Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Þingmenn Í skilningi skrifstofustjóra Alþingis voru endurgreiðslur til þingmanna úr ríkissjóði einkamál þeirra, jafnvel þótt þeir settu reglurnar sjálfir. Mynd: Davíð Þór

Aksturgreiðslur til þingmanna hafa lækkað umtalsvert á þessu ári samanborið við síðustu ár. Reiknað er með því að kostnaður vegna aksturs þingmanna muni í lok þessa árs hafa dregist saman um 40 prósent frá árinu 2017. Kostnaður vegna aksturs þingmanna nam alls 42,7 milljónum króna árið 2017, í fyrra hafði upphæðin lækkað niður í 30,7 milljónir og í ár er reiknað með því að kostnaðurinn endi í 26,1 milljón. 

Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa þingmenn landsins fengið tæplega 2,4 milljónir greiddar vegna aksturs eigin bifreiða og reiknað er með því að heildargreiðslurnar verði 4,1 milljón á árinu. Á síðasta ári var heildarupphæðin 8,4 milljónir og því fyrirséð að greiðslurnar verði rúmlega helmingi minni milli ára.

Ástæðuna fyrir þessari lækkun virðist mega rekja til þess að upplýsingar sem almenningi var áður neitað um eru nú birtar mánaðarlega á vef Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár