni gæti staðið að sambærilegri brottvísun á nýjan leik, þar sem kona væri komin þetta langt á leið sagði forstjóri Útlendingastofnunar: „Já, eins og staðan er í dag, þá sjáum við því ekkert til fyrirstöðu á meðan að það er ekkert sem að hrjáir viðkomandi einstakling sem á undir. Þannig að ef  viðkomandi er fær um að ferðast, þá er að okkar mati þá eðlilegast að það sé þá farin ferðin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár