Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenskri bók stolið og hún notuð sem grunnur að bók í Póllandi

Stór­ir hlut­ar bók­ar Öldu Sig­munds­dótt­ur voru birt­ir í pólskri bók án þess að hún hefði vitn­eskju þar um. Fjór­tán mán­uð­ir liðu áð­ur en bók­in var loks tek­in úr sölu og þá ekki fyrr en eft­ir að pólsk­ir fjöl­miðl­ar hófu að fjalla um mál­ið.

Íslenskri bók stolið og hún notuð sem grunnur að bók í Póllandi
Varð fyrir ritstuldi Alda er orðin langeygð eftir niðurstöðu í ritstuldarmáli því sem hún hefur rekið í Póllandi síðast rúma árið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stórir hlutar úr bók Öldu Sigmundsdóttur rithöfundar, The Little Book of the Icelanders in the Old Days, voru teknir án hennar vitneskju og birtir í pólskri bók sem höfundarverk annarra rithöfunda. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan Alda fékk upplýsingar þar um og fór fram á aðgerðir af hálfu pólska bókaforlagsins en það var fyrst fyrir hálfum mánuði sem bókin sem um ræðir var tekin úr sölu. Það gerðist eftir að fjallað var um málið í mörgum helstu fjölmiðlum Póllands og forlagið fékk yfir sig holskeflu af athugasemdum Pólverja sem blöskraði framferðið. Enn er ósamið við Öldu um hvernig málinu verður lokið og hvaða bætur hún fær greiddar.

Alda gaf árið 2014 út bókina The Little Book of the Icelanders in the Old Days, sem inniheldur 50 stuttar frásagnir á léttu nótunum um lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum. Bókin hefur verið fáanleg meðal annars á Amazon-vefsíðunni, vefsíðu Öldu sjálfrar og víðs …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár