Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi

Lög­regl­an er sögð vera að flytja ólétta konu, sem kom­in er á ní­unda mán­uð á leið, úr landi ásamt manni henn­ar og tveggja ára gömlu barni. Eft­ir að kon­unni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkra­húsi hafi hún ver­ið flutt í lög­reglu­bíl í for­gangsakstri til brott­flutn­ings úr landi.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi
Konan fyrir brottflutningin Samtökin No Borders tóku ljósmynd af konunni á spítala í nótt, þar sem hún beið þess að lögregla flytti hana nauðuga úr landi. Mynd: No Boders

Um 26 ára gömul kona, sem komin er tæplega 9 mánuði á leið, hefur verið tekin af lögreglu í nótt í því skyni að flytja hana úr landi, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum No Borders. 

Samkvæmt frásögn samtakanna birtist lögreglan „óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa þeim“ klukkan 18 í gærkvöldi. Konan hafi orðið fyrir „miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi“. Parið hafi fengið heimild lögreglu til að fara á spítala, með þeim fyrirvara að lögregla myndi sækja fjölskylduna klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið. 

Barn bíður brottvísunarTveggja ára drengur beið þess á Landspítalanum í nótt að vera fluttur úr landi, á meðan móðir hans fékk læknisaðstoð.

Fram kemur í frásögn No Borders að konan hafi fengið vottorð á spítalanum um að henni væri ekki ráðlagt að fljúga vegna ástands síns. „Konan er komin út af mæðradeild þar sem hún fékk vottorð með upplýsingum um hversu langt hún væri gengin og að ekki væri mælt með að hún myndi fljúga. Venjulega þegar óléttar konur flúga þurfa þær að fá svokallað „fit to fly“ vottorð en engin fordæmi voru hins vegar fyrir að gefa „not fit to fly“ vottorð þar sem enginn læknanna hafði upplifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja hennar. Vonast er til að þetta vottorð hafi eitthvað að segja, en nú er hún á leið heim til sín þar sem lögreglan bíður,“ sögðu samtökin í nótt.

Samkvæmt sömu lýsingum taldi lögregla sig hins vegar hafa heimild frá trúnaðarlækni Útlendingastofnunar til að færa konuna í flug úr landi.

„Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Um þrjú í nótt héldu samtökin áfram að lýsa framvindu mála. „Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að „trúnaðarlæknir“ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin væri fram.“

Myndband af vettvangi í nóttSamtökin No Borders tóku myndband af brottflutningi fólksins í nótt.

Í síðustu færslu samtakanna, klukkan fimm í nótt, kom fram að fjölskyldan hefði verið færð í lögreglubíl. „Lögreglan kom á brottrekstrarbíl og stuttu seinna flygdu tveir lögreglubílar með ljósin á. Lögreglan segist vera með “fit to fly” vottorð sem hún hefur ekki fengið að sjá og frá lækni sem hún hefur ekki hitt. Lögreglan kýs að styðjast við þetta vottorð frekar en það sem hún fékk frá ljósmóður á mæðra deild fyrr í kvöld. Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Stundin reyndi að hafa samband við forstjóra og upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, en hvorugt tók síma. Hvorki landlæknir né aðstoðarmaður landlæknis svöruðu símtölum og skilaboðum vegna málsins. Stundin heldur áfram umfjöllun um málið. Samkvæmt svörum frá Ríkislögreglustjóra verður unnt að fá svör þaðan um hádegi.

Samtökin No Borders fullyrða að fólkið hafi ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu