Ársæll Hafsteinsson er framkvæmdastjóri gamla Landsbankans, LBI ehf. Árið 2018 var Ársæll með rúmar 13,9 milljónir króna í tekjur á mánuði samkvæmt álagningarskrám. Árið 2017 námu tekjur Ársæls tæplega 17,9 milljónum króna á mánuði og árið 2016 hafði Ársæll rúmar 23 milljónir króna í mánaðartekjur.
Ársæll var skipaður í skilanefnd Landsbankans í október 2008, eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir. Áður hafði Ársæll starfað sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans, frá árinu 2003. Áður hafði Ársæll starfað hjá Búnaðarbankanum en færði sig yfir í Landsbankann þegar að Björgólfsfeðgar eignuðust hann.
Deilir 370 milljóna króna bónus með þremur öðrum
Fjármálaeftirlitið vék Ársæli hins vegar úr skilanefnd Landsbankans 15. ágúst 2009, ásamt Sigurjóni Geirssyni. Fjármálaeftirlitið vék þeim úr nefndinni þar eð krafta þeirra var ekki krafist lengur, í ljósi þess að samningar við kröfuhafa væru á lokastigi. Skilanefndin réði þá Ársæl og Sigurjón hins …
Athugasemdir