Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenskri bók stolið og hún notuð sem grunnur að bók í Póllandi

Stór­ir hlut­ar bók­ar Öldu Sig­munds­dótt­ur voru birt­ir í pólskri bók án þess að hún hefði vitn­eskju þar um. Fjór­tán mán­uð­ir liðu áð­ur en bók­in var loks tek­in úr sölu og þá ekki fyrr en eft­ir að pólsk­ir fjöl­miðl­ar hófu að fjalla um mál­ið.

Íslenskri bók stolið og hún notuð sem grunnur að bók í Póllandi
Varð fyrir ritstuldi Alda er orðin langeygð eftir niðurstöðu í ritstuldarmáli því sem hún hefur rekið í Póllandi síðast rúma árið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stórir hlutar úr bók Öldu Sigmundsdóttur rithöfundar, The Little Book of the Icelanders in the Old Days, voru teknir án hennar vitneskju og birtir í pólskri bók sem höfundarverk annarra rithöfunda. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan Alda fékk upplýsingar þar um og fór fram á aðgerðir af hálfu pólska bókaforlagsins en það var fyrst fyrir hálfum mánuði sem bókin sem um ræðir var tekin úr sölu. Það gerðist eftir að fjallað var um málið í mörgum helstu fjölmiðlum Póllands og forlagið fékk yfir sig holskeflu af athugasemdum Pólverja sem blöskraði framferðið. Enn er ósamið við Öldu um hvernig málinu verður lokið og hvaða bætur hún fær greiddar.

Alda gaf árið 2014 út bókina The Little Book of the Icelanders in the Old Days, sem inniheldur 50 stuttar frásagnir á léttu nótunum um lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum. Bókin hefur verið fáanleg meðal annars á Amazon-vefsíðunni, vefsíðu Öldu sjálfrar og víðs …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár