Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi

Lög­regl­an er sögð vera að flytja ólétta konu, sem kom­in er á ní­unda mán­uð á leið, úr landi ásamt manni henn­ar og tveggja ára gömlu barni. Eft­ir að kon­unni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkra­húsi hafi hún ver­ið flutt í lög­reglu­bíl í for­gangsakstri til brott­flutn­ings úr landi.

Ólétt kona með tveggja ára barn tekin af lögreglu í nótt til brottvísunar úr landi
Konan fyrir brottflutningin Samtökin No Borders tóku ljósmynd af konunni á spítala í nótt, þar sem hún beið þess að lögregla flytti hana nauðuga úr landi. Mynd: No Boders

Um 26 ára gömul kona, sem komin er tæplega 9 mánuði á leið, hefur verið tekin af lögreglu í nótt í því skyni að flytja hana úr landi, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum No Borders. 

Samkvæmt frásögn samtakanna birtist lögreglan „óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa þeim“ klukkan 18 í gærkvöldi. Konan hafi orðið fyrir „miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi“. Parið hafi fengið heimild lögreglu til að fara á spítala, með þeim fyrirvara að lögregla myndi sækja fjölskylduna klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið. 

Barn bíður brottvísunarTveggja ára drengur beið þess á Landspítalanum í nótt að vera fluttur úr landi, á meðan móðir hans fékk læknisaðstoð.

Fram kemur í frásögn No Borders að konan hafi fengið vottorð á spítalanum um að henni væri ekki ráðlagt að fljúga vegna ástands síns. „Konan er komin út af mæðradeild þar sem hún fékk vottorð með upplýsingum um hversu langt hún væri gengin og að ekki væri mælt með að hún myndi fljúga. Venjulega þegar óléttar konur flúga þurfa þær að fá svokallað „fit to fly“ vottorð en engin fordæmi voru hins vegar fyrir að gefa „not fit to fly“ vottorð þar sem enginn læknanna hafði upplifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja hennar. Vonast er til að þetta vottorð hafi eitthvað að segja, en nú er hún á leið heim til sín þar sem lögreglan bíður,“ sögðu samtökin í nótt.

Samkvæmt sömu lýsingum taldi lögregla sig hins vegar hafa heimild frá trúnaðarlækni Útlendingastofnunar til að færa konuna í flug úr landi.

„Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Um þrjú í nótt héldu samtökin áfram að lýsa framvindu mála. „Tveir lögreglumenn stoðdeildar komu og skoðuðu vottorðið frá meðgöngudeild landspítalans. Þeir sögðu að það skipti ekki neinu máli og að „trúnaðarlæknir“ Útlendingastofnunnar hefði ákveðið þetta. Konan man ekki eftir að hafa hitt lækni frá UTL en fór í blóðtöku hjá göngudeild hælisleitenda fyrir 10 dögum. Engar frekari skoðanir fór fram, fyrir utan skoðun frá ljosmæðrum á meðgöngudeild í kvöld. Þær mæla eindregið gegn því að brottvisunin væri fram.“

Myndband af vettvangi í nóttSamtökin No Borders tóku myndband af brottflutningi fólksins í nótt.

Í síðustu færslu samtakanna, klukkan fimm í nótt, kom fram að fjölskyldan hefði verið færð í lögreglubíl. „Lögreglan kom á brottrekstrarbíl og stuttu seinna flygdu tveir lögreglubílar með ljósin á. Lögreglan segist vera með “fit to fly” vottorð sem hún hefur ekki fengið að sjá og frá lækni sem hún hefur ekki hitt. Lögreglan kýs að styðjast við þetta vottorð frekar en það sem hún fékk frá ljósmóður á mæðra deild fyrr í kvöld. Lögregla færði fjölskylduna inní bíl til að fara með uppá flugvöll.“

Stundin reyndi að hafa samband við forstjóra og upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, en hvorugt tók síma. Hvorki landlæknir né aðstoðarmaður landlæknis svöruðu símtölum og skilaboðum vegna málsins. Stundin heldur áfram umfjöllun um málið. Samkvæmt svörum frá Ríkislögreglustjóra verður unnt að fá svör þaðan um hádegi.

Samtökin No Borders fullyrða að fólkið hafi ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár