Það fylgir því svo ofsalega mikil gleði að umgangast dýr og annast þau. Það getur enginn verið í fýlu sem hefur dýr sér til samlætis. Ég finn það alveg á mér sjálfri, hvað það gefur mér mikið. Ég var dýralaus heima hjá mér núna í fyrsta skipti í 18 ár, um tveggja mánaða skeið, eftir að hundurinn minn hann Róbert dó. Ég gat bara ekki hugsað mér það áfram, jafnvel þó að kötturinn hann Baktus búi hérna niðri í vinnu. Það var bara allt of mikil þögn á heimilinu.
Baktus hefur búið hér í Gyllta kettinum, ég gerði á sínum tíma tilraun með það í heilt ár að taka hann með mér heim á kvöldin en hann vildi ekki sjá það. Núna er kominn nýr hvolpur, Albert, heim til mín og Baktus hitti hann í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum þegar ég tók hann með mér í vinnuna. Baktus varð …
Athugasemdir