Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti

Lít­il þátt­taka er í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi í póst­núm­eri 111. Að­eins rétt rúm­lega 11 pró­sent kvenna bú­settra í hverf­inu taka þátt. Erf­ið­leik­ar við að ná til inn­flytj­enda og efna­hags­leg staða lík­leg­ir áhrifa­þætt­ir.

Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti
Erfitt að ná til stelpna Gögn sýna fram á litla þátttöku kvenna í skipulögðum íþróttum í Efra-Breiðholti. Framkvæmdastjóri Leiknis segir félagið eiga í miklum erfiðleikum með að ná til innflytjenda og stúlkna. Mynd: Leiknir.is

Mun færri íbúar í Efra-Breiðholti stunda skipulagðar íþróttir heldur en íbúar annarra hverfa Reykjavíkurborgar. Raunar stunda íbúar í Efra-Breiðholti skipulagðar íþróttir í mun minna mæli en víðast hvar annars staðar á landinu og skera sig úr þegar kemur að fjölmennari svæðum. Aðeins 11,6 prósent kvenna búsettar í hverfinu taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi.

Nýting á frístundakorti Reykjavíkurborgar fyrir börn á aldrinum 6–18 ára er verulega mikið minni í Efra-Breiðholti heldur en öðrum hverfum borgarinnar. Viðmælendur Stundarinnar telja ljóst að hátt hlutfall fólks af erlendum uppruna af íbúafjöldanum hafi þarna töluvert mikið að segja. Ekki hafi tekist að kynna innflytjendum sem búsettir eru í hverfinu frístundakortið, sem aftur hafi, í það minnsta í einhverjum mæli, þau áhrif að þessi börn taki ekki þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Þá er efnahagsleg staða íbúa hverfisins talin áhrifaþáttur í sömu átt en fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er verulega mestur í Breiðholti af hverfum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár