Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

Ný könn­un sýn­ir að hluti grunn­skóla­nema hef­ur reykt rafrett­ur oft­ar en 30 daga yf­ir æv­ina. Skýrslu­höf­und­ur legg­ur til bann við rafrett­um.

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
Rafrettur Mikill árangur hefur náðst í að draga úr sígarettureykingum ungmenna undanfarin ár.

Yfir 15 prósent af nemendum í 10. bekk á Íslandi eru hugsanlega háðir rafrettum. Þetta kemur fram í skýrslu um heilsu og líðan grunnskólanemenda sem var lögð fyrir fund skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar nýverið og Fréttablaðið greinir frá í dag. „Þetta eru ótrúlegar tölur og eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Ársæll, M. Arnarson, annar skýrsluhöfunda.

Í könnun sem yfir 7.000 nemendur um allt land svöruðu kemur fram að 65 prósent þeirra hafa aldrei prófað að reykja rafrettur en um 20 prósent hafa fiktað mismikið við slíkt. 15,2 prósent segjast hafa reykt rafrettur oftar en 30 daga yfir ævina og eru því hugsanlega háðir reykingunum, samkvæmt skýrslunni.

Að mati Ársæls er sorglegt að sjá svo háar tölur meðal ungra krakka þar sem mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn hefðbundnum tóbaksreykingum undanfarin ár „Þetta gengur þvert á allt sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir hann. „Það eru engar rannsóknir sem hafa sýnt fram á skaðleysi rafrettna en sífellt fleiri vísbendingar benda til þess að fólk sé að fara illa út úr þessu.“

Könnunin hefur verið lögð fyrir nemendur um árabil að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ársæll segir greinilegt að rafretturnar höfði til ungmenna. „Við leggjum til að bann við rafrettum verði tekið til alvarlegar athugunar,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár