Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, voru ósam­mála um áhersl­ur í sam­göngu­mál­um á þingi Norð­ur­landa­ráðs í dag.

Oddný stakk upp á að Danir skildu bílinn oftar eftir heima
Oddný Harðardóttir Þingmaður Samfylkingar vísar í orð Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Mynd: Alþingi

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að stjórnmálamenn þurfi að lofa minna af öllu, en í staðinn fáist meiri umhyggja og jöfnuður. Hún er stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem hún ræddi við forsætisráðherra Danmerkur og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, Mette Frederiksen, um umhverfismál.

„Spurði danska forsætisráðherrann um hugmynd sem ég heyrði fyrst frá Andra Snæ Magnasyni, um hvernig henni litist á þá hugmynd að þeir sem keyra bensín og díselbíla skilji bílinn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020 og geri svo enn betur næstu ár,“ skrifar Oddný á Facebook. „Forsætisráðherranum leist mjög illa á þessa hugmynd. Fólk þyrfti að komast leiðar sinnar og finna ætti frekar nýja orkugjafa í staðinn.“

Hún segir að erfitt verði fyrir Dani að ná 70% markmiðum sínum um minni losun fyrir 2040. „Einkum ef það má ekki kosta neinar breytingar í hegðun eða neysluvenjum almennings.“

Oddný er ósammála þessum sjónarmiðum forsætisráðherrans. „Þegar Benedikt Erlingsson tók við norrænu kvikmyndaverðlaununum í fyrra fyrir myndina Kona fer í stríð, sagði hann eitthvað á þá leið að stjórnmálamenn þyrftu að lofa minna af öllu; minna dót, minna kjöt, færri ferðalög en í staðinn meira af ást. Ég held að þetta sé rétt hjá Benedikt en vonandi fáum við í breytingaferlinu í kaupbæti meiri umhyggju og jöfnuð,“ skrifar hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu