Fær ítrekað verkefni frá Sjálfstæðismönnum

Lög­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi lyk­il­starfs­mað­ur Kaupþings hef­ur ver­ið skip­uð í fjölda nefnda af ráð­herr­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fast­eigna­fé­lag henn­ar fékk ný­lega verk­efni án út­boðs frá Garða­bæ sem minni­hluti bæj­ar­stjórn­ar gagn­rýndi.

Fær ítrekað verkefni frá Sjálfstæðismönnum

Framkvæmdastjóri Spildu, sem fékk nýlega verkefni frá bæjarstjórn Garðabæjar án útboðs, hefur margsinnis verið skipuð í starfshópa og nefndir af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Hún var einn af lykilstarfsmönnum Kaupþings sem gat fengið greitt úr 1.500 milljóna króna bónuspotti í fyrra.

Stundin greindi frá því í byrjun september að Fasteignaþróunarfélagið Spilda fengi 4 milljónir króna greiddar frá Garðabæ án útboðs fyrir verkefni sem venjulega væri unnið af starfsmönnum bæjarins, að mati minnihluta bæjarstjórnar. Anna Sigríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri og helsti eigandi félagsins, er tengd tveimur bæjarfulltrúum úr meirihluta Sjálfstæðisflokksins, þeim Áslaugu Huldu Jónsdóttur og Sigríði Huldu Jónsdóttur, í gegnum Exedra, vettvang fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna.

Áslaug, sem lagði fram tillöguna um samninginn á bæjarstjórnarfundi, sagði tengslin málinu óskyld. Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra og flokksbróður hennar, og bæjarstarfsmönnum hefði litist vel á það sem fulltrúar Spildu lögðu til vegna verkefnisins og því hefði Spilda hlotið samninginn. Fjárhæð verkefnisins er undir viðmiðunarupphæð útboðsreglna Garðabæjar.

Anna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár