Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

Ný könn­un sýn­ir að hluti grunn­skóla­nema hef­ur reykt rafrett­ur oft­ar en 30 daga yf­ir æv­ina. Skýrslu­höf­und­ur legg­ur til bann við rafrett­um.

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
Rafrettur Mikill árangur hefur náðst í að draga úr sígarettureykingum ungmenna undanfarin ár.

Yfir 15 prósent af nemendum í 10. bekk á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. Þetta kemur fram í skýrslu um heilsu og líðan grunnskólanemenda sem var lögð fyrir fund skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar nýverið og Fréttablaðið greinir frá í dag. „Þetta eru ótrúlegar tölur og eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Ársæll, M. Arnarson, annar skýrsluhöfunda.

Í könnun sem yfir 7.000 nemendur um allt land svöruðu kemur fram að 65 prósent þeirra hafa aldrei prófað að reykja rafrettur en um 20 prósent hafa fiktað mismikið við slíkt. 15,2 prósent segjast hafa reykt rafrettur oftar en 30 daga yfir ævina og eru því hugsanlega háðir reykingunum, samkvæmt skýrslunni.

Að mati Ársæls er sorglegt að sjá svo háar tölur meðal ungra krakka þar sem mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn hefðbundnum tóbaksreykingum undanfarin ár „Þetta gengur þvert á allt sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir hann. „Það eru engar rannsóknir sem hafa sýnt fram á skaðleysi rafrettna en sífellt fleiri vísbendingar benda til þess að fólk sé að fara illa út úr þessu.“

Könnunin hefur verið lögð fyrir nemendur um árabil að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ársæll segir greinilegt að rafretturnar höfði til ungmenna. „Við leggjum til að bann við rafrettum verði tekið til alvarlegar athugunar,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár