Einn alvarlegasti lýðheilsuvandi sem mannkynið glímir við er vaxandi tíðni sýklalyfjaónæmis. Vandinn einskorðast þó síður en svo við mannfólk heldur hefur hann einnig áhrif á aðrar tegundir dýra. Rannsóknir á sýklalyfjaónæmum bakteríum í villtum höfrungum sýna nú fram á að vandinn fer vaxandi í lífverum hafsins samhliða því sem hann eykst í samfélögum manna.
Sýklalyfjaónæmi kallast það þegar sýkjandi bakteríur þróa með sér þol gegn sýklalyfjum sem áður virkuðu gegn þeim. Röng eða óþörf notkun á sýklalyfjum getur orðið til þess að ýta undir það að bakteríum takist að þróa með sér ónæmi.
Fjöldi dauðsfalla ár hvert
Sýklalyfjaónæmum bakteríum hefur farið hratt fjölgandi á undaförnum árum. Þetta hefur orðið til þess að bakteríusýkingar sem áður var einfalt að meðhöndla geta leitt til alvarlegra sýkinga og jafnvel dauða þess sem sýkist. Þetta á til dæmis við um bakteríur sem valda þvagfærasýkingum og eru dæmi þess að fólk hafi látið lífið af …
Athugasemdir