Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, voru ósam­mála um áhersl­ur í sam­göngu­mál­um á þingi Norð­ur­landa­ráðs í dag.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima
Oddný Harðardóttir Þingmaður Samfylkingar vísar í orð Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Mynd: Alþingi

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að stjórnmálamenn þurfi að lofa minna af öllu, en í staðinn fáist meiri umhyggja og jöfnuður. Hún er stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem hún ræddi við forsætisráðherra Danmerkur og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, Mette Frederiksen, um umhverfismál.

„Spurði danska forsætisráðherrann um hugmynd sem ég heyrði fyrst frá Andra Snæ Magnasyni, um hvernig henni litist á þá hugmynd að þeir sem keyra bensín og díselbíla skilji bílinn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020 og geri svo enn betur næstu ár,“ skrifar Oddný á Facebook. „Forsætisráðherranum leist mjög illa á þessa hugmynd. Fólk þyrfti að komast leiðar sinnar og finna ætti frekar nýja orkugjafa í staðinn.“

Hún segir að erfitt verði fyrir Dani að ná 70% markmiðum sínum um minni losun fyrir 2040. „Einkum ef það má ekki kosta neinar breytingar í hegðun eða neysluvenjum almennings.“

Oddný er ósammála þessum sjónarmiðum forsætisráðherrans. „Þegar Benedikt Erlingsson tók við norrænu kvikmyndaverðlaununum í fyrra fyrir myndina Kona fer í stríð, sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnmálamenn þyrftu að lofa minna af öllu; minna dót, minna kjöt, færri ferðalög en í staðinn meira af ást. Ég held að þetta sé rétt hjá Benedikt en vonandi fáum við í breytingaferlinu í kaupbæti meiri umhyggju og jöfnuð,“ skrifar hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár