Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

„Er ekki ráð að stjórn­mála­menn og að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins fari að líta í kring­um sig í heim­in­um og velta fyr­ir sér hvort ekki sé hægt að fara aðr­ar leið­ir en hinar sér­ís­lensku jað­ar­skatta- og skerð­ing­ar­leið­ir?“ skrif­ar Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or.

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
Skattbyrðin þyngri Skipan skattamála og dreifing skattbyrði ræðst af pólitískri stefnumótun, ákvörðunum og aðgerðum þeirra sem fara með skattlagningar- og fjárveitingarvaldið á Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Virkir jaðarskattar á launatekjur lágtekjufólks eru miklu hærri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og víðast hvar í OECD. Bent er á þetta í gögnum OECD vegna nýrrar skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Með virkum jaðarsköttum (e. implicit marginal tax rates) er átt við það hlutfall sem greitt er í skatt af hverri viðbótarkrónu með tilliti til tekjutilfærslna (svo sem barnabóta) og skattafsláttar. Viðmiðunarhópurinn sem stuðst er við er tveggja barna fjölskylda þar sem foreldrar eru fullvinnandi, en í myndinni hér að neðan má sjá hvernig jaðarskatthlutfallið breytist eftir tekjuhópum, það er hlutfalli af meðaltekjum í viðkomandi ríkjum, annars vegar á Íslandi og hins vegar í öllum OECD-ríkjunum og á Norðurlöndunum.

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, gerir myndina að umtalsefni í færslu á Facebook. „Eins og sjá má er jaðarskattur á lágar tekjur og meðaltekjur miklu hærri á Íslandi en bæði á hinum Norðurlöndunum og í OECD. Munar þar 10 til 20 prósentustigum fyrir allra lægstu tekjurnar og tæpum tuttugu prósentum fyrir miðlungstekjur,“ skrifar hann. „Það er greinilegt að það er grundvallarmunur á því hvernig jaðarskattar og skerðingar bótaflokka á borð við barnabætur og vaxtabætur vinna saman á Íslandi annars vegar og annars staðar í OECD hins vegar! Er ekki ráð að stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins fari að líta í kringum sig í heiminum og velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að fara aðrar leiðir en hinar séríslensku jaðarskatta- og skerðingarleiðir?“

Eins og Stundin hefur áður fjallað um búa Íslendingar við flatasta tekjuskattskerfi Norðurlanda og skattleggja hátekjufólk minna en nágrannaþjóðirnar meðan lágtekjufólk á Íslandi býr við einna þyngstu skattbyrðina sem þekkist í Evrópu. Skattbyrði lágtekjufólks jókst meira á Íslandi heldur en í nokkru öðru vestrænu OECD-ríki á tímabilinu 2000 til 2017. Þetta stafaði einkum af því að skattleysismörk og skerðingarmörk bótakerfisins fylgdu ekki launaþróun. 

Breytt skattbyrði eftir tekjuhópumMyndin sýnir muninn á skattbyrði tekjuhópa, annars vegar árið 1993 og hins vegar árið 2015, og birtist í umfjöllun Stundarinnar um skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar um skattkerfið í fyrra.

Aukin skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks um og eftir aldamót skapaði umtalsvert svigrúm til að létta byrðum af hátekjufólki, fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Þannig bjuggu Íslendingar, á árunum fyrir hrun, við eitt flatasta og hægrisinnaðasta skattkerfi þróaðra ríkja. Þetta var meðal annars réttlætt á þann veg að svona mætti laða fjármagn til landsins og draga úr skattaundanskotum, en eins og síðar varð ljóst héldust skattbreytingar fyrirhrunsáranna í hendur við stórfelld skattaundanskot og fjármagnsflutninga í skattaparadísir. „Umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs [var] einstakt í heiminum á þessum tíma,“ segir í skýrslu opinbers starfshóps um aflandseignir Íslendinga frá 2016. 

Skattbyrði eignamesta 1 prósentsinsÞessi mynd birtist í ítarlegri úttekt Stundarinnar á skattkerfinu árið 2017.

Árið 2017 greiddi íslensk fjölskylda með tvö börn, þar sem annað foreldrið er á meðallaunum en hitt þénar 67 prósent af meðallaunum, að jafnaði tæplega 27 prósent af tekjum sínum í beinan skatt. Skattbyrði fjölskyldna á sama stað í tekjustiganum var 35 prósent í Danmörku en miklu lægri í hinum samanburðarlöndunum. Ef rýnt er í þróunina í löndum OECD frá aldamótum til dagsins í dag kemur í ljós að hvergi hefur skattbyrði þessa hóps aukist jafn mikið og á Íslandi. Hérlendis hefur skattbyrði hópsins aukist um rúm 5 prósent frá árinu 2000 en víðast hvar í þróuðum ríkjum hefur skattbyrði sama hóps dregist saman.

Flatasta skattkerfiðHér má sjá hvernig beinni skattbyrði er dreift milli 10 tekjuhópa á Norðurlöndunum árið 2017. Ísland er með næsthæstu skattbyrðina í öllum tekjuhópum á eftir Danmörku nema hjá efstu tíu prósentunum, en þar er skattbyrðin lægst á Íslandi. Skattbyrði lægri og milli hópanna er mun hærri á Íslandi en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en lægri en í Danmörku.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár