Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðla­banki Ís­lands dæmd­ur til að veita blaða­mann­in­um Ara Brynj­ólfs­syni upp­lýs­ing­ar um starfs­loka­samn­ing bank­ans við fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits.

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar
Niðurstaða sem blasti við Ari segir að allan tíman hafi verið ljóst að Seðlabankanum bæri að afhenda gögnin.

Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, upplýsinga um samning sem gerður hafði verið við fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Seðlabankinn höfðaði mál á hendur Ara til að komast hjá því að veita honum upplýsingarnar eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði úrskurðað að bankanum bæri að veita þær.

Umræddar upplýsingar snúa að samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, hafði gert við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvædastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Eftir heimildum Ara var gerður starfslokasamningur við Ingibjörgu sem meðal annars gekk út á að hún fengi greiddan námsstyrk við Harvard-háskóla en einnig laun án þess að vinnuframlag kæmi á móti.

Ari óskaði eftir upplýsingunum í nóvember á síðasta ári en Seðlabankinn synjaði honum um þær upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók málið fyrir og tók það nefndin fimm mánuði að kveða upp úrskurð, Ara í vil. Því vildi Seðlabankinn ekki una og stefndi Ara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að hann fengi umbeðnar upplýsingar. Því dómsmáli tapaði bankinn sem fyrr segir í morgun en ekki er ljóst hvort dómnum verði áfrýjað.

„Ég fagna niðurstöðunni, það blasti allan tímann við að Seðlabankanum væri skylt að afhenda þessi gögn. Ég á hins vegar eftir að fara yfir niðurstöðunna með lögmanni mínum og fá það á hreint hvort Seðlabankinn ætlar að reyna að tefja afhendingu gagnanna eitthvað frekar," sagði Ari í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár