Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

„Er ekki ráð að stjórn­mála­menn og að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins fari að líta í kring­um sig í heim­in­um og velta fyr­ir sér hvort ekki sé hægt að fara aðr­ar leið­ir en hinar sér­ís­lensku jað­ar­skatta- og skerð­ing­ar­leið­ir?“ skrif­ar Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
Skattbyrðin þyngri Skipan skattamála og dreifing skattbyrði ræðst af pólitískri stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum þeirra sem fara með skattlagningar- og fjárveitingarvaldið á Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Virkir jaðarskattar á launatekjur lágtekjufólks eru miklu hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og víðast hvar í OECD. Bent er á þetta í gögnum OECD vegna nýrrar skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Með virkum jaðarsköttum (e. implicit marginal tax rates) er átt við það hlutfall sem greitt er í skatt af hverri viðbótarkrónu með tilliti til tekjutilfærslna (svo sem barnabóta) og skattafsláttar. Viðmiðunarhópurinn sem stuðst er við er tveggja barna fjölskylda þar sem foreldrar eru fullvinnandi, en í myndinni hér að neðan má sjá hvernig jaðarskatthlutfallið breytist eftir tekjuhópum, það er hlutfalli af meðaltekjum í viðkomandi ríkjum, annars vegar á Íslandi og hins vegar í öllum OECD-ríkjunum og á Norðurlöndunum.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, gerir myndina að umtalsefni í færslu á Facebook. „Eins og sjá má er jaðarskattur á lágar tekjur og meðaltekjur miklu hærri á Íslandi en bæði á hinum Norðurlöndunum og í OECD. Munar þar 10 til 20 prósentustigum fyrir allra lægstu tekjurnar og tæpum tuttugu prósentum fyrir miðlungstekjur,“ skrifar hann. „Það er greinilegt að það er grundvallarmunur á því hvernig jaðarskattar og skerðingar bótaflokka á borð við barnabætur og vaxtabætur vinna saman á Íslandi annars vegar og annars staðar í OECD hins vegar! Er ekki ráð að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins fari að líta í kringum sig í heiminum og velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en hinar séríslensku jaðarskatta- og skerðingarleiðir?“

Eins og Stundin hefur áður fjallað um búa Íslendingar við flatasta tekjuskattskerfi Norðurlanda og skattleggja hátekjufólk minna en nágrannaþjóðirnar meðan lágtekjufólk á Íslandi býr við einna þyngstu skattbyrðina sem þekkist í Evrópu. Skattbyrði lágtekjufólks jókst meira á Íslandi heldur en í nokkru öðru vestrænu OECD-ríki á tímabilinu 2000 til 2017. Þetta stafaði einkum af því að skattleysismörk og skerðingarmörk bótakerfisins fylgdu ekki launaþróun. 

Breytt skattbyrði eftir tekjuhópumMyndin sýnir muninn á skattbyrði tekjuhópa, annars vegar árið 1993 og hins vegar árið 2015, og birtist í umfjöllun Stundarinnar um skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar um skattkerfið í fyrra.

Aukin skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks um og eftir aldamót skapaði umtalsvert svigrúm til að létta byrðum af hátekjufólki, fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Þannig bjuggu Íslendingar, á árunum fyrir hrun, við eitt flatasta og hægrisinnaðasta skattkerfi þróaðra ríkja. Þetta var meðal annars réttlætt á þann veg að svona mætti laða fjármagn til landsins og draga úr skattaundanskotum, en eins og síðar varð ljóst héldust skattbreytingar fyrirhrunsáranna í hendur við stórfelld skattaundanskot og fjármagnsflutninga í skattaparadísir. „Umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs [var] einstakt í heiminum á þessum tíma,“ segir í skýrslu opinbers starfshóps um aflandseignir Íslendinga frá 2016. 

Skattbyrði eignamesta 1 prósentsinsÞessi mynd birtist í ítarlegri úttekt Stundarinnar á skattkerfinu árið 2017.

Árið 2017 greiddi íslensk fjölskylda með tvö börn, þar sem annað foreldrið er á meðallaunum en hitt þénar 67 prósent af meðallaunum, að jafnaði tæplega 27 prósent af tekjum sínum í beinan skatt. Skattbyrði fjölskyldna á sama stað í tekjustiganum var 35 prósent í Danmörku en miklu lægri í hinum samanburðarlöndunum. Ef rýnt er í þróunina í löndum OECD frá aldamótum til dagsins í dag kemur í ljós að hvergi hefur skattbyrði þessa hóps aukist jafn mikið og á Íslandi. Hérlendis hefur skattbyrði hópsins aukist um rúm 5 prósent frá árinu 2000 en víðast hvar í þróuðum ríkjum hefur skattbyrði sama hóps dregist saman.

Flatasta skattkerfiðHér má sjá hvernig beinni skattbyrði er dreift milli 10 tekjuhópa á Norðurlöndunum árið 2017. Ísland er með næsthæstu skattbyrðina í öllum tekjuhópum á eftir Danmörku nema hjá efstu tíu prósentunum, en þar er skattbyrðin lægst á Íslandi. Skattbyrði lægri og milli hópanna er mun hærri á Íslandi en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en lægri en í Danmörku.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár