Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði Guð­mund Inga Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, þurfa að gera mála­miðl­an­ir í nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Logi Einarsson: „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum“
Logi Einarsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfisráðherra var til svara á Alþingi í dag.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði ljóst að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og nýkjörinn varaformaður Vinstri grænna, myndi ekki ná fram stefnu sinni í málaflokknum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Logi óskaði Guðmundi til hamingju með að hafa verið kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um liðna helgi og sagðist ekki efast um afstöðu hans í loftslagsmálum. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefði sagt að Vinstri græn hafi gert málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það þarf ekki mikinn speking til að átta sig á því að því lengra sem er á milli fólks í upphafi, því stærri þurfa málamiðlanirnar að vera,“ sagði Logi.

Logi sagði of litlu eytt í málaflokkinn og ljóst að Samfylkingin og Vinstri græn þyrftu ekki að gera neinar málamiðlanir til að ná saman í málaflokknum. Miða ætti við að eyða 2,5 prósentum af fjárlögum í málaflokkinn. „Íslendingar eru einfaldlega mestu umhverfissóðar í heiminum,“ sagði Logi. „Og losun okkar, hvers og eins okkar, er meiri en almennt er.“

Guðmundur sagðist ekki taka undir 2,5 prósent markmiðið, þar sem það væri notað sem almennt viðmið á heimsvísu til breytinga á orkukerfum. „Það er alveg vitað að hér á Íslandi er búið að ráðast í hluta af þessu, sérstaklega það sem að lýtur að hitaveituvæðingunni og síðan líka það sem lýtur að framleiðslu rafmagns.“

Bætti Logi því við að með svarinu virtist Guðmundur hafa breyst í dæmigerðan stjórnmálamann á einum sólahringi eftir að hann hann gekk formlega inn í flokksstarf. „Ekki veit ég hvort ég breyttist yfir nótt,“ svaraði Guðmundur. „Ég tel að við þurfum að setja okkur stærri markmið þegar kemur að loftslagsmálum.“ Bætti hann við að samkvæmt Parísarsáttmálanum ættu öll ríki sem aðild eiga að honum að setja sér ný markmið á næsta ári. Sagði hann að Íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annarra. „Auðvitað ættum við Íslendingar að setja okkur markmið um meiri samdrátt, ég tek undir það,“ sagði hann að lokum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spurði Guðmund í framhaldinu hvort hann teldi sig geta komið ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eða hvort hann teldi sig þurfa stuðning umhverfissinnaðra stjórnarandstöðuflokka. Guðmundur benti þá á að Vinstri græn hefðu sett sér það markmið að ganga lengra í loftslagsmálum en að ná kolefnishlutleysi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár