Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Indriði H. Þor­láks­son seg­ir frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar um þrepa­skipt­an skatt á arf illa rök­stutt. Hann seg­ir erfða­fjárskatt ekki vera tví­skött­un og lækk­un hans gagn­ist helst þeim eigna­mestu.

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
Indriði H. Þorláksson Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir alla greiningu skorta á áhrifum breytinganna á tekju- og eignahópa. Mynd: Heiða Helgadóttir

Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um lækkun erfðafjárskatts mun auka misskiptingu og gagnast mest þeim sem eru efnameiri. Þá munu einbirni og fámennir hópar erfingja koma betur út úr breytingunum. Þetta er mat Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í umsögn við frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu lækkar erfðafjárskattur um helming á upphæðir undir 75 milljónum króna og verður ríkissjóður af tveimur milljörðum vegna þessa á næsta ári verði frumvarpið að lögum.

„Tvískipting skattstiga erfðafjárskatts er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd en ókostirnir eru þeir að sú leið að setja nýtt lægra þrep í stað nýs hærra þreps mun auka á það ójafnræði sem þegar er fyrir í því að hafa þessar tekjur lítið skattlagðar í samanburði við aðrar tekjur,“ skrifar Indriði. „Þessi lága skattlagning á háar arfstekjur er einnig til þess fallinn að auka misskiptingu eigna og samþjöppun þeirra. Úr hvoru tveggja mætti draga með því að bæta við hærra skattþrepi í stað lægra skattþreps. Eða jafnvel að hækka núverandi þrep og bæta öðru við t.d. 15% og 25% að fyrirmynd Dana. Úr áhrifunum á lágan arð mættti draga með því að hækka frímark arfs sem nú er 1,5 mkr.“

Segir Indriði einnig að breytingin sé gölluð að því leyti að hún miðist við dánarbúið en ekki arftakana, sem eru hinir raunverulegu greiðendur skattsins. „Þannig er einbirnum og fámennum erfingjahópum ívilnað miðað þau tilvik þegar erfingjar eru fleiri. Þetta mætti laga með því að miða frítekjumarkið og væntanlegt þrep við hvern lögerfingja í stað dánarbúsins. Um leið væri þá rökrétt að frítekjumarkið og þrepaskilin væru lægri en ella hefði verið,“ skrifar hann.

Indriði segir að eignaskattur teljist ekki til tvísköttunar, þrátt fyrir umræðu um slíkt á fyrri stigum málsins. „Tal þeirra um tvísköttun, sem reyndar hefur heyrst frá fleiri áhugamönnum um lækkun erfðafjárskatts, á sér enga stoð í reynd. Tvísköttun er þegar sama skattaðila er gert að greiða tvívegis skatt af sama skattstofni, t.d. að greiða tekjuskatt af sömu tekjum tvívegis t.d. í tveimur löndum eða tvívegis í sama landi. Í tilviki erfðafjárskatts getur ekki verið um slíkt að ræða þar sem arfgjafi og arftaki eru óhjákvæmilega sín persónan hvor. Þau rök að það sé tvísköttun að áður hafi verið greiddur skattur af þeim tekjum sem fóru í að mynda eignina standast enga skoðun.“

Ekki í samræmi við tekjuskattskerfið

Þá bendir Indriði á að allar tekjur séu skattskyldar nema þær séu sérstaklega undanþegnar í lögum. „Þannig er arfur undanþeginn almennum tekjuskatti ef að af arfinum hefur verið greiddur erfðafjárskattur. Án þessa ákvæðis væri arfur skattlagður sem venjulegar tekjur. Með núverandi fyrirkomulagi er arfur því skattlagður vægar en aðrar tekjur með innan við 10% skatti samanborið við 22% skatt á fjármagstekjur og rúmlega 30 til um 50% skatti á launatekjur. Lækkun erfðafjárskatts er því augljóslega í engu samræmi við tekjuskattskerfið að öðru leyti.“

Loks segir Indriði að í frumvarpsdrögunum sé ekki að finna neinn haldbæran rökstuðning fyrir breytingunum og að engin greining hafi verið gerð á áhrifum þeirra á mismunandi tekju- og eignahópa og þannig hverjum hún kemur til góða og hverjum ekki.

„[...] augljóst að þessi ívilnandi skattlagning og aukning hennar er ójafnaðarauki.“

„Með hliðsjón af eignadreifingu hér á landi, sbr. t. d. nýlegar upplýsingar Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að um 60% eigna er í höndum þeirra 10% framteljenda sem mest eiga, er augljóst að þessi ívilnandi skattlagning og aukning hennar er ójafnaðarauki,“ skrifar hann. „Ekkert kemur fram í greinargerðinni um það hvernig fyrirhuguð lækkun skattsins um 2 milljarða króna kemur niður á framteljendur eftir tekjum eða eignum.“

Í frumvarpinu er lagt til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur þannig að hann nemi 5 prósentum af fjárhæð allt að 75 milljónum króna, en 10 prósentum af því sem er umfram þá upphæð. Skatturinn er nú 10 prósent óháð fjárhæð. Þá er einnig lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepanna taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Fyrirframgreiddur arfur verður skattlagður á hærra skattþrepinu, það er 10 prósent.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 milljarðar króna. Verði þrepaskiptingunni komið á með lögum munu tekjurnar lækka um 2 milljarða og verða 3,2 milljarðar. Tekið er fram að ráðstöfunartekjur þeirra sem fá arfi úthlutað muni hækka á móti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár