Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, voru ósam­mála um áhersl­ur í sam­göngu­mál­um á þingi Norð­ur­landa­ráðs í dag.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima
Oddný Harðardóttir Þingmaður Samfylkingar vísar í orð Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Mynd: Alþingi

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að stjórnmálamenn þurfi að lofa minna af öllu, en í staðinn fáist meiri umhyggja og jöfnuður. Hún er stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem hún ræddi við forsætisráðherra Danmerkur og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, Mette Frederiksen, um umhverfismál.

„Spurði danska forsætisráðherrann um hugmynd sem ég heyrði fyrst frá Andra Snæ Magnasyni, um hvernig henni litist á þá hugmynd að þeir sem keyra bensín og díselbíla skilji bílinn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020 og geri svo enn betur næstu ár,“ skrifar Oddný á Facebook. „Forsætisráðherranum leist mjög illa á þessa hugmynd. Fólk þyrfti að komast leiðar sinnar og finna ætti frekar nýja orkugjafa í staðinn.“

Hún segir að erfitt verði fyrir Dani að ná 70% markmiðum sínum um minni losun fyrir 2040. „Einkum ef það má ekki kosta neinar breytingar í hegðun eða neysluvenjum almennings.“

Oddný er ósammála þessum sjónarmiðum forsætisráðherrans. „Þegar Benedikt Erlingsson tók við norrænu kvikmyndaverðlaununum í fyrra fyrir myndina Kona fer í stríð, sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnmálamenn þyrftu að lofa minna af öllu; minna dót, minna kjöt, færri ferðalög en í staðinn meira af ást. Ég held að þetta sé rétt hjá Benedikt en vonandi fáum við í breytingaferlinu í kaupbæti meiri umhyggju og jöfnuð,“ skrifar hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár