Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eftirmál bankahrunsins gerðu lögfræðinga að milljónamæringum

Fjöldi fólks hef­ur síð­ast­lið­inn rúm­an ára­tug hagn­ast um tugi og hundruð millj­óna króna með setu í eða vinnu fyr­ir skila­nefnd­ir og slita­stjórn­ir föllnu bank­anna. Launa­greiðsl­ur þess eru í eng­um takti við ís­lensk­an veru­leika. Stund­in fjall­ar um þessa af­leið­ingu hruns­ins.

Eftirmál bankahrunsins gerðu lögfræðinga að milljónamæringum
Þurftu að kljást við afleiðinga hrunsins Þeir sem skipaðir voru í skilanefndir föllnu bankanna og síðar slitastjórnir tóku að sér gríðarlega umfangsmikið, erfitt og mikilvægt verkefni. Þegar frá leið kom í ljós að greiðslur til þessara aðila voru ærið misjafnar. Á meðan að sumir unnu jafnvel eftir tímagjaldi sem var lægra en jafnan tíðkaðist hjá lögfræðingum fengu aðrir gríðarlegar fjárhæðir í sína vasa. Mynd: mbl/Eggert Jóhannesson

Frá bankahruninu haustið 2008 og allt fram á þennan dag hefur stór hópur fólks höndlað með gríðarlega fjármuni og eignir föllnu bankanna. Fólk sem skipað var í skilanefndir og slitastjórnir hefur margt hvert fengið tugi milljóna greiddar fyrir störf sín, sum hver hundruð milljóna. Af því leiðir að fólk sem hefur tekið ákvarðanir sem hafa haft gríðarleg áhrif á endurreisn íslensks efnahagslífs tilheyrir litlum hópi auðfólks í íslensku samfélagi. Mörg þeirra sem hvað mest hefur kveðið að í þessum efnum eru hluti af ríkasta eina prósenti landsmanna, og sumir hverjir í hópi þeirra ofurríku, 0,1 prósentinu, en um báða hópana hefur Stundin fjallað ítarlega áður. Á sama tíma hafði bankahrunið alvarlegar afleiðingar fyrir þúsundir Íslendinga sem í sumum tilfellum töpuðu öllu sínu. 

Sumt það fólk sem settist í skilanefndir föllnu bankanna og síðar einnig slitastjórnir þeirra var komið beint innan úr þeim sömu bönkum. Fólk sem hafði vélað um rekstur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eftirmál bankahrunsins

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum
SkýringEftirmál bankahrunsins

Drama­tísk saga Lárus­ar kom­in í hring í Stoð­um

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.
Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs
ÚttektEftirmál bankahrunsins

Eig­andi Glitn­is sem reis upp og sett­ist í stjórn­ar­for­manns­stól Skelj­ungs

Saga Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is teng­ist Skelj­ungi vegna eign­ar­halds fyr­ir­tækja hans á olíu­fé­lag­inu. Jón Ás­geir og Pálmi Har­alds­son, við­skipta­fé­lagi hans, keyptu og seldu Skelj­ung á milli sín á ár­un­um fyr­ir hrun­ið. Af­leið­inga­ar þeirra við­skipta eru lík­leg til að enda í saka­máli á næstu vik­um. Sam­tím­is sest Jón Ás­geir í stól stjórn­ar­for­manns Skelj­ungs.
Lögmannsskrifstofa ráðgjafa stjórnvalda veitti  Lindarhvoli tugmilljóna þjónustu
FréttirEftirmál bankahrunsins

Lög­manns­skrif­stofa ráð­gjafa stjórn­valda veitti Lind­ar­hvoli tug­millj­óna þjón­ustu

Stein­ar Þór Guð­geirs­son lög­fræð­ing­ur var skip­að­ur í skila­nefnd Kaupþings þeg­ar Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók bank­ann yf­ir 9. októ­ber 2008. Hann tók við fo­mennsku í nefnd­inni um hálf­um mán­uði síð­ar og stýrði störf­um henn­ar til árs­loka 2011, eða þar til skila­nefnd­in var lögð nið­ur og slita­stjórn tók við verk­efn­um henn­ar. Ár­ið 2018 hafði Stein­ar Þór ríf­lega 1,2 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun og ár­ið áð­ur...

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár