Jón Baldvin Hannibalsson hefur sent frá sér safn af ræðum, greinum og viðtölum, sem ættu að vera skyldulesning öllum sem hafa áhuga á samtímanum. Og hugmyndasögu tuttugustu aldar.
Bókin heitir Tæpitungulaust – lífsskoðun jafnaðarmanns.
Paranojan
Áður en við víkjum að bókinni sjálfri er nauðsynlegt að segja þetta ýmissa hluta vegna:
Jón Baldvin hefur sagzt telja sennilegt eða jafnvel næstum áreiðanlegt að nýlegar ásakanir kvenna á hendur honum fyrir ósæmilegt athæfi hafi komið fram beinlínis til þess að hindra útkomu þessarar bókar.
Jamm og það er nú svo. Er sennilegt að fjöldi kvenna hafi tekið sig saman um að skrökva alls kyns hegðun upp á Jón Baldvin áratugum saman – til þess að koma í veg fyrir að hann gæti gefið út gamlar greinar, ræður og viðtöl?
Það gerist í einhverjum hliðarveruleika sem við hin erum ekki mjög kunnug.
Þessi paranoja – …
Athugasemdir