Ég byrjaði á því í Póllandi fyrir tveimur árum, áður en ég flutti til Íslands, að búa til lítil hekluð dýr, nokkurs konar furðuverur. Ég byrjaði á því að hekla litlar húfur en varð fljótt leið á því. Svo komu dýrin til mín. Ég var á dálítið erfiðu tímabili í lífinu og það var eins og hugleiðsla fyrir mig að hekla þessi leikföng. Það hjálpaði mér að slaka á.
Ég kalla dýrin mín Umilaki. Það er hægt að skoða þau á Instagram, undir nafninu umilaki.umilaki. Ég hætti þessu svo í smátíma en nú er veturinn að koma aftur og þá held ég að þau fari að koma aftur til mín. Á meðan ég hekla er ég algjörlega í því verkefni og hugsa ekki um neitt annað.
Þetta eru fyndnar litlar skepnur. Ég gef hverri þeirra eigið nafn og bý til sögu um hana. Ég tek líka myndir af þeim og …
Athugasemdir