Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi

Lög­regl­an er sögð vera að flytja ólétta konu, sem kom­in er á ní­unda mán­uð á leið, úr landi ásamt manni henn­ar og tveggja ára gömlu barni. Eft­ir að kon­unni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkra­húsi hafi hún ver­ið flutt í lög­reglu­bíl í for­gangsakstri til brott­flutn­ings úr landi.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi
Konan fyrir brottflutningin Samtökin No Borders tóku ljósmynd af konunni á spítala í nótt, þar sem hún beið þess að lögregla flytti hana nauðuga úr landi. Mynd: No Boders

Um 26 ára gömul kona, sem komin er tæplega 9 mánuði á leið, hefur verið tekin af lögreglu í nótt í því skyni að flytja hana úr landi, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum No Borders. 

Samkvæmt frásögn samtakanna birtist lögreglan „óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa þeim“ klukkan 18 í gærkvöldi. Konan hafi orðið fyrir „miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi“. Parið hafi fengið heimild lögreglu til að fara á spítala, með þeim fyrirvara að lögregla myndi sækja fjölskylduna klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið. 

Barn bíður brottvísunarTveggja ára drengur beið þess á Landspítalanum í nótt að vera fluttur úr landi, á meðan móðir hans fékk læknisaðstoð.

Fram kemur í frásögn No Borders að konan hafi fengið vottorð á spítalanum um að henni væri ekki ráðlagt að fljúga vegna ástands síns. „Konan er komin út af mæðradeild þar sem hún fékk vottorð með upplýsingum um hversu langt hún væri gengin og að ekki væri mælt með að hún myndi fljúga. Venjulega þegar óléttar konur flúga þurfa þær að fá svokallað „fit to fly“ vottorð en engin fordæmi voru hins vegar fyrir að gefa „not fit to fly“ vottorð þar sem enginn læknanna hafði upplifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja hennar. Vonast er til að þetta vottorð hafi eitthvað að segja, en nú er hún á leið heim til sín þar sem lögreglan bíður,“ sögðu samtökin í nótt.

Samkvæmt sömu lýsingum taldi lögregla sig hins vegar hafa heimild frá trúnaðarlækni Útlendingastofnunar til að færa konuna í flug úr landi.

„Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Um þrjú í nótt héldu samtökin áfram að lýsa framvindu mála. „Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að „trúnaðarlæknir“ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin væri fram.“

Myndband af vettvangi í nóttSamtökin No Borders tóku myndband af brottflutningi fólksins í nótt.

Í síðustu færslu samtakanna, klukkan fimm í nótt, kom fram að fjölskyldan hefði verið færð í lögreglubíl. „Lögreglan kom á brottrekstrarbíl og stuttu seinna flygdu tveir lögreglubílar með ljósin á. Lögreglan segist vera með “fit to fly” vottorð sem hún hefur ekki fengið að sjá og frá lækni sem hún hefur ekki hitt. Lögreglan kýs að styðjast við þetta vottorð frekar en það sem hún fékk frá ljósmóður á mæðra deild fyrr í kvöld. Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Stundin reyndi að hafa samband við forstjóra og upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, en hvorugt tók síma. Hvorki landlæknir né aðstoðarmaður landlæknis svöruðu símtölum og skilaboðum vegna málsins. Stundin heldur áfram umfjöllun um málið. Samkvæmt svörum frá Ríkislögreglustjóra verður unnt að fá svör þaðan um hádegi.

Samtökin No Borders fullyrða að fólkið hafi ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár