Mun færri íbúar í Efra-Breiðholti stunda skipulagðar íþróttir heldur en íbúar annarra hverfa Reykjavíkurborgar. Raunar stunda íbúar í Efra-Breiðholti skipulagðar íþróttir í mun minna mæli en víðast hvar annars staðar á landinu og skera sig úr þegar kemur að fjölmennari svæðum. Aðeins 11,6 prósent kvenna búsettar í hverfinu taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi.
Nýting á frístundakorti Reykjavíkurborgar fyrir börn á aldrinum 6–18 ára er verulega mikið minni í Efra-Breiðholti heldur en öðrum hverfum borgarinnar. Viðmælendur Stundarinnar telja ljóst að hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna af íbúafjöldanum hafi þarna töluvert mikið að segja. Ekki hafi tekist að kynna innflytjendum sem búsettir eru í hverfinu frístundakortið, sem aftur hafi, í það minnsta í einhverjum mæli, þau áhrif að þessi börn taki ekki þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Þá er efnahagsleg staða íbúa hverfisins talin áhrifaþáttur í sömu átt en fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er verulega mestur í Breiðholti af hverfum …
Athugasemdir