Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðla­banki Ís­lands dæmd­ur til að veita blaða­mann­in­um Ara Brynj­ólfs­syni upp­lýs­ing­ar um starfs­loka­samn­ing bank­ans við fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits.

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar
Niðurstaða sem blasti við Ari segir að allan tíman hafi verið ljóst að Seðlabankanum bæri að afhenda gögnin.

Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, upplýsinga um samning sem gerður hafði verið við fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Seðlabankinn höfðaði mál á hendur Ara til að komast hjá því að veita honum upplýsingarnar eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði úrskurðað að bankanum bæri að veita þær.

Umræddar upplýsingar snúa að samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, hafði gert við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvædastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Eftir heimildum Ara var gerður starfslokasamningur við Ingibjörgu sem meðal annars gekk út á að hún fengi greiddan námsstyrk við Harvard-háskóla en einnig laun án þess að vinnuframlag kæmi á móti.

Ari óskaði eftir upplýsingunum í nóvember á síðasta ári en Seðlabankinn synjaði honum um þær upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók málið fyrir og tók það nefndin fimm mánuði að kveða upp úrskurð, Ara í vil. Því vildi Seðlabankinn ekki una og stefndi Ara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að hann fengi umbeðnar upplýsingar. Því dómsmáli tapaði bankinn sem fyrr segir í morgun en ekki er ljóst hvort dómnum verði áfrýjað.

„Ég fagna niðurstöðunni, það blasti allan tímann við að Seðlabankanum væri skylt að afhenda þessi gögn. Ég á hins vegar eftir að fara yfir niðurstöðunna með lögmanni mínum og fá það á hreint hvort Seðlabankinn ætlar að reyna að tefja afhendingu gagnanna eitthvað frekar," sagði Ari í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár