Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Lít­il þátt­taka er í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi í póst­núm­eri 111. Að­eins rétt rúm­lega 11 pró­sent kvenna bú­settra í hverf­inu taka þátt. Erf­ið­leik­ar við að ná til inn­flytj­enda og efna­hags­leg staða lík­leg­ir áhrifa­þætt­ir.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti
Erfitt að ná til stelpna Gögn sýna fram á litla þátttöku kvenna í skipulögðum íþróttum í Efra-Breiðholti. Framkvæmdastjóri Leiknis segir félagið eiga í miklum erfiðleikum með að ná til innflytjenda og stúlkna. Mynd: Leiknir.is

Mun færri íbúar í Efra-Breiðholti stunda skipulagðar íþróttir heldur en íbúar annarra hverfa Reykjavíkurborgar. Raunar stunda íbúar í Efra-Breiðholti skipulagðar íþróttir í mun minna mæli en víðast hvar annars staðar á landinu og skera sig úr þegar kemur að fjölmennari svæðum. Aðeins 11,6 prósent kvenna búsettar í hverfinu taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi.

Nýting á frístundakorti Reykjavíkurborgar fyrir börn á aldrinum 6–18 ára er verulega mikið minni í Efra-Breiðholti heldur en öðrum hverfum borgarinnar. Viðmælendur Stundarinnar telja ljóst að hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna af íbúafjöldanum hafi þarna töluvert mikið að segja. Ekki hafi tekist að kynna innflytjendum sem búsettir eru í hverfinu frístundakortið, sem aftur hafi, í það minnsta í einhverjum mæli, þau áhrif að þessi börn taki ekki þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Þá er efnahagsleg staða íbúa hverfisins talin áhrifaþáttur í sömu átt en fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er verulega mestur í Breiðholti af hverfum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár