Ólafur Garðarsson lögfræðingur var skipaður aðstoðarmaður Kaupþings í greiðslustöðvun í nóvember 2008 og starfaði sem slíkur þar til slitastjórn yfir bankann var komið á fót 25. maí 2009 en þá tók Ólafur sæti í stjórninni. Hann átti þar sæti fram í apríl 2011 þegar hann hætti störfum í slitastjórn. Ástæðuna segir Ólafur hafa verið þá að hann hefði vanrækt fjölskyldu sína vegna mikillar vinnu frá hruni. Árið 2010, þegar hann sat í slitastjórninni, hafði Ólafur 2,7 milljónir króna í mánaðartekjur.
Stundin ræddi við Ólaf um setu hans í slitastjórninni og störf sem aðstoðarmaður bankans í greiðslustöðvuninni eftir hrun. Ólafur segir að haft hafi verið samband við hann nokkrum vikum eftir fall Kaupþings og hann spurður hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Ég bað um umhugsunarfrest og leitaði mér ráða varðandi þetta verkefni. Ég hringdi meðal annars í Gest Jónsson, sem hafði …
Athugasemdir