Þar hvarf ég frá sögu íslenskra nasista í síðasta hefti Stundarinnar að í janúar 1934 tóku þeir þokkapiltar í fyrsta sinn þátt í kosningum hérlendis, það voru bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þjóðernishreyfing Íslands og hið svonefnda Aðalráð hennar hafði gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn sem alltaf hafði „ávallt sýnt málum Þjóðernishreyfingarinnar velvild“ og annar af tveimur fulltrúum nasista náði kjöri af listanum, Jóhann Ólafsson heildsali.
Herskáir ungir menn
Yngstu mennirnir í nasistahreyfingunni vildu hins vegar ekkert samkrull við borgaraleg öfl, þeir klufu sig frá Þjóðernishreyfingunni og buðu fram sér undir nafninu Þjóðernissinnar. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið til í 18 daga þegar kosningar fóru fram náðu ungu nasistarnir 2,8 prósenta fylgi.
Þá þegar logaði allt í illindum og innbyrðis klögumálum milli Aðalráðsmanna og hinna yngri og kristölluðust deilurnar í erjum tveggja manna sem báðir vildu verða leiðtogar íslenskra nasista. Annar var Gísli Sigurbjörnsson, kaupmaður …
Athugasemdir