Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur þarf að end­ur­greiða um 100 millj­ón­ir króna vegna gjald­töku sinn­ar við skipti þrota­bús. „Dóm­ar­inn greini­lega send­ir skýr skila­boð inn í lög­fræðistétt­ina að svona sjálf­taka verði ekki lið­in,“ seg­ir Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, sem gagn­rýnt hef­ur Svein Andra harð­lega.

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
Sveinn Andri Sveinsson Lögmaðurinn þarf að endurgreiða þrotabúi um 100 milljónir króna. Mynd: Pressphotos / Geirix

„Hann hefur verið að hugsa um að maka sinn krók og er slétt sama um kröfuhafa, það er ekki flóknara en það.“ Þetta segir Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, um Svein Andra Sveinsson lögmann vegna niðurstöðu héraðsdóms í máli gjaldþrota félags síns EK1923 ehf.

Mbl.is greindi frá því í dag að Sveini Andra, skiptastjóra þrotabús EK1923, væri skylt að endurgreiða búinu alla þóknun sem hann hefur ráðstafað til sín af eignum búsins þar sem honum hafi skort til þess heimild. Héraðsdómur komst að þessari niðurstöðu eftir aðfinnslur minnihluta kröfuhafa sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður þeirra og Skúla, fer fyrir. Upphæðin nemur um 100 milljónum króna og er ákvörðun héraðsdóms ekki kæranleg til æðra dómstigs.

Kröfuhafarnir fóru einnig fram á það að Sveini Andra yrði vikið sem skiptastjóra, en ekki var fallist á það þar sem stutt er í að skipti klárist. Ekki hefur verið skorið úr stærsta dómsmáli sem tengist skiptunum fyrir Landsrétti. Sveinn Andri innheimti 49.600 krónur á klukkustund með virðisaukaskatti fyrir stóran hluta vinnunnar.

„Þetta er í samræmi við það sem ég átti von á enda er maðurinn búinn að fara offari í gjaldtöku úr þessu þrotabúi, eins og ég hef bent á í greinum,“ segir Skúli, sem hefur gagnrýnt Svein Andra harðlega í málinu. „Dómarinn greinilega sendir skýr skilaboð inn í lögfræðistéttina að svona sjálftaka verði ekki liðin. Svona sjálftaka á fjármunum annarra gengur ekki upp.“

Skúli segir að niðurstaða Landsréttar í málinu muni skýra hversu mikið kröfuhafar fá úr búinu. „Það fer eftir dómi Landsréttar í stóra fasteignamálinu sem er eftir. Það veltur allt á því hvort Sveini Andra tekst að láta mig borga tvisvar fyrir sömu fasteignina, sem kostaði á 1.500 milljónir. Út á það gengur málið og hann náði fram dómi á óskiljanlegan hátt í héraðsdómi. Ef honum tekst það líka í Landsrétti munu þeir fá meira. En reyndar ef hann tapar, með því að þóknunin hans hafi lækkað er möguleiki á að kröfuhafar fái þó eitthvað eins og þeir hefðu átt að fá í byrjun ef allt hefði verið eðlilegt. Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun, ekki hag kröfuhafa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár