Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur þarf að end­ur­greiða um 100 millj­ón­ir króna vegna gjald­töku sinn­ar við skipti þrota­bús. „Dóm­ar­inn greini­lega send­ir skýr skila­boð inn í lög­fræðistétt­ina að svona sjálf­taka verði ekki lið­in,“ seg­ir Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, sem gagn­rýnt hef­ur Svein Andra harð­lega.

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
Sveinn Andri Sveinsson Lögmaðurinn þarf að endurgreiða þrotabúi um 100 milljónir króna. Mynd: Pressphotos / Geirix

„Hann hefur verið að hugsa um að maka sinn krók og er slétt sama um kröfuhafa, það er ekki flóknara en það.“ Þetta segir Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, um Svein Andra Sveinsson lögmann vegna niðurstöðu héraðsdóms í máli gjaldþrota félags síns EK1923 ehf.

Mbl.is greindi frá því í dag að Sveini Andra, skiptastjóra þrotabús EK1923, væri skylt að endurgreiða búinu alla þóknun sem hann hefur ráðstafað til sín af eignum búsins þar sem honum hafi skort til þess heimild. Héraðsdómur komst að þessari niðurstöðu eftir aðfinnslur minnihluta kröfuhafa sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður þeirra og Skúla, fer fyrir. Upphæðin nemur um 100 milljónum króna og er ákvörðun héraðsdóms ekki kæranleg til æðra dómstigs.

Kröfuhafarnir fóru einnig fram á það að Sveini Andra yrði vikið sem skiptastjóra, en ekki var fallist á það þar sem stutt er í að skipti klárist. Ekki hefur verið skorið úr stærsta dómsmáli sem tengist skiptunum fyrir Landsrétti. Sveinn Andri innheimti 49.600 krónur á klukkustund með virðisaukaskatti fyrir stóran hluta vinnunnar.

„Þetta er í samræmi við það sem ég átti von á enda er maðurinn búinn að fara offari í gjaldtöku úr þessu þrotabúi, eins og ég hef bent á í greinum,“ segir Skúli, sem hefur gagnrýnt Svein Andra harðlega í málinu. „Dómarinn greinilega sendir skýr skilaboð inn í lögfræðistéttina að svona sjálftaka verði ekki liðin. Svona sjálftaka á fjármunum annarra gengur ekki upp.“

Skúli segir að niðurstaða Landsréttar í málinu muni skýra hversu mikið kröfuhafar fá úr búinu. „Það fer eftir dómi Landsréttar í stóra fasteignamálinu sem er eftir. Það veltur allt á því hvort Sveini Andra tekst að láta mig borga tvisvar fyrir sömu fasteignina, sem kostaði á 1.500 milljónir. Út á það gengur málið og hann náði fram dómi á óskiljanlegan hátt í héraðsdómi. Ef honum tekst það líka í Landsrétti munu þeir fá meira. En reyndar ef hann tapar, með því að þóknunin hans hafi lækkað er möguleiki á að kröfuhafar fái þó eitthvað eins og þeir hefðu átt að fá í byrjun ef allt hefði verið eðlilegt. Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun, ekki hag kröfuhafa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár