
Bókin er ekkert bókmenntalegt meistaraverk, en setur flókin viðfangsefni upp á einfaldan hátt. Fyrir þá sem vilja öðlast meiri hamingju, frelsi, ást og dýpt í sinni tilveru þá mæli ég eindregið með að lesa hana. Í dag er þetta eina bókin sem ég ferðast nánast alltaf með. Að endingu hefur hún verið ein af mörgum vörðunum á leið minni sem hefur algjörlega breytt sýn minni og viðhorfi til lífsins.
Athugasemdir