Stórir hlutar úr bók Öldu Sigmundsdóttur rithöfundar, The Little Book of the Icelanders in the Old Days, voru teknir án hennar vitneskju og birtir í pólskri bók sem höfundarverk annarra rithöfunda. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan Alda fékk upplýsingar þar um og fór fram á aðgerðir af hálfu pólska bókaforlagsins en það var fyrst fyrir hálfum mánuði sem bókin sem um ræðir var tekin úr sölu. Það gerðist eftir að fjallað var um málið í mörgum helstu fjölmiðlum Póllands og forlagið fékk yfir sig holskeflu af athugasemdum Pólverja sem blöskraði framferðið. Enn er ósamið við Öldu um hvernig málinu verður lokið og hvaða bætur hún fær greiddar.
Alda gaf árið 2014 út bókina The Little Book of the Icelanders in the Old Days, sem inniheldur 50 stuttar frásagnir á léttu nótunum um lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum. Bókin hefur verið fáanleg meðal annars á Amazon-vefsíðunni, vefsíðu Öldu sjálfrar og víðs …
Athugasemdir