Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Lít­il þátt­taka er í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi í póst­núm­eri 111. Að­eins rétt rúm­lega 11 pró­sent kvenna bú­settra í hverf­inu taka þátt. Erf­ið­leik­ar við að ná til inn­flytj­enda og efna­hags­leg staða lík­leg­ir áhrifa­þætt­ir.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti
Erfitt að ná til stelpna Gögn sýna fram á litla þátttöku kvenna í skipulögðum íþróttum í Efra-Breiðholti. Framkvæmdastjóri Leiknis segir félagið eiga í miklum erfiðleikum með að ná til innflytjenda og stúlkna. Mynd: Leiknir.is

Mun færri íbúar í Efra-Breiðholti stunda skipulagðar íþróttir heldur en íbúar annarra hverfa Reykjavíkurborgar. Raunar stunda íbúar í Efra-Breiðholti skipulagðar íþróttir í mun minna mæli en víðast hvar annars staðar á landinu og skera sig úr þegar kemur að fjölmennari svæðum. Aðeins 11,6 prósent kvenna búsettar í hverfinu taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi.

Nýting á frístundakorti Reykjavíkurborgar fyrir börn á aldrinum 6–18 ára er verulega mikið minni í Efra-Breiðholti heldur en öðrum hverfum borgarinnar. Viðmælendur Stundarinnar telja ljóst að hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna af íbúafjöldanum hafi þarna töluvert mikið að segja. Ekki hafi tekist að kynna innflytjendum sem búsettir eru í hverfinu frístundakortið, sem aftur hafi, í það minnsta í einhverjum mæli, þau áhrif að þessi börn taki ekki þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Þá er efnahagsleg staða íbúa hverfisins talin áhrifaþáttur í sömu átt en fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er verulega mestur í Breiðholti af hverfum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár