Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, er „á lokametrunum“ við að slíta fjárfestingarsjóði sem heitir Icelandic Travel Fund sem Hreiðar Már Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og eiginkona hans, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, hafa átt í gegnum félagið Vinson Capital S.á.r.l. Í Lúxemborg. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Stærsti hluti eigna lúxemborgíska félagsins kemur frá félagi sem var í skattaskjólinu Tortólu, Fultech S.á.r.l. sem sameinaðist lúxemborgska félaginu í lok árs 2017. Um var að ræða 310 milljónir króna sem Anna Lísa og Hreiðar færðu úr skattaskjólinu og til Lúxemborgar í árslok 2017. Stundin fjallaði um sjóðinn fyrr á árinu.
Fram að þessu var félagið eignalítið, átti rúmlega 100 þúsund evrur, þannig að segja má að nær allar eignir félagsins komi frá Tortólu. Hvernig þessar eignir enduðu í skattaskjólinu Tortólu og hvaðan þær komu upphaflega liggur ekki fyrir. Með …
Athugasemdir