Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

„Er ekki ráð að stjórn­mála­menn og að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins fari að líta í kring­um sig í heim­in­um og velta fyr­ir sér hvort ekki sé hægt að fara aðr­ar leið­ir en hinar sér­ís­lensku jað­ar­skatta- og skerð­ing­ar­leið­ir?“ skrif­ar Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
Skattbyrðin þyngri Skipan skattamála og dreifing skattbyrði ræðst af pólitískri stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum þeirra sem fara með skattlagningar- og fjárveitingarvaldið á Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Virkir jaðarskattar á launatekjur lágtekjufólks eru miklu hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og víðast hvar í OECD. Bent er á þetta í gögnum OECD vegna nýrrar skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Með virkum jaðarsköttum (e. implicit marginal tax rates) er átt við það hlutfall sem greitt er í skatt af hverri viðbótarkrónu með tilliti til tekjutilfærslna (svo sem barnabóta) og skattafsláttar. Viðmiðunarhópurinn sem stuðst er við er tveggja barna fjölskylda þar sem foreldrar eru fullvinnandi, en í myndinni hér að neðan má sjá hvernig jaðarskatthlutfallið breytist eftir tekjuhópum, það er hlutfalli af meðaltekjum í viðkomandi ríkjum, annars vegar á Íslandi og hins vegar í öllum OECD-ríkjunum og á Norðurlöndunum.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, gerir myndina að umtalsefni í færslu á Facebook. „Eins og sjá má er jaðarskattur á lágar tekjur og meðaltekjur miklu hærri á Íslandi en bæði á hinum Norðurlöndunum og í OECD. Munar þar 10 til 20 prósentustigum fyrir allra lægstu tekjurnar og tæpum tuttugu prósentum fyrir miðlungstekjur,“ skrifar hann. „Það er greinilegt að það er grundvallarmunur á því hvernig jaðarskattar og skerðingar bótaflokka á borð við barnabætur og vaxtabætur vinna saman á Íslandi annars vegar og annars staðar í OECD hins vegar! Er ekki ráð að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins fari að líta í kringum sig í heiminum og velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en hinar séríslensku jaðarskatta- og skerðingarleiðir?“

Eins og Stundin hefur áður fjallað um búa Íslendingar við flatasta tekjuskattskerfi Norðurlanda og skattleggja hátekjufólk minna en nágrannaþjóðirnar meðan lágtekjufólk á Íslandi býr við einna þyngstu skattbyrðina sem þekkist í Evrópu. Skattbyrði lágtekjufólks jókst meira á Íslandi heldur en í nokkru öðru vestrænu OECD-ríki á tímabilinu 2000 til 2017. Þetta stafaði einkum af því að skattleysismörk og skerðingarmörk bótakerfisins fylgdu ekki launaþróun. 

Breytt skattbyrði eftir tekjuhópumMyndin sýnir muninn á skattbyrði tekjuhópa, annars vegar árið 1993 og hins vegar árið 2015, og birtist í umfjöllun Stundarinnar um skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar um skattkerfið í fyrra.

Aukin skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks um og eftir aldamót skapaði umtalsvert svigrúm til að létta byrðum af hátekjufólki, fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Þannig bjuggu Íslendingar, á árunum fyrir hrun, við eitt flatasta og hægrisinnaðasta skattkerfi þróaðra ríkja. Þetta var meðal annars réttlætt á þann veg að svona mætti laða fjármagn til landsins og draga úr skattaundanskotum, en eins og síðar varð ljóst héldust skattbreytingar fyrirhrunsáranna í hendur við stórfelld skattaundanskot og fjármagnsflutninga í skattaparadísir. „Umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs [var] einstakt í heiminum á þessum tíma,“ segir í skýrslu opinbers starfshóps um aflandseignir Íslendinga frá 2016. 

Skattbyrði eignamesta 1 prósentsinsÞessi mynd birtist í ítarlegri úttekt Stundarinnar á skattkerfinu árið 2017.

Árið 2017 greiddi íslensk fjölskylda með tvö börn, þar sem annað foreldrið er á meðallaunum en hitt þénar 67 prósent af meðallaunum, að jafnaði tæplega 27 prósent af tekjum sínum í beinan skatt. Skattbyrði fjölskyldna á sama stað í tekjustiganum var 35 prósent í Danmörku en miklu lægri í hinum samanburðarlöndunum. Ef rýnt er í þróunina í löndum OECD frá aldamótum til dagsins í dag kemur í ljós að hvergi hefur skattbyrði þessa hóps aukist jafn mikið og á Íslandi. Hérlendis hefur skattbyrði hópsins aukist um rúm 5 prósent frá árinu 2000 en víðast hvar í þróuðum ríkjum hefur skattbyrði sama hóps dregist saman.

Flatasta skattkerfiðHér má sjá hvernig beinni skattbyrði er dreift milli 10 tekjuhópa á Norðurlöndunum árið 2017. Ísland er með næsthæstu skattbyrðina í öllum tekjuhópum á eftir Danmörku nema hjá efstu tíu prósentunum, en þar er skattbyrðin lægst á Íslandi. Skattbyrði lægri og milli hópanna er mun hærri á Íslandi en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en lægri en í Danmörku.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
5
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár