Frá bankahruninu haustið 2008 og allt fram á þennan dag hefur stór hópur fólks höndlað með gríðarlega fjármuni og eignir föllnu bankanna. Fólk sem skipað var í skilanefndir og slitastjórnir hefur margt hvert fengið tugi milljóna greiddar fyrir störf sín, sum hver hundruð milljóna. Af því leiðir að fólk sem hefur tekið ákvarðanir sem hafa haft gríðarleg áhrif á endurreisn íslensks efnahagslífs tilheyrir litlum hópi auðfólks í íslensku samfélagi. Mörg þeirra sem hvað mest hefur kveðið að í þessum efnum eru hluti af ríkasta eina prósenti landsmanna, og sumir hverjir í hópi þeirra ofurríku, 0,1 prósentinu, en um báða hópana hefur Stundin fjallað ítarlega áður. Á sama tíma hafði bankahrunið alvarlegar afleiðingar fyrir þúsundir Íslendinga sem í sumum tilfellum töpuðu öllu sínu.
Sumt það fólk sem settist í skilanefndir föllnu bankanna og síðar einnig slitastjórnir þeirra var komið beint innan úr þeim sömu bönkum. Fólk sem hafði vélað um rekstur …
Athugasemdir